Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Hera on September 12, 2008, 16:58:22

Title: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
Post by: Hera on September 12, 2008, 16:58:22
Maður nokkur þurfti að komast á karlaklósettið, en það var upptekið.
Kona, sem þarna var stödd, tók eftir því að maðurinn gekk með
stuttum skrefum og var með örvæntingarsvip á andlitinu.
'Herra minn,' sagði hún, 'kvennaklósettið er laust og þú mátt nota
það ef þú lofar að snerta engan takkanna sem eru á veggnum'.
Maðurinn var alveg kominn í spreng og tilbúinn að lofa hverju sem
var til að leysa málið.

Þar sem hann sat - og leið nú svo miklu betur - fór hann að horfa
á takkana sem hann hafði lofað að snerta ekki.
Það voru 3 hvítir takkar merktir VV, HL og PP og svo var einn
rauður sem merktur var STT.
Hver myndi svosem vita það þó hann snerti þessa takka?

Hann stóðst ekki freistinguna.
Fyrst ýtti hann á VV. Volgt vatn úðaði mjúklega undirvagninn.
Manninum leið voða vel. Svona lúxus var sko ekki á karlaklósettum.
Í von um áframhaldandi sælu ýtti hann á HL takkann.
Hlýtt loft lék nú um neðri hæðina, honum til ómældrar ánægju.
Nú gat ekkert stoppað manninn.
Hann ýtti á takkann merktan PP og nú birtist púðurkvasti sem
púðraði allt fíniríið. Þvílíkur unaður!
Maðurinn gat varla beðið eftir því að ýta á rauða takkann.
Hann hafði grun um að þar væri ekkert minna en alsælan. -------


Hann vissi að hann var á spítala strax og hann opnaði augun.
Hjúkrunarkona var yfir honum, með glott á andlitinu.
'Hvað skeði? Af hverju er ég hérna? Það síðasta sem ég man er
að ég var á kvennaklósetti!'
'Þú ýttir á einum of marga takka' svaraði hjúkrunarkonan brosandi.
'Rauði takkinn, sem merktur er STT, er sjálfvirkur
túr-tappatogari.
Tippið af þér er undir koddanum þínum'

Minni á að það getur verið sárt að hlusta ekki á konur :smt047
Title: Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
Post by: Belair on September 12, 2008, 19:09:41
(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/107.gif) GÓÐ Hera (http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/169.gif)
Title: Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
Post by: Camaro-Girl on September 12, 2008, 21:37:02
hahahahaha
Title: Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
Post by: SaebTheMan on September 12, 2008, 22:11:29
ouch
Title: Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
Post by: jón ásgeir on September 13, 2008, 10:07:31
ha ha algjör snilld :lol:
Title: Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
Post by: bluetrash on September 14, 2008, 08:50:41
Þessi er frábær en ég viðurkenni að ég klemmdi saman lappirnar þegar ég las endann...