Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jónas Karl on September 12, 2008, 15:10:53
-
Verður æfing í kvöld ef það hengur þurrt, veitir ekki af að nýta dagana sem eftir eru þurrir ! :eek:
-
sammála fyrri ræðumanni! =D>
-
verður allavega ekki æfing í vikunni? miðv. fimmt. eitthvað svoleiðis ?
-
allaveganna ekki á fimmtud þvi þá er borgarholtsskóli með brautina fyrir bíladaga borgo
-
Það er nú spáð helvítis veðurvonsku og vatnsveðri út vikuna og extra mikið á Laugardag! :s Ætlar þetta aldrei að hætta þetta helvíti!
Vona svo innilega að við fáum þessa síðustu keppni og vonandi verður hún bara ekki felld alveg niður!
-
Það er nú spáð helvítis veðurvonsku og vatnsveðri út vikuna og extra mikið á Laugardag! :s Ætlar þetta aldrei að hætta þetta helvíti!
Vona svo innilega að við fáum þessa síðustu keppni og vonandi verður hún bara ekki felld alveg niður!
Fróðir menn hafa sagt mér að það hafi verið keppni kringum 1990 í Nóvember.
Það er greinilega ekki öll von úti ennþá. 8-)
-
Svo bindum við alltaf vissar vonir við global warming :D
-
Já, verst að það skuli fylgja því svona mikill vindur og mikið regn..
-
ttt
æfing í kvöld ???? viðrar vel til æfinga 8-)
-
ttt
æfing í kvöld ???? viðrar vel til æfinga 8-)
jæja
Nú ætla ég að fá að röfla aðeins.
Mér finnst einhvern veignn að margir hérna haldi að það sé hægt að keyra kvartmílu, hvort sem það er keppni eða æfnig, bara þegar þeim hentar. Málið er að það þarf að láta lögreglu vita ef einhver ætlar að keyra á brautini. Svo er líka það að það er farið að dimma uppúr 7 og ekki keyrum við í myrkri ( vonandi að það gerist einhvern daginn).
Svo er það sem maður verður hvað mest pirraður yfir er það að fólk heldur að þeir örfáu sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að við getum keyrt keppni eða æfingar, og þá meina ég að við erum það fá að ég get nánast talið það á fingrum annarar handar. það býður enginn fram hjálp og við keyrum á sömu einstaklingunum allt sumarið.
Og ég veit um dæmi þar sem menn sögðu sig úr helgar og kvöldvinnu til þess að geta hjálpað til og að reyna að seigja mér það að það séu allir svo hrikalega vant við látnir þegar við erum að keyra er ekki að virka. það hlítur að vera einhver sem getur hjálpað.
Hvað ætlið þið að gera næsta sumar þegar ég veit fyrir víst að það verða 3 úr núverandi staffi að keppa og einn sem mun ekki mæta næsta sumar? Ætlið þið bara að hætta að keyra? Það verða einhverjir að bjóða sig fram!
Svo er það að ætlast til þess að halda æfingu klukkan 5 á miðvikudeigi, eins og ákveðin aðili spurði mig að, er bara ekkert nema eiginhagsmunarsemi og sjálfselska. Það að fólk haldi það að staffið sé ekki að gera neitt á daginn og geti bara hoppað úr vinnu og skóla klukkan 4 til þess að setja upp fyrir ykkur er bara út í hött. Reyniði frekar að vera þakklát fyrir þessa daga sem þið fáið að keyra og plííís hættiði að röfla um æfingar, þær verða auglýstar og þið sem bíðið endalust eftir æfingum, andskotisti bara til að skrá ykkur í keppni og afsökun á borð við "ég hef aldrey keppt áður" og "ég er ekki kominn með tíma á bílinn" eru bara heimskulegar, miklu skemmtilegara að keppa heldur en að vera á æfingu, það skiptir engu fjandans máli þótt þið vinnið eða tapið.
Bjóðið ykkur fram í staff og verið þakklát og ánægð fyrir að fá að keyra á brautini
Kveðja Jóakim Páll Pálsson
-
sælir félagar.heyr heyr.gott hjá þér.kv.AUÐUNN HERLUFSEN VARAFORMAÐUR
-
:worship:
-
ég er sammála Jóakim.
ps. hvað þarf maður að vera gamall til að geta boðið sig fram í staff.
er það miðað við 18 ára?
kv.
Andrés
-
ég er sammála Jóakim.
ps. hvað þarf maður að vera gamall til að geta boðið sig fram í staff.
er það miðað við 18 ára?
kv.
Andrés
Það er ekkert aldurstakmark í staff. Það hafa 10 ára guttar verið að hjálpa okkur í sjoppu og á pittprentara.
Vanalega metum við getu einstaklinga í ákveðin störf. Þér er velkomið að koma upp á braut í staff.
Við tökum vel á móti öllum.
-
ég er sammála Jóakim.
ps. hvað þarf maður að vera gamall til að geta boðið sig fram í staff.
er það miðað við 18 ára?
kv.
Andrés
það er nú ekkert takmark ;) þú getur bara mætt uppá braut og hjálpað okkur ef þig langar til þess, erum aldrei of margir ;)
-
Málið er kanski það að það eru búið að vera svo fjandi fáar æfingar í sumar miðað við seinustu sumur, hvernig væri nú samt að borga staffi smá pening fyrir að mæta ? Það myndi pottþétt fjölga einhvað, ekki það að ég myndi aldrei taka við þóknun fyrir að hjálpa til í klúbbnum en það er bara þannig í dag að það vilja allir fá einhvað fyrir sína vinnu, það væri hægt að manna vel upp þó það væri kanski ekki nema 2k á kjaft fyrir æfinguna/keppni
og ég veit nú að klúbburinn myndi ekki koma illa útur því.. og plís ekkert hvar hefur þú verið eða vilt þú ekki bara stjórna þessu væl takk :roll:
það þíðir ekki að keyra þetta á nískunni, þetta er orðið það stórt dæmi uppá braut að það þarf að hugsa aðeins lengra í þessum málum með að reyna redda staffi.. spurning um að hækka gjaldið líka fyrir að keyra á keppnum/æfingum næsta sumar til að þetta fari að rúlla aðeins.
en ég er reyndar alveg sammála því að það er ekki að fara gerast að halda kvöld æfingar núna það er byrjað að dimma heelviti snemma.. :wink:
og Kimi þú skilur þetta þegar þú ert komin með bíl og byrjaður að keppa og ert búinn að bæta bílinn að maður verður nooookkuð óþolinmóður að komast uppá braut að prófa :lol:
kveðja
-
tjaah ég get nú ekki verið sammála því að það sé búið að vera lítið af æfingum í sumar miðað við það að við misstum af besta þurra mánuðinum sem var MAÍ sem var skraufa þurr allan tíman, hinsvegar var júni júli og ágúst fínn sept mjög lítið enda búið að rigna ROSALEGA mikið, þannig ástæðan fyrir því að við misstum af svona miklu var útaf þessum blessaða maí mánuði.. enn væri flott að halda æfingu annað kvöld fyrir keppni.
-
ég væri til í að bjóða mig framm í sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn, en ég væri meira til í að mæta fyrir svona 2 þús. í staff fyrir keppni
-
Það er ekki nýska sem hefur haldið aftur af peningagreiðslum til starfsmanna. Þeir sem hafa verið að mæta og vinna hafa hreinlega neitað að taka við peningum klúbbsins. Svo einfalt er það..:)
-
Ég verð nú bara að segja eins og ég sé þetta.
Ég hef aldrei gert neitt fyrir klúbbinn þannig séð, ég er hinsvegar félagsmaður í klúbbnum og áhugamaður um sportið þannig að allt sem maður gerir "fyrir klúbbinn" er maður í raun og veru að gera fyrir sjálfan sig. Ég hef hag í því sem áhugamaður um sportið að haldnar séu keppnir og æfingar og að aðstaðan sé eins góð og hægt er.
-
var hérna áður fyrr að menn sem voru í sjálfboðavinnu árið fengu frían meðlimaaðgang , vísu nú til dags þá væri endurskoðandi trúlega ekki með því ;)
-
Veit að ég hef nefnt þetta einu sinni áður og ég veit að margir eru sammála mér.
ÞAð að æfingar séu lokaðar fyrir aðra meðlimi klúbbsins (sem eru búnnir að borga meðlimagjöld eins og þeir sem keppa) þegar keppni er laugardaginn eftir eru stærstu mistök sem þessi klúbbur hefur gert.
Gott og blessað að þurfa líka að borga 1000kr. fyrir æfinguna sem við fáum svo að mæta á en þetta er bara ekki að virka fyrir okkur sem ekki viljum keppa í þessarri gerin.
t.d. æfing haldin fyrir keppendur, keppni aflíst svo vegna veðurs, aftur reint að hafa kepni næsta laugardag og þá er aftur bara æfing fyrir keppendur, svo ef það er loksins æfing fyrir hina meðlimi klúbbsins þá gæti verið t.d. rigning eða ekkert staff.
Veit að margir segja að ég sé bara vælukjói og allt það en mér persónulega fynst þetta ekki rétt gagnvart okkur hinum sem erum búin að borga meðlimagjöld og fáum aldrei að keira útaf því að við viljum ekki keppa..
Ég persónulega mun ekki borga meðlimagjaldið að ári ef þetta fyrirkomulag heldur áfram.
Ps. Fyrir utan þetta fynst mér þessi klúbbur vera að gera mjög góða hluti.
Mbk. Davíð Sævar Sævarsson
-
Veit að ég hef nefnt þetta einu sinni áður og ég veit að margir eru sammála mér.
ÞAð að æfingar séu lokaðar fyrir aðra meðlimi klúbbsins (sem eru búnnir að borga meðlimagjöld eins og þeir sem keppa) þegar keppni er laugardaginn eftir eru stærstu mistök sem þessi klúbbur hefur gert.
Gott og blessað að þurfa líka að borga 1000kr. fyrir æfinguna sem við fáum svo að mæta á en þetta er bara ekki að virka fyrir okkur sem ekki viljum keppa í þessarri gerin.
t.d. æfing haldin fyrir keppendur, keppni aflíst svo vegna veðurs, aftur reint að hafa kepni næsta laugardag og þá er aftur bara æfing fyrir keppendur, svo ef það er loksins æfing fyrir hina meðlimi klúbbsins þá gæti verið t.d. rigning eða ekkert staff.
Veit að margir segja að ég sé bara vælukjói og allt það en mér persónulega fynst þetta ekki rétt gagnvart okkur hinum sem erum búin að borga meðlimagjöld og fáum aldrei að keira útaf því að við viljum ekki keppa..
Ég persónulega mun ekki borga meðlimagjaldið að ári ef þetta fyrirkomulag heldur áfram.
Ps. Fyrir utan þetta fynst mér þessi klúbbur vera að gera mjög góða hluti.
Mbk. Davíð Sævar Sævarsson
sælir
þetta fyrirkomulag var sett upp af vissum ástæðum
1. það er ekki auðvelt fyrir þá sem sjá um æfingar og keppnishald að halda utanum æfingu og keppni á tvemur dögum, þess vegna var þetta fær yfi á fimmtudag
2. æfingar fyrir þá sem eru að keppa eru til þess að það þufi ekki að taka æfingarferðir á keppnisdag sem tekur allveg góðan klukkutíma
3. lokaðar æfingar fyrir keppenedur voru líka til þess að reyna að fá fleiri keppendur
4. það er of mikið að halda 2 æfingar og keppni í sömu vikuni
annars finnst mér meiga breyta þessu, að keppendur hafi forgang á æfingu en aðrir félagsmenn mættu líka keyra. það skapar bæði auka tekjur fyrir klúbbinn og skemmtun fyrir félagsmenn
kveðja Jóakim Páll
-
Það er ekki of mikið að hafa tvær æfingar og keppnir á viku,það þarf að nýta brautina MIKLU betur og hafa hana
alltaf opna þegar það er gott veður,rukka 2000kr inn og borga staffinu vel fyrir,svo vel að það verði hreinlega ásókn í að
fá að koma og vinna þarna,það er allavega mín skoðun.
-
Auðvitað á að reyna að nýta brautina sem mest, ef það væri mannskapur til þess að sjá um það þá væri hægt að keyra á henni alla daga sem eru þurrir.
Mér finnst ekki að það eigi að fórna æfingum vegna keppnishalds. Ef það væri ekki sama fólkið sem er að sjá um það að halda allar æfingar og keppnir þá væri alveg hægt að halda 2 æfingar í vikunni fyrir keppni.
-
Sammála, í raun ekkert mál að halda 2 æfingar, jafnvel fleiri í hverri viku.. EN.. Alltaf strandar þetta á staffi.
Væri ekkert mál ef t.d. þeir sem mæta á æfingu, mæti með 1 starfsmann með sér.. Málið dautt :)