Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Belair on September 03, 2008, 19:28:31

Title: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: Belair on September 03, 2008, 19:28:31
http://www.youtube.com/v/s94LWNcz2zc&hl=en&fs=1

http://www.visir.is/article/20080903/FRETTIR01/151061537
Quote
Lögreglumaðurinn sem réðst á pilt í apríl síðastliðnum er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns.

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að gefa út ákæru á hendur manninum. Á myndskeiði á vefnum YouTube sést maðurinn taka ungan pilt kverkataki í verslun 10-11 í Grímsbæ. Geir Jón sagði í samtali við Vísi að það væri alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að taka ákvörðun um hvort manninum verði vikið úr starfi.

Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að búið sé að kalla eftir gögnum frá Ríkissaksóknara vegna málsins. Ákvörðun verði tekin um framtíð lögregluþjónsins eftir að búið verður að fara yfir þau gögn.

á hraunið með hann (http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/420.gif)
Title: Re: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: jón ásgeir on September 03, 2008, 20:59:15
frekar sammála þér..hann mætti svo sem kíkja þangað
Title: Re: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: beer on September 03, 2008, 22:05:28
Miðað við skítinn sem þessir strákar í löggunni þurfa að þola þá er ég hissa hvað þeir ná að stilla sig oft á tíðum.
Title: Re: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: Kimii on September 03, 2008, 23:04:34
nú er hið íslenska dómskerfi allgjörlega farið til andskotans.
Title: Re: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: edsel on September 04, 2008, 00:23:38
afhverju gözuðu þeir hann bara ekki niður? :mrgreen: svo er löggan hissa á virðingaleysi í sinn garð :roll:
Title: Re: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: baldur on September 04, 2008, 07:54:32
Þetta eru mennirnir sem eru að berjast fyrir því að fá að nota taser í vinnunni sinni... :roll:
Title: Re: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 04, 2008, 08:04:24
Þetta eru mennirnir sem eru að berjast fyrir því að fá að nota taser í vinnunni sinni... :roll:
Guð hjálpi okkur þá.
Title: Re: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: edsel on September 04, 2008, 16:48:48
Þetta eru mennirnir sem eru að berjast fyrir því að fá að nota taser í vinnunni sinni... :roll:
Guð hjálpi okkur þá.
þá verður önnurhver manneskja með rafbrunasár eftir lögguna, eða ''laganaverði,,
Title: Re: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: Racer on September 04, 2008, 20:00:03
mér þætti það nú sýna að dómskerfið virkar ef þessi maður fengi dóm á sig!

ef opinber starfsmaður brýtur af sér í starfi þá getur hann fengið fjársekt eða allt að 6 ára fangelsidóm  :-k
Title: Re: Ákærð 10-11 lögga enn við störf
Post by: Hera on September 08, 2008, 10:06:14
Lámark að manninum sé vikið tímabundið úr starfi á meðan á ransókn málsins stendur :!:

En sorglegt að sjá laganna verði haga sér svona við ungling sem ekki er að gera neitt sem réttlætir valdbeitingu á því stigi sem löggi ræðst á hann.