Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on September 03, 2008, 15:14:07

Title: 1965 Malibu blæju "Geiri á Goldfinger"
Post by: Moli on September 03, 2008, 15:14:07
Á einhver myndir af þessum Malibu? eða er vitað í hvernig standi hann er í dag?
Title: Re: 1966 Malibu blæju "Geiri á Goldfinger"
Post by: Ramcharger on September 03, 2008, 16:39:24
Man ekki betur en að þessi malli sé "65 :???:
Var að mig minnir fyrst hvítur svo gulur.
Endilega leiðréttið ef rangt er með farið :wink:
Title: Re: 1965 Malibu blæju "Geiri á Goldfinger"
Post by: Rexinn on September 04, 2008, 16:12:29
Hann er í uppgerð þessi bíll verið að panta í hann það sem vantar. Það á að sansa hann all verulega að mér skilst á Geira sjálfum.
Title: Re: 1965 Malibu blæju "Geiri á Goldfinger"
Post by: reypet on October 01, 2008, 14:10:10
Pétur Maack bifvélavirki í Kópavogi átti þennan bíl lengi, hann keypti hann á uppboði hjá sýlsumanninum í Hafnfj. um 1977-78 held ég. Þá var bíllinn í sínum orginal Chevy mosagræna lit og með hvíta blæju. Kallinn gerði hann upp og málaði hvítann og svoleiðis var lengi. Pétur seldi hann 1993.
Þá keypti hann einhver snillingur sem eyðilagði blæjuna við að reyna litana svarta, svo stóða hann lengi í Skerjafirði og grotnaði niður eða þar til Geiri bjargaði honum.
Það er ánægjulegt að heyra að sé verið að taka hann almennilega í gegn, því þessi bíll er merkilegur það voru eingungis framleiddir um 1200 af 1965 SS blæjum.
En ég ætla að vona að þeir máli hann í orginal litnum og setji á hann hvítu blæjuna sem á að vera á honum og taki af honum þetta ógeðslega "homemade"  drottningar-rassgat sem Geiri og félagar settu á hann.