Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: edsel on August 27, 2008, 22:52:33

Title: no spinn
Post by: edsel on August 27, 2008, 22:52:33
hvað er no spinn eiginlega? hef oft heyrt þetta en aldrei vitað hvað þetta er, er þetta spólvörn eða læsing eða eitthvað annað?
Title: Re: no spinn
Post by: Einar K. Möller on August 27, 2008, 22:56:55
læsing
Title: Re: no spinn
Post by: baldur on August 27, 2008, 22:58:08
Þetta er svona klunnaleg jeppalæsing. Annað hjólið getur fríhjólað ef það er átakslaust í beygju, og það geta heyrst í þessu allskonar smellir og læti á meðan það gerist. Í átaki eru svo hjólin bara læst.
Title: Re: no spinn
Post by: Dodge on August 27, 2008, 22:58:32
Mjög grófar læsingar sem læsa 100% við minnsta misátak á hjólin.
þarf nánast að setja bílinn í neutral til að hafa læsinguna fría í beyjum.

Skotheldur búnaður en sumum finnst þetta ekki spes til götuaksturs.
Title: Re: no spinn
Post by: Dodge on August 27, 2008, 22:59:27
já SÆLL!!

það stendur ekki á svörum á þessu spjalli :)
Title: Re: no spinn
Post by: Anton Ólafsson on August 27, 2008, 23:55:50
Þetta er svona klunnaleg jeppalæsing. Annað hjólið getur fríhjólað ef það er átakslaust í beygju, og það geta heyrst í þessu allskonar smellir og læti á meðan það gerist. Í átaki eru svo hjólin bara læst.

Þetta eru nú fínar læsingar í ölvagna og smellirnir eru ekki miklir,
Title: Re: no spinn
Post by: Gustur RS on August 28, 2008, 11:51:13

Þetta eru nú fínar læsingar í ölvagna og smellirnir eru ekki miklir,

Er no spinn í þínum og þess vegna voru svona smellir þegar U begjan var tekin á spyrnunni á bíladögum ???
Title: Re: no spinn
Post by: edsel on August 28, 2008, 12:46:18
er hægt að nota þetta í hvaða bíl sem er? langar að fá mér læsingu í afturdrifið á Dodge inum hj mér þegar ég kemst með hann til þess að taka hann í gegn hvenar sem það verður, en á þesum RamCharger jeppum, er svakalegt mál að skifta um hjöruliðs kross að framan?
Title: Re: no spinn
Post by: jeepcj7 on August 28, 2008, 23:00:35
Vanir menn voru ca.15 mínutur að skipta um framöxul á torfærukeppnum ef ekki lá mikið á.
Fyrsta skiptið er örugglega minnst 3 tímar ef þú hefur einhverja viðgerðarkunnáttu og verfærin sem þarf.
Title: Re: no spinn
Post by: edsel on August 28, 2008, 23:29:33
til þess að skifta um framöxul eða mismunadrifshjólin?
Title: Re: no spinn
Post by: 1965 Chevy II on August 28, 2008, 23:37:53
Ég er með no-spin/detroit locker í Trans Am-inum og þetta er eðalbúnaður og ég verð ekki var við einn einasta smell
en það er varasamt að gefa hressilega inn í beygjum.
Title: Re: no spinn
Post by: Anton Ólafsson on August 29, 2008, 02:16:50

Þetta eru nú fínar læsingar í ölvagna og smellirnir eru ekki miklir,

Er no spinn í þínum og þess vegna voru svona smellir þegar U begjan var tekin á spyrnunni á bíladögum ???

Jebb,, keypti óvart einhverja Race typu af nospin,  er svona extra gróf.
Title: Re: no spinn
Post by: TONI on August 29, 2008, 07:47:24
Mín reynsla er fín af þessum læsingum, sér í lagi eftir að ég lærði að keyra með svona læsingu. Læsir sér í átaki og dettur úr átaki ef þú slærð af sem er mjög gott ef men vilja ná fyrirhugaðari beygju í hálku :wink:. Einhver fjölfræðingur sagð mér að það mætti stilla þessar læsingar hvað varðar hörkuna, þ.e.a.s þá líklega með eða án smella en hef ekkei gert það eða veit ekki neitt um það frekar.
Title: Re: no spinn
Post by: edsel on August 29, 2008, 13:32:36
þannig að þetta eru bara fínar læsingar í jeppa og bíla sem eru notaðir í snjó og hálku, en læsir hún við minnsta átak eins og þegar gefið er snögt í eins og þegar maður ætlar að reykspóla og er að keppa og svoleiðis?
Title: Re: no spinn
Post by: 1965 Chevy II on August 29, 2008, 14:31:06
http://www.eaton.com/EatonCom/ProductsServices/PerformanceProducts/Products/Differentials/DetroitLocker/index.htm
Title: Re: no spinn
Post by: Lindemann on August 31, 2008, 00:05:43
ættir nú frekar að fá þér bara loftlæsingu
Title: Re: no spinn
Post by: edsel on August 31, 2008, 00:36:04
var sagt að það þýddi ekkert að setja loftlæsingu í Chrysler 9 1/4 hásingu, það myndi bara eyðileggjast strax
Title: Re: no spinn
Post by: Heddportun on September 02, 2008, 23:32:38
Það er til softlocker sem er ekki eins gróf og Locker(Nospin)

Ég myndi mæla með TrueTrac læsingunum frá Eaton,þær eru ekki eins hættulegar í hálku og nospin
Title: Re: no spinn
Post by: edsel on September 02, 2008, 23:35:16
TrueTrac, prófa að tjékka á því, en með hvernig læsingu mæliði með í bíl sem er ætluninn að fara eitthvað aðeins útfyrir malbikið og líka til þess að vera með smá spól á og líka í vetrarfærð? hálku og svoleiðis