Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Toffi on August 15, 2008, 22:49:15
-
Sælir strákar (stelpur?)
Ég tók eina spyrnu í sumar upp á braut á æfingu og var að spá í hvað tímablaðið gerir fyrir mig. Þ.e. miðað við tímana hvar bæti ég mig, vantar betra grip? Taka spólvörnina af? osf.
Reaction 1,385, Já ég veit ég var bara ekki tilbúinn og ljósið varð grænt áður en ég byrjaði að slaka á kúplingu.
60FT 2,684
MID MPH 74,26
660 10,191
MPH 94,14
ET 15,426
Miðað við þetta þarf ekki mikið til að koma bílnum í harðkjarnagegnið eða hvað?
Hvað geri ég annars við þessar tölur?
-
Reaction 1,385, Já ég veit ég var bara ekki tilbúinn og ljósið varð grænt áður en ég byrjaði að slaka á kúplingu.
Miðað við þetta þarf ekki mikið til að koma bílnum í harðkjarnagegnið eða hvað?
Hvað geri ég annars við þessar tölur?
Þú getur samt ekki dregið viðbragð frá tíma, tíminn þinn byrjar að telja þegar þú ferð af stað þannig að þú átt smá djobb fyrir höndum til að detta í "harðkjarnagengið" 8-)
Gangi þér annars vel!!
kv
Björgvin
-
Nú ég hélt að það væri við græna ljósið?
Fleirri punktar eru vel þegnir.
-
Reaction byrjar að telja á síðasta gula ljósinu, 500ms seinna kviknar græna ljósið. Reaction undir 0.500 er þjófstart. Klukkan sem tekur tímann á bílnum byrjar að telja þegar að framdekkið fer út úr "stage" geislanum, sem er fremri ljósgeislinn á ráslínu.
2.6 sek er langur 60ft tími og bendir til þess að bíllinn sé ekki að koma niður neinu afli á fyrstu 18 metrunum (60 fetum), til dæmis vegna lélegs grips eða ofvirkrar spólvarnar eða ekki tekið rétt af stað.
Lykillinn að því að ná góðum tíma er að ná góðu starti, og miðað við endahraða og 60ft þá áttu að vera að keyra á svona 14.7-14.9 sek ef þú nærð betra starti, þú átt að geta náð 60ft leikandi niður í 2.3 sek.
Endahraðinn verður ekki fyrir miklum áhrifum af startinu og segir hann mikið meira um afl bílsins heldur en tíminn gerir.
-
Takk fyrir þetta.
Smá hugleiðing samt, ef tíminn fer í gang þegar bíll fer af stað getur það þýtt að kraftminni bíll gæti sigrað kraftmeiri bíl á lakari tíma? þ.e. ef viðbragð þess kraftmeiri er mjög slaft. Eða fer tíminn í gang fyrir báða bílanna þegar sá fyrri rýfur geislann.
-
Tíminn er óháður viðbragði, en sá sem er á undan yfir endalínu sigrar ferðina svo lengi sem hann þjófstartaði ekki eða gerði eitthvað annað til þess að ógilda ferðina. Þetta þýðir að bíll með lakari tíma getur sigrað á viðbragðinu, og er mjög algengt þegar að bilið á milli manna er stutt.