Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Ravenwing on August 12, 2008, 21:26:21

Title: Volvo 240 - Gangtruflanir
Post by: Ravenwing on August 12, 2008, 21:26:21
Sælt veri fólkið.

Mig vantar smá aðstoð við að greina hvað geti verið að hrjá múrsteininn minn (Volvo 240 árg 1991 USA týpa).

Hann byrjaði á að taka smá hökt annaðslagið en það fór úr honum ef maður gaf aðeins inn, svo hefur þetta versnað þannig að núna á hann til að drepa á sér þegar maður slær af eða þarf að stoppa td við gatnamót og þannig.
Mikið hökt í honum en vill stundum lagast á meðan maður er á inngjöfinni en svo byrjar það fljótlega aftur.

Einhver hugmynd hvað þetta gæti verið?

Kveðja
Halldór K
Title: Re: Volvo 240 - Gangtruflanir
Post by: Gizmo on August 12, 2008, 22:57:40
940 bíll pabba lét alveg eins um daginn, soggreinarpakkning var farin við aftasta cylinder.  Gekk ekki hægagang nema með hökti og leiðindum og lagaðist svo um leið og honum var gefið.  Þetta var greinilega bara þreyta í pakkningunni sem gæti alveg veið standard problem í þessum vélum.
Title: Re: Volvo 240 - Gangtruflanir
Post by: Ravenwing on August 12, 2008, 23:23:37
hmm spurning sko, hann er oftast fínn í hægaganginum sjálfum. það er bara þegar hann er að vonna sig niður snúninginn sem hann vill gefa upp öndina og drepa á sér...svo annað sérkennilegt sem hefur komið uppá 2 sinnum núna, ef ég læt hann vera áfram í drive þá rennur hann bara þar til hann stoppar, en ef ég set hann í neutral þá hefur hann 2 sinnum farið í gang aftur...

Drepur bara á sér ef ég er í gír eða reyni að setja hann í gír...ef hann er í park og hægagangi þá verð ég ekki var við neitt vesen.

Kveðja
Halldór K
Title: Re: Volvo 240 - Gangtruflanir
Post by: ADLER on August 13, 2008, 01:14:35
Ég átti volvo sem lét svipað og þessi það sem að honum var bensíndælan (blokkdæla) armurinn á dæluni gaf sig og var eiginlega dottinn í sundur þegar að ég tók dæluna úr.
Title: Re: Volvo 240 - Gangtruflanir
Post by: stigurh on August 13, 2008, 08:08:13
Það er talva sem gefur þér kvóta til að fara eftir. Þig vantar bókina. Haines volvobókina, sem útskýrir allt. Amason.com   
stigurh