Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Ice555 on July 19, 2008, 22:01:12

Title: Team ICE Imprezan keppir í Bretlandi 27. júlí n.k.
Post by: Ice555 on July 19, 2008, 22:01:12
Sunnudaginn 27. júlí n.k. keppa Gulli og Team ICE 555 Imprezan í Bretlandi í keppninni Ten Of The Best 7. Keppt er í kvartmílu, hámarkshraða á braut sem er 1 km og í brautarakstri. Meira um þetta á www.teamice.is
Title: Re: Team ICE Imprezan keppir í Bretlandi 27. júlí n.k.
Post by: baldur on July 20, 2008, 18:19:32
Hámarkshraðakaflinn er 1 míla, ekki 1 km.
Ég hugsa að ég kíki við, er samt ekki alveg bókað. Sé ykkur vonandi líka á Santa Pod helgina eftir ;)
Title: Re: Team ICE Imprezan keppir í Bretlandi 27. júlí n.k.
Post by: Ice555 on July 20, 2008, 22:23:45
Hámarkshraðakaflinn er 1 míla, ekki 1 km.
Ég hugsa að ég kíki við, er samt ekki alveg bókað. Sé ykkur vonandi líka á Santa Pod helgina eftir ;)

Ég talaði í dag við þann sem stjórnar TOTB keppninni og vegalengdin í ár fyrir hámarkshraðann er 1 kílómeter en ekki 1 míla. þetta er því helmingi styttri vegalengd en var síðast.
Það væri gaman að sjá þig. Við verðum líka á Santa Pod á USC 2. og eða 3. ágúst.
Title: Re: Team ICE Imprezan keppir í Bretlandi 27. júlí n.k.
Post by: baldur on July 20, 2008, 22:42:21
Já ok. Þeir voru búnir að stytta úr 1,25 mílu í 1 mílu, og núna stytta þeir aftur? Nú hef ég ekki ekið þessa braut en var ekki alveg ágætis bremsukafli þarna þegar þetta var 1 míla?
Title: Re: Team ICE Imprezan keppir í Bretlandi 27. júlí n.k.
Post by: Ice555 on July 21, 2008, 01:00:50
Já ok. Þeir voru búnir að stytta úr 1,25 mílu í 1 mílu, og núna stytta þeir aftur? Nú hef ég ekki ekið þessa braut en var ekki alveg ágætis bremsukafli þarna þegar þetta var 1 míla?
Það var allt í góðu með hann.
Þeim óar e-ð hraðinn sem orðinn var; fleiri og fleiri bílar sem voru að fara á 300+ km hraða.