Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Adam on July 19, 2008, 05:13:50
-
jæja var stoppaður áðan var reyndar stopp og slökkt á bílnum og löggan kom og klippti af honum hann er skoðaður.....þeir settu út á dekkjaslit og svertuð afturljós....hafa þeir grundvöll eða leyfi til að klippa á staðnum??bauð þeim meira að segja að skipta um dekkinn og taka litinn af ljósunum á 15-30mín og þeir hlustuðu ekki!!! bíllinn er skoðaður 09" takk fyrir
-
já það er erfit að vera þú :D
-
(http://www.formuluspjall.is/wbboard/images/smilies/okok.gif)
-
er einhver með vitsamleg svör??þeir virðast alveg gleyma að setja reglugerðir um allt svona á netið nema þeir skýri þær ASDF or some
-
já það er erfit að vera þú :D
ætli þú hafir aldrei lent í þessu????
-
Úff, man nú þegar ég var stoppaður á birdinum fyrr í sumar, með 00 skoðunarmiða og aaaaaalveg slétt afturdekk. Mér var bara bent á það að koma mér í skoðun strax eftir helgi. Höfðu ekki einu sinni fyrir því að líma boðun í skoðun á bílinn.
Greinilega misjafnt skapið í löggunni hér í bænum.
-
Þeir eru bara búnir að bíða eftir að taka þig úr umferð Adam... enda keyriru eins og rass :D
En mér finnst hálf hæpið að þeir megi klippa af þér fyrir þetta, þú ferð bara á stöðina og lætur þá sína þér viðkomandi lagagrein, the burden of proof is on them
-
Umferðarlög 1987 nr. 50
68. gr. [Lögreglu er heimilt hvenær sem er að stöðva ökutæki og skoða ástand þess og hleðslu. Henni er einnig heimilt að skoða upplýsingar sem varðveittar eru í ökurita ökutækis, á ökuritakorti eða með öðrum hætti. Reynist ökutæki ekki vera í lögmæltu ástandi má krefjast þess að það skuli fært til sérstakrar skoðunar.
69. gr. Nú kemur í ljós, að skráningarskylt ökutæki er til hættu fyrir umferðaröryggi eða er eigi fært til skoðunar þegar krafist er, og getur þá löggæslumaður tekið af því skráningarmerki
-
Þeir eru bara búnir að bíða eftir að taka þig úr umferð Adam... enda keyriru eins og rass :D
En mér finnst hálf hæpið að þeir megi klippa af þér fyrir þetta, þú ferð bara á stöðina og lætur þá sína þér viðkomandi lagagrein, the burden of proof is on them
talaði við 2 yfirlöggugúru og báðir voru þeir hissa á starfsaðferðum þessa einstaklings sem er afleysingarmaður að sunnan takk fyrir....en af því að þetta var komið í gegn geta þeir ekkert gert fyrr enn æðsti maður kemur til vinnu (mánudag) og fannst þeim þetta út í hött og þeir sögdu meira að segja að ég væri búin að róast mikið....var mun verri....ég keyri eins og fáviti að mati margra enn þetta er búið að vera daily life fyrir mér frá því ég ók fyrsta ökutæki....ég hef reynt að keyra rólega all the time enn það virkar lítið...hef aldrei valdið tjóni nema 1 time í rétti ekki á ofmiklum hraða eða neinu....reyni yfirleitt að velja stað og stund á réttu augnablikki svo ég minnst hætta sé af mér... auðvitað djöflast allir og það er stór munur hvort þú getir keyrt án þess að valda hættu og svo fífla gang innan um gangandi og aðra mjög nálæga just my 3 cent´s
-
jamm... þessi grein sem belair póstaði dugar allavega ekki
bíllinn nýskoðaður og ekki límdu þeir á hann boðun í skoðun sem er það sem þeir hefðu átt að gera..
-
ábyggilega 2 nýliðar saman sem taka starfið svo alvarlega
-
er ekki lögfræðingur , en íslensklög eru svo breitt túlkunarsvið , og þeir geta rökstud að set boðun í skoðun á nýskoðan bíll með því að hald fram að breytting hafi verið gerðar eftir skoðun,
en minn skoðun er sú meðan að ljósin lýsa upp veginn skitpir ekki máli hvort þau eru svört eða ekki
-
er ekki lögfræðingur , en íslensklög eru svo breitt túlkunarsvið , og þeir geta rökstud að set boðun í skoðun á nýskoðan bíll með því að hald fram að breytting hafi verið gerðar eftir skoðun,
en minn skoðun er sú meðan að ljósin lýsa upp veginn skitpir ekki máli hvort þau eru svört eða ekki
þeir prófuðu aldrei afturljósin það var allan tíman slökkt á þeim.....hann sagði bara að dekkinn væru stórhættuleg sama hvort það væri rigning eður ei .......afhverju eru slikkar sléttir???hmmm fáviti
-
slikkar eru ekki löglegir til allmenna akstur
-
Reyndar eru nú dekk stórhættuleg ef þau eru slitin niður úr munstrinu. Það getur verið annað harðara gúmmí notað í innri lög heldur en notað er í munstrið, og þá er bara sáralítið grip á þurru malbiki.
-
Satt satt, ef maður er á rúntinum á rennisléttum dekkjum þýðir lítið að væla ef löggan setur út á það :) Vertu bara á heilum dekkjum.. Málið dautt :lol:
-
Satt satt, ef maður er á rúntinum á rennisléttum dekkjum þýðir lítið að væla ef löggan setur út á það :) Vertu bara á heilum dekkjum.. Málið dautt :lol:
uhh rwd afturdekk skipt einusinni í viku.....og já það var munstur eftir bara undirslitkubbum sem segja til um slit....er búin að vinna við dekk síðan ég byrjaði að vinna svo ég veit mikið um dekk
-
Löggan hefur heimild til að taka úr umferð þær bifreiðar sem eru til hættu fyrir umferðaröryggi. Að vera á handónýtum dekkjum flokkast klárlega undir það. Þú ættir bara að hætta að væla eins og kelling á breytingarskeiðinu og fara að aka eins og maður. Verst að löggan geti ekki tekið þig alveg úr umferð, þú keyrir eins og hálfviti.
-
:lol:
-
Löggan hefur heimild til að taka úr umferð þær bifreiðar sem eru til hættu fyrir umferðaröryggi. Að vera á handónýtum dekkjum flokkast klárlega undir það. Þú ættir bara að hætta að væla eins og kelling á breytingarskeiðinu og fara að aka eins og maður. Verst að löggan geti ekki tekið þig alveg úr umferð, þú keyrir eins og hálfviti.
ertu bara aumingi eða?? koddu undir nafni ef þú ætlar að vera með eitthvað bull...þú ert lögga sýnist mér........handónytt dekk hver er skilgreining þín á þeim??
-
Samkvæmt reglugerð má dýpt mynsturraufa í hjólbarða ekki vera minni en 1,6 mm
allt undir því ólöglegt
-
ábyggilega 2 nýliðar saman sem taka starfið svo alvarlega
hehe hann er heppinn að þeir drógu ekki upp gasið og gösuðu hann niður :mrgreen:
-
ábyggilega 2 nýliðar saman sem taka starfið svo alvarlega
hehe hann er heppinn að þeir drógu ekki upp gasið og gösuðu hann niður :mrgreen:
já ég spurði hann að því í endan hahahahah hann var ekki sáttur þá
-
á hvaða bíl var þetta?
-
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=31563.0
þessum
-
Klárlega skemmtilegasti bíll á götum Akureyrar!!!
Svo er bara að drifta á HONDUNNI í bakkgír \:D/ \:D/ \:D/
-
Klárlega skemmtilegasti bíll á götum Akureyrar!!!
Svo er bara að drifta á HONDUNNI í bakkgír \:D/ \:D/ \:D/
hóst hóst.
En annars þá er stór hópur lögreglumanna með þráláta standpínu af valdafíkn.
-
Djövul er ég sammála síðasta ræðumanni
-
Djövul er ég sammála síðasta ræðumanni
-
Klárlega skemmtilegasti bíll á götum Akureyrar!!!
Svo er bara að drifta á HONDUNNI í bakkgír \:D/ \:D/ \:D/
hóst hóst.
En annars þá er stór hópur lögreglumanna með þráláta standpínu af valdafíkn.
Hann er nú reyndar frekar lítill hér á akureyri allir frekar fínir kallar......það eru alltaf svartir sauðir.....
-
Ég veit nú ekkert hvernig aksturslag þú stundar en ég held að þessi afklipping hafi verið ólögleg og því ættir þú að kæra þetta. Í fyrsta lagi þá var bíllinn kyrrstæður og má því vera á númerum og í öðru lagi þá er það ekki í verkahring lögrelunnar að meta ástand bílsins. Ef þeir töldu að bíllinn væri hættulegur þá áttu þeir að fara fram á að bíllinn yrði tekinn í skyndiskoðun.
Skiptu um dekk og ljósgler og heimtaðu númerin aftur. Ef þú færð neitun skaltu hiklaust kæra. Það eru alltaf til misjafnir sauðir í mörgu fé og þótt að þessar löggur hafi farið vitlaust að þá er ekki þar með sagt að allar löggur á Akureyri séu svona.
-
ef að ykkur langar að vera keyrandi um á slitnum dekjum ofl veriði þá hérna í eyjum er nú eygin lega sjálfur á handónýtum dekjum og bíllin er eineygður ofl
-
ef að ykkur langar að vera keyrandi um á slitnum dekjum ofl veriði þá hérna í eyjum er nú eygin lega sjálfur á handónýtum dekjum og bíllin er eineygður ofl
þú ert alveg útúr kortinu sko...............ég keyri ekki daglega á slitnum dekkjum þaug slitna bara svona allt í einu og allt verður í reyk og svo eru sett góð dekk aftur undir og leikurinn endutekin
-
Fyrir nokkrum árum lenti frændi minn einn í þessu að hann var stoppaður í miðri ártúnsbrekkunni á pusjó 205 gti með skoðun en svert afturljós og þeir kliftu af honum tafarlaust á staðnum sem var ólöglegt, pabbi hans fór og talaði við aðalvarðstjórann á lögreglustöðinni niðrá hverfisgötu sem baðst afsökunar á hegðun lögreglumannanna, en þeim var einungis heimilt að færa bílinn til skoðunar en ekki að klippa af honum, eftir að frændi minn eldri (pabbinn) átti þennan fund með aðalvarðstjóranum var slegið á puttanna á lögreglumönnunum sem kliftu af bílnum og haldinn fundur til að taka á valdníðslu lögreglumanna gagnvart ungum ökumönnum.
Botnpúnkturinn er sá að einungis mátti skoðunarmaður frá löggildu skoðunarfyritæki fjarlægja skáningarnúmerin eða lögreglan með beðni skoðunarmans EFTIR skoðun ökutækis. Eina heimildin sem lögreglan hafði lögum samkvæmt var að færa ökutækið tafarlaust til skoðunar :)