Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: KiddiJeep on July 18, 2008, 22:16:24

Title: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
Post by: KiddiJeep on July 18, 2008, 22:16:24
Sælir
Ég er hérna með Wrangler, 4.0 línu sexa í honum. Ég fékk þessa vél af partasölu og setti í, en vandamálið er að hún gengur ekki á fjórða sílender. Vélin sem var í honum gekk fínt og það er sama kveikjan í honum, allt frá kveikjubotni út í þræði. Kertin eru ný. Neistinn er góður og kertið er bensínblautt, þjappan mældist um 130 psi sem er svipað og hinir sílendrarnir. Samt gerist bara ekki neitt á þessum sílender. Ef ég kippi þræðinum af kertinu þá breytist gangurinn alls ekki neitt, það er bara sami sláttuvélargangurinn sem áður... það er bein innspýting í þessu, einn spíss á hvern sílender.
Getur verið að ventill sé fastur, nú er þetta mótor sem er búinn að standa eitthvað...???
Title: Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
Post by: BMG on July 18, 2008, 22:29:32
prufaðu að víxla tveim kertum til að útiloka að kertið sé ónýtt, stundum virka kertin ekki undir þrýsting.
Efast um að ventill sé fastur, það myndi eitthvað gefa sig.
Title: Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
Post by: KiddiJeep on July 18, 2008, 23:03:53
Hann lét svona í gærkvöldi, þá voru eldri kerti í honum, samt ekkert mjög gömul. Í dag setti ég ný eftir að hafa gengið úr skugga um að hann væri að þjappa og ekkert breyttist :(
Title: Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
Post by: Belair on July 19, 2008, 00:22:00
kvað bensinsiuna búinn að skipta um hana  :mrgreen:
Title: Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
Post by: cv 327 on July 19, 2008, 02:28:50
Er ekki spíss á nr. 4 bara eitthvað bilaður, eða notaðir þú innspítinguna og það kerfi úr gömlu vélinni?
Title: Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
Post by: Gizmo on July 22, 2008, 12:09:52
Ef þú ert pottþéttur á að það komi neisti, og spíssinn er að gefa þá myndi ég veðja á soggreinarpakkningu, en þá ætti hann reyndar að byrja að ganga á þessum cyl við meiri snúning ss 2-3000 rpm.
Title: Re: Gengur ekki á öllum, hvað er að???
Post by: Grill on July 22, 2008, 19:50:26
ertu pottþéttur á að það sé engin hætta á að þú hafir víxlað kertaþráðum?