Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Valli Djöfull on July 17, 2008, 12:40:29

Title: Æfing, könnun!!!!
Post by: Valli Djöfull on July 17, 2008, 12:40:29
Jæja, var beðinn að henda þessu upp..   hvað segja menn?
Title: Re: Æfing, könnun!!!!
Post by: MR.B00M on July 17, 2008, 14:38:44
Þetta verður vonandi ekki á laugardag þar sem nóg er að gerast í sportinu þann dag,sem dæmi má nefna er sandspyrna,torfæra og leikdagur á rallykrossbrautinni .Ég mæli með föstudagskvöldi.
Title: Re: Æfing, könnun!!!!
Post by: Jón Þór Bjarnason on July 17, 2008, 21:31:21
Hvaða máli skiptir það hvaða dagur er fyrir valinu.
Þetta er bara æfing en ekki keppni til íslandsmeistara.
Það eru ekki allir sem fara norður eða í drift.
Við eigum braut sem þarf að reka þegar veður leyfir.
Title: Re: Æfing, könnun!!!!
Post by: Kiddi on July 17, 2008, 23:07:13
Hvaða máli skiptir það hvaða dagur er fyrir valinu.

Jú... Laugardagarnir eru bestu dagarnir til æfinga!
Meiri tími til æfinga og betri skilyrði eftir hádegi heldur en í röku lofti að kvöldi til líkt og á föstudagsæfingum.
Title: Re: Æfing, könnun!!!!
Post by: 1965 Chevy II on July 21, 2008, 18:01:15
Hvaða máli skiptir það hvaða dagur er fyrir valinu.
Þetta er bara æfing en ekki keppni til íslandsmeistara.
Það eru ekki allir sem fara norður eða í drift.
Við eigum braut sem þarf að reka þegar veður leyfir.
=D> vel mælt.