Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: firebird400 on July 13, 2008, 12:47:29
-
Ég er búinn að fá nóg af því að reyna að finna út hvað er að hrella firebirdinn hjá mér.
Það er einhvað í rafmagninu eða kveikjunni sem ekki fúnkerar.
Vantar einhvern klárann til að grúska í þessu.
Ekkert mál að greiða fyrir greiðann að sjálfsögðu.
Aggi í síma 6969468
-
lýsing segðu okkur hvað er málið :?: :D og ps er hann ekki orðinn flottari en allt í dag :?:
-
Heyrðu hann hefur lítið breyst útlitlega, á bara að vera farinn að virka almennilega nema hvað að hann vill ekki í gang :mad:
Málið er að hann fór í gang en byrjaði svo að ganga illa, og loks steinhætti hann bara að ganga.
Hann fær engann neista, það er búið að skipta um box og háspennukefli og það breytti engu, vandamálið er annaðhvort í kveikjunni sjálfri eða ég hef einhvað verið of grófur í því að grysja lúmið í honum.
Ég er bara orðinn hundleiður á honum og hann fer aldrei á götuna með þessu áframhaldi, vantar einhvern til að grúska í honum svo maður geti farið að hafa gaman af þessu aftur.
Annars setti ég nýja vél í hann, tók grindina og fjöðrunina í gegn, já og stýrisbúnaðinn. Þetta verður vonandi ögn ökuvænna núna hehe
Þið sem kunnið á þetta og hafið gaman af eigið bara eftir að hafa gaman af því að kíkja í skúrinn hjá mér og pota einhvað í hann, vitið þið til, það er heitt á könnunni :wink:
-
Sæll Aggi,
hvernig box og kefli ertu með?
Er pottþéttur geymirinn?
Gott að að prufa að hafa annan bíl í gangi með kapla á milli til að prufa hvort nægur straumur sé til staðar.
-
er nýr knastás :?:og ekki rúllu ás :?:
-
Geymirinn er solid og jú það er allt nýtt og allt rúllu í vélinni
-
http://msdignition.com/1troub1.htm
-
eg held að buinn útloka þetta , EN ef ekki
ertu buinn að skoða allar bensinsiur og laggnir :)
tala ekki um kertin :mrgreen:
-
Númer 1,2 og 3 vertu alveg viss um að msd dótið sé með 100% gott jarðsamband ekki einhver boddýskrúfudrusla í gegnum eitthvað eða svoleiðis shitt.
Gangi þér vel með glæsilegan bíl.
-
er hann ekki bara bensínlaus he he he :D það getur ekkert annað verið að svona flottum bíll af GM teg :D
-
Halló :roll: það kemur enginn neisti,kveikjukerfið er ekki bensíndrifið. :P
-
sveiflusjá á kveikjumerkið og bókað bing bara búmm ekkert að koma þaðann
-
Það væri gott start að fá að vita hvernig box þú ert með?
-
Þetta er splunkunýtt MSD Digital 6 Plus sem ég skipti út fyrir annað slíkt, hélt að ég væri búinn að einangra þetta við boxið og keypti annað :mad:
Þannig að ég á orðið tvö góð Digital 6 Plus box bara svona ef einhverjum vantar fínt dót :wink:
Kertin eru eins og allt annað þarna splunkuný og bilið á þeim er rétt.
Háspennukeflið er MSD HVC kefli, toppdót til þess að gera.
Og kveikjan er MSD Pro Billet án vacuum flýtingar.
Er með allt dótið tengt beint á geymi núna (er með þetta allt sundurtætt) til að fá pottþétt gott samband og læt hleðslutækið malla á geyminum allar nætur.
Hann er ekki bensínlaus en ég mun sjá til þess að hann verði það mjög fljótlega eftir að fara í gang :wink:
-
Það er ljós á boxinu sem sýnir hvort það gefur neista (á að blikka einusinni fyrir hvern neista þegar þú startar og loga þegar hann fer í gang)
ef það blikkar þá er vandinn eftir boxið, ef það blikkar ekki þá er pick up vandamál í gangi.
Þú getur prufað boxið með því að svissa á og slá hvíta vírnum í jörð, ef ljósið blikkar við það og kemur neisti þá þarf að skoða pick-upið eða tengingar,
magnetic pickup unitin geta klikkað, svo er möguleiki ef þetta er hei kveikja að ekki hafi verið tengt rétt miðað við hvernig module er í kveikjunni, skoða það mál og renna vel yfir teikningarnar, sum module þurfa líka eitthvað auka module sem er gefið upp í hei tengingar leiðbeiningunum.
Þú ert ekki með nein aukabox er það? timing cumputer eða retard box eða neitt slíkt?
-
Hvar er annars keflið staðsett hjá þér?
-
Aggi byrjaðu á að taka vírinn sem kemur frá háspennukeflinu úr sambandi við kveikjuna og setja skrúfjárn í og láta það liggja nálægt milliheddinu 1cm ca og gera þetta test:
http://msdignition.com/1troub1.htm
Ertu með crank trigger?
-
Ég er ekki með Crank Trigger
Og veit að ég get alveg fundið út úr þessu sjálfur, er bara ekki að nenna því, er kominn með leið á að vinna í honum,
Þess vegna ætlaði ég bara að fá einhvern annann til að sinna þessu.
Ef ég fæ ekki neinn til að gera þetta fyrir mig þá fer ég bara í þetta einhverntíman þegar ég hef fengið áhugann aftur, hvort það verður næsta sumar eða sumarið á eftir það verður bara að koma í ljós.
Það er bara dónaskapur að neita að fara í gang þegar maður er búinn að eyða svona miklum tíma og peningum í helv bílinn :lol:
-
heir heir =D>
-
Jæja pantaði meira dót í bílinn svo það er aldrei að vita nema að maður fari að nenna að sinna honum einhvað á næstunni :lol:
-
koma..... deila með hopnum :D
nyhan motor :?: nei má eg giska nytt kveikjukerfi :mrgreen: \:D/
-
Hehe það er nýja vélin sem fer ekki í gang :wink:
-
Aggi... fá sér Ford! :lol:
-
Fá sér HEI kveikju bara, 1 vír...
-
Fá sér HEI kveikju bara, 1 vír...
X2
-
Fá sér HEI kveikju bara, 1 vír...
Uhhh nei :lol: Hann er með nýja MSD pro billet kveikju :!:
-
Fá sér HEI kveikju bara, 1 vír...
X2
Biðst afsökunar á fyrri pósti.
Þegar menn eru að biðja um aðstoð, þá er kanski ekki rétta leiðin að að benda á eitthvað annað en það sem þeir hafa í höndunum, eða eru að spyrja um.
Ég þekki bara ekki neitt inn á MSD, þannig að litla hjálp er að fá frá mér.
þó reynist mér oft vel í málum sem maður er kominn í strand með, að byrja upp á nýtt og skoða vel, t.d. teikningar sem fylgja með, eða tengingar o.s.fr.
Oftar en ekki, er einhver smá, jafnvel klaufaleg yfirsjón, sem kemur í ljós.
Allavega, þá hlítur einhver MSD reynslubolti, að geta aðstoðað, ef þú finnur þetta ekki út sjálfur.
Kv. Gunnar B.
-
Blessaður, þetta er nákvæmlega sama stöffið og ég er með í mínum, ég er á Mallorca til miðvikudags og hefði bara gaman að því að klappa þessu með þér ef þú vilt á fimmtudag eða föstudaginn.
Þetta hlýtur að vera einhver óskaplega einföld yfirsjón hjá þér úr því að ég gat föndrað þetta í í fyrstu atrennu.. :roll:
Kv, Bjarni
PS NEI, maður tekur ekki Pro Billet og Digital6 úr til að setja einhverja 30 ára hálfónýta HEI kveikju í. Þetta er steisjon búnaður sem gamla dótið á ekki séns í.
-
Jæja þá er stuffið komið sem ég pantaði í kveikjuna \:D/
Nú er bara að koma sér út í skúr og græja þetta saman, öllum velkomið að kíkja í heimsókn auðvitað, en mig grunar að ég fari að fá NENN bráðum og nenni að sinna þessa :lol:
OG NEI Moli, ég er ekki að fara að fá mér Ford, nema kannski Harley Pick-Up til að draga einhvað að fínu dóti í framtíðinni :wink:
-
Jæja græjan dottin í gang, hver veit nema að maður fari að láta sjá sig á rúntinum á næstunni.
Stefni á að verða klár fyrir ljósanótt
Munum bara að fjölmenna með græjurnar okkar í keflavíkinni :wink:
-
Jæja græjan dottin í gang, hver veit nema að maður fari að láta sjá sig á rúntinum á næstunni.
Stefni á að verða klár fyrir ljósanótt
Munum bara að fjölmenna með græjurnar okkar í keflavíkinni :wink:
Snilld að hann sé kominn í gang og það verður gaman að sjá þig á rúntinum, en hvað var að??
-
Aggi það er Míla um helgina bara að hrækja þessu saman og koma og taka tíma.Kv Árni
-
Nei nei núna ætla ég að hjóla á Dalvík, fiskidagar :wink:
Ætlar þú að vera með á grænu græjunni :D
Það var lítill segul pick-up inn í kveikjunni sem var bilaður, og núna er sennilega ónýtur rafgeymir, og þar sem það er hellings mál að taka geymirinn úr honum núna og slatti að lausum endum sem þarf að græja þá held ég að ljósanótt sé alveg nógu stíft deadline :D
Og ef bíllinn klárast ekki þá mætir maður bara á hjólinu enn eitt árið :wink: