Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Valli Djöfull on July 12, 2008, 03:12:11
-
Ég sagði mig úr stjórn fyrir 3 dögum eða svo vegna anna. Ég því miður hef ekki tíma til að sinna mínu starfi í stjórn eins vel og ég hefði viljað svo ég ákvað að segja mig úr stjórn svo næsti varamaður komist inn. Axel var búinn að segja sig úr stjórn einu degi eða svo á undan mér og kom Kiddi J inn fyrir hann. Axel var einnig með of mikið á sinni könnu til að geta sinnt þessu. En næsti varamaður er Sigurjón Andersen. Svo ég býst við að hann detti inn í stjórn þar sem hann er jú varamaður :)
En allavega, ég vildi bara að það vissu allir af þessu málum.
Ég er ekki í neinni fílu útí neinn eða neitt vesen. Bara of mikið að gera, en ég mæti klárlega á öll event sem ég mögulega kemst á. Ég mæti á keppni á morgun og eins og síðustu ár, vonandi á allar æfingar, keppnir og vinnudaga. 8-)
Takk fyrir mig..
Valbjörn
-
(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/161.gif)
takk fyrir gott starf (http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/420.gif)
-
:smt089 sorglegt, en það er víst bara þannig að fólk hefur ekki tíma til að vera í fullri vinnu fyrir klúbbinn.
Það er ekkert lítið sem þið hafið gert síðustu 2 árin sem ég hef fylgst náið með og segi bara takk fyrir þitt framlag Valli minn.
Veit að þú ert ekki alveg farin og verður þarna í vinnu áfram þrátt fyrir að vera ekki í stjórn :!:
-
vertu velkomin Norður :D
-
Valli hefur alltaf verið duglegur og jákvæður, maður kemur í manns stað, vonandi að hann verði jafn öflugur og Valli var.
Takk fyrir vel unnin störf Valli. =D>
-
vertu velkomin Norður :D
Hann er ekkert á leiðinni norður strax ! :evil:
-
he he mátti reina :D okkur vantar einn svona duglegan :Den hann er búinn að standa sig sem hetja og við þökkum honum vel fyrir og vonum að hann geti haldið þessu áfram =D> ef hann og Baldur væru ekki í kk værum við í vondum málum :-k
-
takk fyrir vel unnin störf, ætli þetta hefði gengið mikið án þín uppá síðskastið =D>
-
Takk fyrir þitt framlag til K.K. þú hefur staðið þig mjög vel og er eftirsjá af þér. Mín skoðun er sú að þeir sem eru í stjórn eiga ekki endilega að vera vinnudýr fyrir K.K. frekar en aðrir meðlimir. Stjórnin er aðalega til að stjórna málunum. Allir meðlimir sem geta og hafa tíma aflögu geta lagt eitthvað af mörkum fyrir K.K. Það er bara ekki rétt að gera þá kröfu á stjórnina að þeir skuli sjá um alla vinnu.
kv. Gretar F.
-
Takk fyrir þitt framlag til K.K. þú hefur staðið þig mjög vel og er eftirsjá af þér. Mín skoðun er sú að þeir sem eru í stjórn eiga ekki endilega að vera vinnudýr fyrir K.K. frekar en aðrir meðlimir. Stjórnin er aðalega til að stjórna málunum. Allir meðlimir sem geta og hafa tíma aflögu geta lagt eitthvað af mörkum fyrir K.K. Það er bara ekki rétt að gera þá kröfu á stjórnina að þeir skuli sjá um alla vinnu.
kv. Gretar F.
En því miður lendir flest allt á stjórninni þegar það er erftitt að fá sjálfboðaliða til að mæta.