Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: maxel on June 29, 2008, 15:07:56

Title: Trans Am
Post by: maxel on June 29, 2008, 15:07:56
Eru til fleiri myndir af þessum? Og info um vél?
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/firebird_transam_82_92/HK_Racing_TransAm.jpg)
Title: Re: Trans Am
Post by: Moli on June 29, 2008, 15:54:48
Það var í honum 350sbc og 350 skiping, Gulli (Gaulzi) átti hann á eftir Himma (HK Racing) en Gulli seldi hann nýlega, var þá orðin frekar dapur.
Title: Re: Trans Am
Post by: maxel on June 29, 2008, 15:56:20
Það var í honum 350sbc og 350 skiping, Gulli (Gaulzi) átti hann á eftir Himma (HK Racing) en Gulli seldi hann nýlega, var þá orðin frekar dapur.
Hmm ok, hvernig er samt með kram, er þetta breytt 350?
Title: Re: Trans Am
Post by: Moli on June 29, 2008, 18:15:37
Bara veit það ekki!  :-k
Title: Re: Trans Am
Post by: maxel on June 29, 2008, 18:16:33
Bara veit það ekki!  :-k
Ok ;) takk samt fyrir info
Title: Re: Trans Am
Post by: HK RACING2 on June 29, 2008, 22:11:42
Synd að sjá hvernig hann er orðinn,ég fæ hann frá Egilstöðum frekar dasaðan og tek hann hressilega í gegn,sel hann og þar gerist ekkert nema að hann stendur úti með opna glugga,þessi mynd af honum er ekki nema þriggja ára gömul.
Title: Re: Trans Am
Post by: maxel on June 29, 2008, 22:31:30
Synd að sjá hvernig hann er orðinn,ég fæ hann frá Egilstöðum frekar dasaðan og tek hann hressilega í gegn,sel hann og þar gerist ekkert nema að hann stendur úti með opna glugga,þessi mynd af honum er ekki nema þriggja ára gömul.
Ömurlegt að heyra, var að fá myndir frá eigandanum, er að hugsa um að kaupann, vantar samt hluta af innréttingu frá fyrri eiganda segir núverandi eigandi. Ætla að sjá hvort hann sé of mikið fyrir mig,
ég nenni ekki að standa í einhverri rosa uppgerð. Það þarf allavega að skipta um h/f bretti og grillið í það vantar, einnig aftari boddíkittið hægra megin. Þar sem mér sýnist bíllinn þurfa sprautun væri hægt að punkta í þennan grunn og hugsanlega skítamixa brettið þangað til einhver skellti honum í sprautun. Einnig myndi ég mála ljósin.
Ætla að kíkja á hann á morgun. Veistu eitthvað um þessa 350cid sbc sem er í honum?

Annars, hér eru myndirnar.
(http://i29.tinypic.com/5oi2iq.jpg)
(http://i30.tinypic.com/2u4nepy.jpg)
(http://i29.tinypic.com/1670eow.jpg)
(http://i30.tinypic.com/fk4bq8.jpg)
(http://i32.tinypic.com/2i09n3k.jpg)

Title: Re: Trans Am
Post by: Racer on June 29, 2008, 22:39:18
Gaulzi ætlaði líka að taka innréttinguna í gegn sem útskýrir kannski skort á einhverju , ég fékk til dæmis ónýtt hurðaspjöld hjá honum sem ég man ekkert hvað ég gerði svo við.. trúlega einhver staðar í dótinu mínu.
Title: Re: Trans Am
Post by: maxel on June 29, 2008, 22:41:58
Er ekki algjört vesen að fá innréttingu í þessa bíla... sérstaklega svarta..
Title: Re: Trans Am
Post by: Racer on June 29, 2008, 22:50:40
veseni er nú bara brot á þessu.. kostnaður að fá þetta nýtt er stærri parturinn  #-o
Title: Re: Trans Am
Post by: maxel on June 29, 2008, 23:08:40
veseni er nú bara brot á þessu.. kostnaður að fá þetta nýtt er stærri parturinn  #-o
Ég er ekki að fara fá þetta nýtt :!:
Var helst að vona að ég gæti safnað saman hlutunum í innréttinguna frá fyrrir eigendum og úr partabílum ef ég tæki hann.

Svo þarf að klára rafkerfið í vélina. Hilmar, var bíllinn með þessari vél í þinni eigu?