Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Kimii on June 25, 2008, 16:32:19

Title: Flokkar
Post by: Kimii on June 25, 2008, 16:32:19
sælir félagar

ég er að spá í hvaða flokk bláa chevellan sem kom upp á braut á þriðjudagskvöldið myndi fara í ?

einhver snjall kumpáni sem gæti bent mér á það?

smá infó

Edelbrock Victor Jr. High Rise ál millihedd
 3" tvöfalt pútstkerfi
Chrome Big Block ventlalok
March Performance pulley kerfi
K&N lofthreinsari
Griffin ál vatnskassi
TH-400 skipting
MSD Distributor,
MSD Ignition Box,
MSD Spark Plug Wires,
MSD High Performance Coil Pack,
Demon blöndungur m/ Dual Pumper,
GM Performance Parts ál hedd
Hurst Line Lock Brakes,
Weld Wheels m/slikkum
4" Cowl Húdd
Fiberglass Framendi
12 bolta hásing
Posi-Traction
Trans Brake

þá er bara spurning um að fá einhvern reglusérfræðing til að hjálpa manni við þetta

kveðja Jóakim
Title: Re: Flokkar
Post by: 429Cobra on June 25, 2008, 17:07:49
Sælir félagar. :)

Sæll Jóakim.

Er eitthvað búið að breyta hjólskálum, grind eða gólfi í bílnum.

Kv.
Hálfdán.
Title: Re: Flokkar
Post by: Kimii on June 25, 2008, 17:22:55
sæll Hálfdán

það hafa ekki verið gerðar breytingar á gólfi og grind að okkar hálfu og fyrri eigandi sagði ekkert um það en hinsvegar held ég að það séu komnar hjólaskálar á hann en er ekki alveg viss. kíkí á það í kvöld þegar að ég hitti hann :D

kveðja Jóakim
Title: Re: Flokkar
Post by: 429Cobra on June 25, 2008, 17:38:22
Sælir félagar. :)

Sæll Jóakim.

Ég myndi giska á GF/Flokk. :idea:

Kv.
Hálfdán.
Title: Re: Flokkar
Post by: Kimii on June 25, 2008, 21:51:09
engar hjólaskálar ;)
Title: Re: Flokkar
Post by: 429Cobra on June 25, 2008, 21:54:18
Sælir félagar. :shock:

Sæll Aftur Jóakim.

Er ekki búið að "tubba" bílinn. :?:

Eða er gólfið á honum alveg óhreyft að aftan. :?:

Ef svo er þá getur þú valið um MS/ SE/ og GF/flokka.

 
Title: Re: Flokkar
Post by: Kiddi on June 25, 2008, 23:33:42
Þetta fer einnig eftir þyngd bílsins og dekkjastærð :!:
Title: Re: Flokkar
Post by: Kristján Skjóldal on June 25, 2008, 23:35:20
sem er hvað :?:
Title: Re: Flokkar
Post by: 1965 Chevy II on June 25, 2008, 23:41:18
Sælir,þessi bíll er með plast samstæðu og fer þar af leiðandi í GF.
Title: Re: Flokkar
Post by: 429Cobra on June 26, 2008, 00:08:04
Sælir félagar. :)

Takk Frikki, þetta var eimnitt eitt af því sem ég var að fiska eftir. :!:

Og þú hefur rétt fyrir þér að GF/ er flokkurinn fyrir hann. 8-)

Title: Re: Flokkar
Post by: Kimii on June 26, 2008, 00:22:52
var að tala við Stjána Finnbjörns og Auðunn og þeir sögðu mér að ég gæti sett hann í SE eða MS og mögulega MC ?
Title: Re: Flokkar
Post by: 1965 Chevy II on June 26, 2008, 00:30:33
Sæll,þá þurfa þeir að læra reglurnar betur. :wink:
Title: Re: Flokkar
Post by: Kimii on June 26, 2008, 00:34:27
hvað er það samt sem gerir hann óhæfan fyrir SE?
Title: Re: Flokkar
Post by: 1965 Chevy II on June 26, 2008, 00:38:48
Það er plast framendinn sem þú taldir upp í lýsingunni.Svo vantar okkur að vita hvort bíllinn er "többaður",búið að breyta hjólaskálum að aftan,breyta fjöðrun,þyngd á bílnum osfv.

PS fékkstu PM frá mér?
Title: Re: Flokkar
Post by: Kimii on June 26, 2008, 00:43:55
Það er plast framendinn sem þú taldir upp í lýsingunni.Svo vantar okkur að vita hvort bíllinn er "többaður",búið að breyta hjólaskálum að aftan,breyta fjöðrun,þyngd á bílnum osfv.

PS fékkstu PM frá mér?

nóbb ekkert

hann er ekki többaður, hjólaskálar upprunalegar og orginal fjöðrun. þyngd er held ég bara mjög standard

já svo er húddið og stuðarinn fiberglass
Title: Re: Flokkar
Post by: 1965 Chevy II on June 26, 2008, 00:48:00
núúúúúú það er ekki plast framendi :wink:Þá passar hann í SE flokk. =D>
Enda var PM ið á Gilson :oops: :mrgreen:
Title: Re: Flokkar
Post by: 1965 Chevy II on June 26, 2008, 00:54:18
og ef þið setið 28x9" dekk á hann þá kemst hann í MS sýnist mér,sem er klassa flokkur fyrir þennan bíl.
Title: Re: Flokkar
Post by: Gilson on June 26, 2008, 01:03:10
þetta verður gott sumar  :), Team TT heimsækir 11 sec á chevelle og sjá svo hvað bel air getur eftir smá yfirhalningu  8-)
Title: Re: Flokkar
Post by: 429Cobra on June 26, 2008, 01:39:41
Sælir félagar. :)

Já MS/flokkurinn er skemmtilegur og opinn þannig að sem flestir af þessum alvöru götubílum ættu að passa í hann. 8-)
Title: Re: Flokkar
Post by: Kimii on June 26, 2008, 01:47:12
Sælir félagar. :)

Já MS/flokkurinn er skemmtilegur og opinn þannig að sem flestir af þessum alvöru götubílum ættu að passa í hann. 8-)

en með bíl eins og belairin fjólubláa, sem er többaður fer hann bara í GF eða?
Title: Re: Flokkar
Post by: 429Cobra on June 26, 2008, 01:55:09
Sælir félagar. :)

Já hann fer í GF/ eins og málin standa í dag. ](*,)
Það eru reyndar til aðrir flokkar sem að többaður bíll kemst í, en ég sé ekki að það yrði nein keppni ef að hann verður bara einn í flokki.
Þá er miklu skemmtilegra að rúlla með í GF/flokki og skoða hvar maður stendur, já og læra vel á ljósin. :wink:

Title: Re: Flokkar
Post by: 1965 Chevy II on June 26, 2008, 02:01:10
Svo er hægt að smala saman í sekunduflokk/index.
Title: Re: Flokkar
Post by: Kimii on June 26, 2008, 02:11:16
þakka ykkur kærlega fyrir góð svör Frikki og Hálfdán

kveðja Jóakim Páll