Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: einarak on June 21, 2008, 13:27:34
-
Hvar er best að kaupa efni til að klæða toppklæðninguna, hátalaraspjöldin og sólskygnin?
-
her heima veit ekki
en útlöndum
http://www.classicindustries.com/
-
er ekki endilega að leita að nýrri orginal klæðningu, bara í svörtu efni í metravís til að klæða gömlu spjöldin
-
það var nú bara næsta búð sem seldi Plussefni og gardínuefni hér áður fyrr.
-
Prófaðu bólstrarann á Langholtsveginum, hann á allskonar efni.
-
Prófaðu bólstrarann á Langholtsveginum, hann á allskonar efni.
Mæli með honum.
-
Goddi í Kópavogi, gott úrval, gott efni.
Kveðja, Hjörleifur.
-
Ég fékk Auðunn til að klæða topp fyrir mig, Auðun hefur líka gott orðspor á sér, vandvirkur og klikkar ekki :wink:
Auðunn Jónsson bólstrari
Kársnesbraut 55
200 Kópavogur
554 0987
897 6537
-
Goddi í Kópavogi, gott úrval, gott efni.
Kveðja, Hjörleifur.
Ég hef alltaf verslað þarna ef ég hef verið í einhverjum klæðningar æfingum. :)
http://www.goddi.is/
-
Sælir, takk fyrir ábendingarnar,
Ég fór til bólstrarans á Langholtsveginum og fekk þetta fína efni, kemur í 140cm og meterinn á 2500kr, ég keypti tvo metra.
Hérna er ég búinn að bólstra toppklæðninguna og hátalaraspjöldin og er bara hæst ánægður með árangurinn. Ég held satt að segja að þetta hafi örugglega ekkert verið neitt mikið betra þegar þetta var nýtt :lol: Ég á eftir að klæða sólskygnin en þau þurftu aðeins meiri athygli því þau voru hreinlega orðin að dufti fyrir innan klæðninguna :smt078:
Ekki láta blekkjast af kuskinu sem er á efninu, það ryksugast auðveldlega í burtu þegar límið er þornað.
(http://i21.photobucket.com/albums/b279/einarak/bolstrun/IMG_5459.jpg)
(http://i21.photobucket.com/albums/b279/einarak/bolstrun/IMG_5460.jpg)
(http://i21.photobucket.com/albums/b279/einarak/bolstrun/IMG_5461.jpg)
(http://i21.photobucket.com/albums/b279/einarak/bolstrun/IMG_5475.jpg)
(http://i21.photobucket.com/albums/b279/einarak/bolstrun/IMG_5476.jpg)
-
Lekkert hjá þér ...
en.. varð konan ekkert fúl yfir því að þú skyldir taka þvottaklemmurnar hennar..?? :smt036
-
Lekkert hjá þér ...
en.. varð konan ekkert fúl yfir því að þú skyldir taka þvottaklemmurnar hennar..?? :smt036
takk fyrir það,
hún getur bara notað þurkarann rétt á meðan :lol: