Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: SheDevil on June 06, 2008, 02:16:46
-
Datt í hug að kynna mig hér til leiks sem og bílinn minn.
En ég heiti Árdís, og er nú með í skúrnum hjá mér graveyard mustanginn eins og sumir hverjir þekkja hann, fyrrum bíl Valla.
(http://a423.ac-images.myspacecdn.com/images01/57/l_d9730bc639287e803192578e7a76fdf6.jpg)
Hann er jú með 460cid (sem ég veit nánast allt um svo ég þarf ekki fleiri pm um sögu vélarinnar), og stendur hún nú á vélarstand inní skúr fyrir framan nefið á þessum stórkostlega bíl. Ég festi mér hann á föstudaginn síðasta, og ók honum heim. Nú er verið að yfirfara allt og gera og græja svo að hann komist út úr skúrnum sem fyrst, ég er nefnilega ekki mikil áhugamanneskja um stopp bíla.
Það var ekki snyrtilegt að horfa ofaní húddið á honum, sem er nú skiljanlegt eftir þessa setu, en það stendur til bóta þarsem það er búið að vinna niður allt ryð í vélarsalnum og verið að gera klárt fyrir að mála þar ofaní.
Búið er að vinna smávegis detail vinnu útlitslega séð, og einnig verða smávegis viðbætur. En á vélina er að fara ál millihedd og afkastameiri olíudæla, og á hana fara hooker super competition flækjur. Svo verður bara spennandi að sjá hvernig þetta verður þegar vélin er komin ofaní aftur, hvort að ég geti ekki opnað húddið með aðeins meira stolti en hefði annars verið án þessara viðbæta.
(http://a355.ac-images.myspacecdn.com/images01/10/l_fa26f9f771c40823c4d77ff93760fb82.jpg)
En það er eitt sem seint verður hægt að setja útá, og það er innréttingin.
(http://a993.ac-images.myspacecdn.com/images01/99/l_0d9cba91fc37ba015f6e63ff1fc14780.jpg)
En hann á nú eitthvað af ryði þessi elska, og er afturgaflinn nú nánast með öllu horfinn eins og sumir hafa séð. En ég er einnig að vinna í að "lagfæra" gaflinn til tímabundinna saka, svo að það fari ekki meira vatn í skottið á honum, þarsem að þessum bíl verður seint lagt. Þó á hann nú fast bílastæði hér inní skúr 8-)
Það sést nú ekki mikið á þessari mynd hversu ílla gaflinn er farinn, en hér er þó "bossamynd"
(http://a49.ac-images.myspacecdn.com/images01/91/l_66212c642586e29c59b4902e86d18b90.jpg)
Graveyard spoilerinn fann ég í skottinu á honum, og er hann ansi ílla farinn vægast sagt, þeas listaverkið á honum. Sem mér þykir frekar leiðinlegt.
(http://a122.ac-images.myspacecdn.com/images01/65/l_dc4e156b276ec039d21afe39b79d57b9.jpg)
(http://a5.ac-images.myspacecdn.com/images01/62/l_ae094ee8f6828c004d4a82bc9d1ed364.jpg)
-
Nettur bíll, hvað var sett á hann?
-
En hann á nú eitthvað af ryði þessi elska, og er afturgaflinn nú nánast með öllu horfinn eins og sumir hafa séð. En ég er einnig að vinna í að "lagfæra" gaflinn til tímabundinna saka, svo að það fari ekki meira vatn í skottið á honum, þarsem að þessum bíl verður seint lagt. Þó á hann nú fast bílastæði hér inní skúr 8-)
Það sést nú ekki mikið á þessari mynd hversu ílla gaflinn er farinn, en hér er þó "bossamynd"
(http://a49.ac-images.myspacecdn.com/images01/91/l_66212c642586e29c59b4902e86d18b90.jpg)
Sést betur hér hvernig gaflinn er.
(http://farm4.static.flickr.com/3176/2555997988_f392b1ef61.jpg)
(http://farm4.static.flickr.com/3168/2556002580_dec62e9a7a.jpg)
-
Nettur bíll, hvað var sett á hann?
Peninga :lol:
En takk fyrir
-
Nettur bíll, hvað var sett á hann?
Bensín að sjálfsögðu, og nóg af því.
-
til lukku með gripinn 8-)
-
til lukku :D
-
flottur bíll 8-) , til hamingju með hann 8-)
-
Til hamingju með fallegan vagn, og gangi þér sem best með hann.
-
Til hamingju með flottan grip. Man eftir honum þegar hann var uppá holti (á heima í götu fyrir neðan þar sem þessi var) og var settur í gang einstaka sinnum á sumrin. Drunurnar bergmáluðu útum allt og var alveg hrikalega flott sound í honum. Stakk bara alltaf í augun hvað hann grotnaði meira niður með hverjum göngutúrnum sem maður fór framhjá honum.
Virðist ætla að verða breyting á því =D>
-
Til hamingju með bílinn Árdís, mér hefur alltaf fundist þessi flottur, ég reyndi að kaupa hann í kringum árið 2000 þegar hann stóð í hafnarfirði en þá var hann ekki til sölu.
-
Takk fyrir þetta, en jú það er allt á milljón hérna búið að slíta vélina uppúr og búið að vinna niður og stoppa allt ryð, verður gert almenninlega í vetur að ryðlosa að öllu leiti í húddi/vélarsal, en nú er búið að stoppa allt sem var byrjað og lagfæra það sem þurfti að lagfæra þar, og nú var verið að klára að mála. Vélarsalurinn orðinn skínandi eins og vera ber í svona bíl og fallegt að horfa þarna niður, nú vantar bara vélina ofaní sem að fær sennilegast að renna ofaní seint í kvöld eða á morgun, fer eftir hvenær detail vinnan verður búin. Er meira en sátt við þessa græju, það verður bara að segjast. En eins og staðan er núna þá verður aðalmálið að stoppa ryð og vatnsþétta svo að hann missi ekki af sumrinu 2008 =)
-
Ég vissi að stelpan mundi fyrir rest læknast af BMW veikinni og rata á rétta braut !!!! :smt041 Ætli Hálfdán hafi átt einhvern þátt í þessu ? :-k :-"
Til hamingju Árdís með flotta græju sem ég vona að þú njótir vel og lengi. :spol: Og þú veist að það er algerlega bannað að selja svona bíl [-X
-
Till hamingju Árdís með bílinn,vantar alltaf fleiri stúlkur í þetta sport :wink:
-
Ég vissi að stelpan mundi fyrir rest læknast af BMW veikinni og rata á rétta braut !!!! :smt041 Ætli Hálfdán hafi átt einhvern þátt í þessu ? :-k :-"
Til hamingju Árdís með flotta græju sem ég vona að þú njótir vel og lengi. :spol: Og þú veist að það er algerlega bannað að selja svona bíl [-X
Það er alveg arfalangt síðan ég læknaðist af aids .. nei meina bmw.
En þessi della er mér í blóð borin og hef þetta beint frá honum föður mínum enda hefur hann alla tíð verið bílakall mikill ;)
En ég skil ekki þetta comment með hálfdán ?
Og nei .. ekki á döfinni næstu árin að selja þennann ;)
Takk fyrir allir saman, ég er eins hamingjusöm og ein stelpa gerist =)
-
Langar að tékka hvort einhver hérna eigi mynd af listaverkinu á spoilernum á þessum bíl, þá meðan það var heilt.
Langar að mála það uppá nýtt eins og það var, þannig að ef einhver á .. endilega látið mig vita =)
-
Ég vissi að stelpan mundi fyrir rest læknast af BMW veikinni og rata á rétta braut !!!! :smt041 Ætli Hálfdán hafi átt einhvern þátt í þessu ? :-k :-"
Til hamingju Árdís með flotta græju sem ég vona að þú njótir vel og lengi. :spol: Og þú veist að það er algerlega bannað að selja svona bíl [-X
Það er alveg arfalangt síðan ég læknaðist af aids .. nei meina bmw.
En þessi della er mér í blóð borin og hef þetta beint frá honum föður mínum enda hefur hann alla tíð verið bílakall mikill ;)
En ég skil ekki þetta comment með hálfdán ?
Og nei .. ekki á döfinni næstu árin að selja þennann ;)
Takk fyrir allir saman, ég er eins hamingjusöm og ein stelpa gerist =)
Er Hálfdán ekki pabbi þinn??
Annars til hamingju með Mustanginn og gangi þér vel með hann.
-
til hamingju með bílin.....til lukku Árdís :bjor:
merkið gædi kanski verið þessu lígt http://www.carbodydesign.com/archive/2006/06/15-modo-3d-software-ford-designer-szetela/Ford-Logo-by-Chris-Szetela-lg.jpg
-
þú ert svo dugleg sætust vildi að eg hefði eitthvað svona í höndunum til að vinna í ..
-
Buinn að segja það einu sinni áður, þú verður að láta sprauta hann aftur í þessum lit. Geggjaður "aqua" blár. Alveg ótrúlega "vintage" eitthvað 8-)
-
væri forvitnilegt að vita hvað er að gerast með þennan kagga vonandi er einhvað skrið á honum
-
sammála með litinn.. fer honum vel