Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Þórður Helgason on June 03, 2008, 22:15:49
-
VIP passar (armbönd) fyrir alla viðburði á Bíladögum 2008 eru seldir í OLÍS í Álfheimum, OLÍS í Fellabæ, og Ellingsen á Akureyri, og kosta kr. 3.000.- Það jafngildir 25% afslætti á alla burðina, og að auki opnar VIP-passinn leið framhjá biðröðunum í miðasölunni, sem hafa því miður myndast hjá okkur undanfarin ár. Og opnar að auki aðgang að stúkusætum á BurnOutinu og aðgang að nýjum sérsmíðuðum áhorfendapöllum á Götuspyrnunni, hægra megin við ráslínu, þ.e.a.s. á besta stað.
Þetta fyrirkomulag með passana reyndist mjög vel í fyrra.
Verð aðgöngumiða:
14. júní Götuspyrnan, kr. 1.000.- á staðnum.
15. júní Driftið, kr. 1.000.- á staðnum
16. júní BurnOutið kr. 1.000.- á staðnum
17. júní Bílasýningin. kr. 1.000.- á staðnum..
Með von um að sjá ykkur öll í sólinni.
Með kveðju
F.h. Bílaklúbbs Akureyrar
Þórður Helgason
www.ba.is
-
af hverju er verið að teigja þette yfir 4 daga af hverju er ekki hægt að hafa þette allt um helgina ....? :evil:
og getur einhver sagt mér hvað er að ske á kvöldin td böll hljómsveitir....dj
-
af hverju er verið að teigja þette yfir 4 daga af hverju er ekki hægt að hafa þette allt um helgina ....? :evil:
og getur einhver sagt mér hvað er að ske á kvöldin td böll hljómsveitir....dj
Bílasýningin hefur verið á 17. Júní síðan áður en þú fæddist, engin ástæða til að breyta því :wink:
-
Það er einhver tónlistarhátíð í bænum þessa sömu helgi og skotheld dagskrá á öllum skemmtistöðum þar sem þetta er að sjálfsögðu orðið stærra battery en versló á ak.
-
http://www.aimfestival.is/default/page/dagskra
kv
Björgvin
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson skrifaði "Bílasýningin hefur verið á 17. Júní síðan áður en þú fæddist, engin ástæða til að breyta því"
ég veit allavegana um marga sem ætla ekki að vera þarna fram á þriðjudag þannig að þeir missa af sýninguni þannig að það eru færri sem borga sig inn á sýninguna þannig að það er allavegana smá ástæða :roll: og mér finndist dagskráin þéttari ef þetta væri allt á einni helgi . :-k það má nú stundum breita gömlum reglum.
-
rólegur, 4 viðburðir á hvað 3 dögum þá,
eða í rauninni 2 dögum + einu kvöldi á föstudeginum
það yrði soltið sveittur pakki fyrir einn klúbb að halda,
þó að við séum að ræða um Bílaklúbb Akureyrar,
svo reyndar hefur þetta alltaf verið svona að halda sýninguna
á 17. hvernig sem það hefur hitt á vikulega séð 8-)
-
5 viðburðir á 5 dögum.
fös. setning og hóprúntur.
lau. götuspyrna.
sun. drift.
mán. burn-out.
þri. sýning
-
thessi hóprúntur, vaeri í lagi ad koma á hjóli á hann?
-
thessi hóprúntur, vaeri í lagi ad koma á hjóli á hann?
Að sjálfsögðu!!
kv
Björgvin
-
okey, en hvar byrjar hann? myndi langa ad koma á nodrunni minn i ef thad vaeri í lagi