Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Valli Djöfull on May 29, 2008, 18:32:25

Title: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Valli Djöfull on May 29, 2008, 18:32:25
Jæja, enn einn vinnudagurinn til að reyna að koma svæðinu í ökuhæft ástand.
Helst þyrfti vinnuvélar til að slétta út vinstra megin við braut
Smíðavinna í kringum pall
Olía á pall aftur, hann drakk vel í sig síðustu olíu  :shock:
Klára málningarvinnu á húsi, stjórnstöð og fl.

MAYDAY!  ÞAÐ VANTAR SMIÐ!!!  Það VERÐUR að klára að setja hurðinar í á klósettunum..  Er einhver sem treystir sér í það?  Eða getur dregið einhvern smið með sér?

Svo væri ekki verra að fá pípara á svæðið til að skoða málin með vatn inn á húsið þegar það kemur (sem er stutt í) og tengingar við hitakút þar sem við fáum ekki heitt vatn strax.

Svo er ýmislegt annað sem má gera en ég er ekki með allan listann á hreinu..

Ég verð búinn að opna hliðið kl. 9:00 :)
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Gilson on May 29, 2008, 18:36:42
leiðinlegt að vera ekki á svæðinu, En ég verð að fá að klára að klæða stjórnstöðvar borðið og loftið seinna. Gangi ykkur vel og ég vona að það verði fjölmennt  :)
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: RagnarH. on May 29, 2008, 22:58:35
Damn, er bæði smiður og málari (ólærður, en unnið við bæði í langan tíma). Verst að ég er að vinna á laugardaginn. Hefði annars komið og lagt hönd á plóg.
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Jón Þór Bjarnason on May 30, 2008, 00:12:12
Það fer allt eftir því hve miklu við komum í gagn hvort æfingar og keppnishald byrji
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Árný Eva on May 31, 2008, 12:58:10
Það er greinilegt að enginn vill að keppnishald byrji það er 4 manneskjur uppi á braut að vinna og þar af 3 úr stjórninni , djöfull finnst mér þetta lélegt  :shock:

Þó að menn komi og hjálpi kannski bara í klukkutíma þá er það betra en ekkert , allir upp á braut að hjálpa til !
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Einar Birgisson on May 31, 2008, 13:53:21
4 mættir, hvað eru margir skráðir í KK ? hrikalega lélegt að geta ekki unnið pínu fyrir klúbbinn SINN.
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Árný Eva on May 31, 2008, 13:57:02
4 mættir, hvað eru margir skráðir í KK ? hrikalega lélegt að geta ekki unnið pínu fyrir klúbbinn SINN.

Nákvæmlega ! Fólk kvartar yfir að það séu ekki byrjaðar æfingar og keppnir en þeim dettur ekki hug að mæta að reyna að hjálpa til til að flýta fyrir þessu
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on May 31, 2008, 14:19:23
Leiðinlegt að heyra.
Ég hefði mætt en er því miður erlendis  :???:

kv
Guðmundur
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: YES_RLY on May 31, 2008, 14:24:13
Strákurinn hans Grétars (Jón Karl) er pípari.. spurning með að draga hann með.. og svo
get ég sosem verið á þungavél, ef þið reddið vélinni. (er með réttindin)
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 01, 2008, 13:49:01
Þeir sem voru mættir á vinnudag og gerðu eitthvað voru Valli (stjórn) Davíð (stjórn) Nonni (stjórn) Því miður þá er ég búinn að gleyma nafninu á fjórða manninum. Hann má alveg gefa sig fram enda mjög duglegur.

Þar sem ekki náðist að klára það sem þurfti að klára sökum manneklu þá verður ekki keyrt um næstu helgi nema menn verði duglegir og mæti á félagsfund á miðvikudaginn í fyrra fallinu.
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: baldur on June 01, 2008, 14:52:08
Ég mætti nú ekki upp á braut, en ég hef nú samt ekki verið í neinu iðjuleysi. Er kominn langt á leið með að undirbúa tengingarnar og stýringarnar fyrir ljósaskiltin góðu.
(http://www.foo.is/albums/misc/S2010170.sized.jpg)
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Kristján Skjóldal on June 01, 2008, 19:58:37
þetta eru flott skilti eru þaug 2 eða1 :?:
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: baldur on June 01, 2008, 20:04:12
4stk ;)
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Kristján Skjóldal on June 01, 2008, 20:08:00
ok hvar verða þaug sett upp út í enda eða :?:
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: baldur on June 01, 2008, 20:32:20
við 1/8
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: 1965 Chevy II on June 01, 2008, 21:23:08
Sælir,er búið að sækja skiltin og staurana upp í Merkingu?
Ég var nefnilega að heyra að þeir væru orðnir verulega þreyttir á aðgerðarleysi í okkar garð!

Svo er maður frá Skeljungi sem átti að tengja ljósin.

Er búið að steypa fyrir þeim?
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: 1965 Chevy II on June 01, 2008, 21:25:39
Þeir sem voru mættir á vinnudag og gerðu eitthvað voru Valli (stjórn) Davíð (stjórn) Nonni (stjórn) Því miður þá er ég búinn að gleyma nafninu á fjórða manninum. Hann má alveg gefa sig fram enda mjög duglegur.

Þar sem ekki náðist að klára það sem þurfti að klára sökum manneklu þá verður ekki keyrt um næstu helgi nema menn verði duglegir og mæti á félagsfund á miðvikudaginn í fyrra fallinu.
Sæll,hvað er það sem þarf að gera,varla stoppa keppnir/æfingar á málningu á húsinu eða pallaolíu?
 
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Valli Djöfull on June 01, 2008, 21:35:07
Frikki, síðast þegar ég kíkti í Merkingu og spurði hvernig gengi, nú ætti þetta að fara upp..  Þá sögðu þeir mér að þetta væri ekki tilbúið, það væri hellingur sem væri eftir þeirra megin.  Svo ég ákvað að hafa þar af leiðandi engar áhyggjur af plássinu sem þetta tekur.  Enda eru það væntanlega Shell menn sem setja þetta upp, við sækjum þetta ekkert  :wink:

En það er búið að slá upp fyrir steypu og allt að gerast.

En varðandi mætingu á vinnudag varð ég fyrir miklum vonbrygðum.  Það eru svo hrikalega margir í þessum 500 meðlima klúbb sem vilja fá allt fyrir ekkert.  Við fengum ekki jarðýtuna á laugardag eins og við vonuðumst eftir en vonandi fáum við hana á morgun.  Það þarf að jafna út einhverja hóla svo hægt sé að keppa.

Það var JÚ víst nauðsyn að klára þennan pall fyrir keppni.  Það vantaði alveg vegg öðru megin á pallinn og var hátt fall niður fyrir börn.  Svona hlutir einfaldlega þurfa að vera í lagi ef við eigum að leyfa áhorfendum að mæta á keppnir og æfingar.  Það ÞARF að sinna viðhaldi á hlutum sem tengjast ekki brautinni sjálfri ef það á að vera hægt að halda keppnir og æfingar.  Og á meðan mætingin er léleg, frestast allt..  Sem er ekki gott mál..

kv.
Valli (sem er orðinn þreyttur á að sjá c.a. 1% félagsmanna mæta á vinnudaga  :???:)
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Kristján Skjóldal on June 01, 2008, 21:43:51
já góður Valli reindu nú að skamma þessa aumingja sem tala bara og tala og vilja að allt sé klárt fyrir þá þar á meðal ég he he he kveðja af norð :-"
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Valli Djöfull on June 01, 2008, 21:44:42
já góður Valli reindu nú að skamma þessa aumingja sem tala bara og tala og vilja að allt sé klárt fyrir þá þar á meðal ég he he he kveðja af norð :-"
Ég er náttúrulega secretly að vinna fyrir þig, þurftir þú ekki frestun á keppnishaldi í bili?  :lol:
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Kristján Skjóldal on June 01, 2008, 21:50:52
jú jú ekki spurnig að þetta bjargaði málum hjá mér he he  nei ég hefði reddað þessu ef að keppni væri það er nó til að vélum í heiminum  \:D/
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: 1965 Chevy II on June 01, 2008, 22:46:07
Frikki, síðast þegar ég kíkti í Merkingu og spurði hvernig gengi, nú ætti þetta að fara upp..  Þá sögðu þeir mér að þetta væri ekki tilbúið, það væri hellingur sem væri eftir þeirra megin.  Svo ég ákvað að hafa þar af leiðandi engar áhyggjur af plássinu sem þetta tekur.  Enda eru það væntanlega Shell menn sem setja þetta upp, við sækjum þetta ekkert  :wink:

En það er búið að slá upp fyrir steypu og allt að gerast.

En varðandi mætingu á vinnudag varð ég fyrir miklum vonbrygðum.  Það eru svo hrikalega margir í þessum 500 meðlima klúbb sem vilja fá allt fyrir ekkert.  Við fengum ekki jarðýtuna á laugardag eins og við vonuðumst eftir en vonandi fáum við hana á morgun.  Það þarf að jafna út einhverja hóla svo hægt sé að keppa.

Það var JÚ víst nauðsyn að klára þennan pall fyrir keppni.  Það vantaði alveg vegg öðru megin á pallinn og var hátt fall niður fyrir börn.  Svona hlutir einfaldlega þurfa að vera í lagi ef við eigum að leyfa áhorfendum að mæta á keppnir og æfingar.  Það ÞARF að sinna viðhaldi á hlutum sem tengjast ekki brautinni sjálfri ef það á að vera hægt að halda keppnir og æfingar.  Og á meðan mætingin er léleg, frestast allt..  Sem er ekki gott mál..

kv.
Valli (sem er orðinn þreyttur á að sjá c.a. 1% félagsmanna mæta á vinnudaga  :???:)

Sæll,hvað er Baldur þá að gera með skiltið?

Ég held að þið ættuð að ræða við SHELL ég er ekkert svo viss um að þeir ætli að koma þessu til okkar án þess að ég viti það fyrir víst,
mér var sagt í dag að þetta væri löngu tilbúið þarna í Merkingu.Hvenær fórstu síðast ef ég má spyrja?

Já og mál númer eitt,er komið keppnisleyfi?
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Valli Djöfull on June 01, 2008, 23:02:47
Ætli það sé ekki svona mánuður síðan ég talaði við þá..

Þó við setjum skiltið ekki á sinn stað þurfum við samt að koma í gang tengingum við tölvukerfið.  Þetta eru ekki skilti frá Portatree sem þýðir að Baldur þurfi að láta forritið sem við keyrum tímatökur á tala við skiltið.  Hann er að koma því í gang.

Við erum að vinna í þessu málum, ekki hafa áhyggur af því.  Það væri hins vegar gaman að sjá fleiri gera slíkt hið sama..

Við tölum alveg við Merkingu, Shell og fleiri, þú þarft ekkert að sjá um það fyrir okkur  :wink:
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: 1965 Chevy II on June 01, 2008, 23:10:14
Ég var ekki að tala við þá heldur var frændi minn hjá Shell að segja mér þetta og bað mig að ath hvað væri í gangi.

En þú svaraðir ekki með keppnisleyfin eru þau komin?
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Valli Djöfull on June 01, 2008, 23:28:41
Ég var ekki að tala við þá heldur var frændi minn hjá Shell að segja mér þetta og bað mig að ath hvað væri í gangi.

En þú svaraðir ekki með keppnisleyfin eru þau komin?
Get ekki svarað því sem ég ekki veit..:)
Davíð veit meira um þau máll
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: 1965 Chevy II on June 01, 2008, 23:37:24
Ætli það sé ekki þar sem keppnis og æfingar mál stranda frekar en á skjólvegg sem var ekki heldur í allt fyrrasumar :-#
svo væri ekki mikið mál að negla nokkrar fjalir á  og spotta á milli svo börnin slasi sig ekki :roll: :wink:
Er til efni í skjólvegginn?Það var hvergi sjáanlegt á þar síðasta vinnudegi,þá var nóg af mannskap.
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Valli Djöfull on June 02, 2008, 00:39:38
Það þarf MARGT að gera í kringum þetta húsnæði okkar.  Og á meðan við bíðum eftir vinnuvélum er ágætt að nýta tímann í að klára það sem þarf að gera á svæðinu.  T.d. með þennan vegg.  Í fyrra var heilt hús þarna sem er horfið núna.  Svo í fyrra var í raun ekki eins mikil þörf á þessum vegg.  Við erum að gera ýmislegt til að bæta aðstöðuna okkar og ég skil ekki alveg þessar árásir?  :roll:

T.d. þarf að moka öllu út í sjoppunni, þetta er ógeðslegt sem þar er núna.  Við þurfum að líta vel út útávið.  Öðruvísi fáum við ekki peninga í sportið og án peninga gerum við nú lítið.  Ekki vorum við til í að standa þarna fjórir og moka þessi nokkur tonn af mold sem voru fyrir svo við gátum lítið í því gert.  Það er hellingur sem á eftir að gera.

T.d. þarf að leggja nýja kapla út að 1/8 fyrir skiltin.  Það gerist ekki sjálft..:)  Ef við fáum nóg af staffi er hægt að skipta niður í verk en ef við fáum enga upp á braut er lítið hægt að gera.  Eins og gerðist á þessum vinnudegi eins og flestum vinnudögum sem ég hef mætt á.  Því miður.

Bærinn er loksins að standa sig og við fengum málningu og olíu á pall þar sem þeir eiga að stórum hluta til að sjá um að viðhald á íþróttamannvirkjum, hvort sem það er fótboltahöll eða kvartmílubraut.  Við fengum málningu og olíu svo það er um að gera að nýta það er það ekki?

Sjoppan er næst á dagskrá, hún er langt frá því að vera í lagi.  Þar þarf að mála og helst moka þessum ónýtu afgreiðsluborðum út.  Þó þér finnist þessir hlutir ekki skipta máli þá skiptir þetta áhorfendur máli.  Og það skiptir bara 99% máli, án áhorfenda er þetta nú varla gaman eða hvað?

Við bara hreinlega þurfum að fara að horfa öðruvísi á hlutina.  Horfið yfir síðustu ár, hefur svæðið breyst jafn mikið í langan tíma?  Pallurinn, moldin, og væntanlegt vonandi nýtt malbik og guardrail út braut o.s.frv...?  Við erum að vinna okkar vinnu og gera okkar besta.

Það er mikið búið að væla um þessa hluti og þegar þeir eru gerðir er bara vælt um að það hafi verið að eyða tíma í þessa vitleysu??  Maður er löngu hættur að skilja, en sumir eru bara alltaf í fílu, það verður bara að vera svoleiðis..

kv.
Valbjörn

og já eitt í viðbót, þó það mæti "nóg af mannskap" eins og þú segir á síðasta vinnudag er það bara ekki nóg.  Það þarf nóg af mannskap á alla vinnudaga, ekki bara einu sinni  :wink:
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: 1965 Chevy II on June 02, 2008, 07:58:28
Á að hringja í grátkonurnar,ég ekki með árásir á einn eða neinn ég er bara að spyrja nokkurra spurninga,greinilega óþægilegar, voðalega leggst það illa í ykkur.
Ég skal hætta að spyrja óþægilegra spurninga og hafa póstana mína framvegis svona:æðislegt hjá ykkur, þið standið ykkur æðislega.
Over and out.
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Hera on June 02, 2008, 10:04:27
Hvenær er planað að hafa næsta vinnudag?
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Valli Djöfull on June 02, 2008, 10:27:22
Á að hringja í grátkonurnar,ég ekki með árásir á einn eða neinn ég er bara að spyrja nokkurra spurninga,greinilega óþægilegar, voðalega leggst það illa í ykkur.
Ég skal hætta að spyrja óþægilegra spurninga og hafa póstana mína framvegis svona:æðislegt hjá ykkur, þið standið ykkur æðislega.
Over and out.
Ég viðurkenni að ég er ekki að tala við aðra í stjórn, ég tala fyrir mig eins og er :)

En það heitir "vælubíllinn"  :lol:
Það er einfaldlega verið að sinna viðhaldi..  Sem þarf að gera..  Og mín skoðun er að á meðan viðhaldi er sinnt má alveg fresta keppnishaldi.  Það er MÍN skoðun :)
Spurningarnar voru ekki viðkvæmar, bara sömu spurningar og hafa komið svona milljón sinnum áður svo maður er orðinn þreyttur á þeim.  Skiljanlega..

Ég var bara að reyna að útskýra að við erum að gera allt sem við getum í öllum þessum málum :)  Og það mættu fleiri gera slíkt hið sama.
Og ef það mæta fleiri á vinnudaga, getum við keyrt, annars ekki.
Svo er einnig annnar hlutur.  Við keyrum ekki á sama magni af staffi og í fyrra.  Það þarf meira staff á keppnir og æfingar.  Og það er annar pakki sem þarf að fara í þegar kemur að keppnum og æfingum.  Ef það mætir ekki nóg af staffi verðum við að cancela keppnum og æfingum af mjög svo skiljanlegum ástæðum.
Erum að skoða hvað við getum gert í þeim málum líka.
Það var eitthvað rætt í fyrra.  Hvort jafnvel hver keppandi skaffi einn starfsmann sem dæmi.  Það ætti ekki að vera erfitt.

Það má vel vera að ég sé að væla eins og þú segir Frikki.. Og að það geri ekkert gagn.  En það er bara búið að prófa allt..

Og Edda..
Það verður félagsfundur á miðvikudag og vonast er til að menn mæti snemma og mæti í vinnugallanum  8-)
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Hera on June 02, 2008, 10:40:34
Ok flott miðvikudagur er það.

Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Valli Djöfull on June 02, 2008, 13:04:12
Mig langar bara að biðjast afsökunar á þessum þræði í heild sinni..

Þetta eru einu skiptin sem ég verð virkilega reiður.  Það er þegar það er léleg mæting á vinnudaga (sem er oftast) og nöldur yfir því sem er gert frá þeim sem ekki mættu.  Ég fórnaði heilum vinnudegi í þetta, ég afþakkaði vinnu annarsstaðar fyrir klúbbinn og hef ekki áhuga á að heyra að ég hefði heldur sleppt því, því þetta væri hvort eð er bull sem maður væri að gera.

Við mættum þangað fjórir.  Komum helling í verk.  Svo mættu nokkrir í viðbót milli 2 og 3 ef ég man rétt og hjálpuðu til.  Þó það hafi ekki verði margir.
Bárum á allan pallinn, stigann og það fyrir framan hús, byggðum þennan glæsilega skjólvegg sem verður geggjað grill og verðlaunaafhendingahorn en hefðum helst vilja geta komið meiru í verk.  Þetta verk var eitt af því sem var forgangur vegna slysahættu meðal annars.  Og skítamix eins og nokkrar spítur og spotti á milli er ekki í boði, tími skítamixins er liðinn.  Það sem verður gert héðan af verður gert vel og klárað.  Það er mín skoðun.

Ef það hefðu mætt fleiri hefði verið hægt að deila niður mönnum og konum á fleiri verk en það gekk bara því miður ekki upp í þetta skiptið.  Vonandi mæta margir á miðvikudag svo við getum gert meira.

Það er hellingur eftir.  En það gengur hægt vegna skorts á mannskap og þar af leiðandi frestast keppnishald og æfingar.  Ég veit ekki alveg hvernig staðan er með næstu helgi en ég er alveg bjartsýnn á keppni ef við náum að klára hluti eins og að slétta úr mold og fl.
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: 1965 Chevy II on June 02, 2008, 13:14:40
Ég hefði mætt á þennann vinnudag eins og þá síðustu tvo en ég var að skíra nýjasta fjölskyldumeðliminn.(Ragnar Þór)
Sjáumst á miðvikudaginn,hvenær er mæting fyrir þá sem ætla að vinna?
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Valli Djöfull on June 02, 2008, 16:53:45
Til hamingju með það :)

Ég þori ekki að segja með mætingu.  En ég skal vera mættur rétt fyrir 18:00.  Á staðnum er málning, penslar, rúllur og fl.  Ég er búinn að færa allt í sjoppunni frá veggjum svo það ætti að vera hægt að byrja að mála strax.  Svo dró ég upp í pitt plaströrin sem við vorum að spá í að reyna að nýta til að draga í.  Pælingin var að leggja þessi rör inní guardrailið þegar það kemur.
En annað vandamál tengt því.  Það er ekki gott að leggja data kapla og rafmagnskapla í sama rör. 

Spurning hvort bjór flæði fyrir duglega...?  Nonni?  [-o<
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 02, 2008, 17:56:06
Ég skrifaði heljarinnar ræðu sem ég strokaði síðan út.
Ef félagsmenn vilja frekar að við kaupum þessa þjónustu eins og t.d. smið, málara, pípara og rafvirkja þá er það ekkert mál.
Allt kostar þetta pening sem ég hefði heldur viljað sjá í efniskaupum heldur en í mannakaupum.

Frikki þú þarft ekki annað en að skoða moldarbingana vinstra megin við brautina til að sjá að hún er ekki örugg.
Það var að koma ýta í þessum töluðu orðum upp á braut til að lagfæra þetta.
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: PéturSig on June 02, 2008, 18:00:38
verður eða verður ekki æfing næsta föstudag ?
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Gilson on June 02, 2008, 18:18:32
verður eða verður ekki æfing næsta föstudag ?

komdu á vinnudaginn, kemur örugglega í ljós á honum.
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Belair on June 02, 2008, 18:23:31
verður eða verður ekki æfing næsta föstudag ?

Pétur ekki vera svona ókurteis  :-( umorða þetta fyrir þig  :D

gaman færir að vita hvort og hvernar æfing verður á næsta föstudag
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Hera on June 03, 2008, 10:10:50
Bara auglýsa æfingu á föstudag og vera svo með skóflurar tilbúnar   :smt043

Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Gilson on June 03, 2008, 11:17:08
Bara auglýsa æfingu á föstudag og vera svo með skóflurar tilbúnar   :smt043



nei djöfull er þetta góð hugmynd  =D> :lol:, svipurinn á hondusnáðunum þegar að þeir fengju skóflur í hendurnar = priceless
Title: Re: VINNUDAGUR!!!! á laugardag!
Post by: Jónas Karl on June 03, 2008, 23:22:03
eyh hvað verðiði lengi niðurfrá annað kvöld ? (miðvikudagskvöld)

Var að pæla að koma og borga félagssgjaldið fyrir þetta season (kemst rétt eftir 10 leiti)

get ekki komið að moka með ykkur að þessu sinni sökum vinnu  :)