Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Biggzon on May 25, 2008, 20:48:13
-
Ég fór nú að pæla í dyno mælingarnar sem eru í boði á þessu skeri. Það er hægt að mæla í borgó en þeir setja ekki bíl á sem gæti verið yfir 300hp og tækniþjónusta bifreiða. lét mæla minn þar fyrir ári síðan og fannst mér ansi skrítið hvernig var staðið að því. Það var enginn kæling fyrir móror eða coolerana þarna, það var ekkert tengt við skynjara einsog vanin er og ekki hægt að fá að vita hvað bíllinn "torkar" fyrir tæpan 8k fannst mér þetta ansi lélegt. Mér finnst algjörlega vanta á þetta sker almennilega dyno bekki og kannski geta látið breita bíl og mælt og tweekað. bara gott dyno session.
Eru einhverjir aðrir sömu skoðunar eða verð ég skotinn í kaf :?: :lol:
-
Ég skal vera sammála þér, það ætti að vera allmennilegur bekkur hér á landi.
-
er einhver sem dyno testar á akureyri? hálflangar að láta dyno testa hjólið mitt
-
Það sem að vantar bara er vélardyno aðstaða sem er leigð út. Tíminn er yfirleitt ekki seldur ódýrt á svoleiðis en þetta hefur 10000x meira notagildi en eitthvað apparat sem þú keyrir bílnum upp á.
Vélin er ekki tilbúin fyrr en búið er að tilkeyra hana, stilla og prófa. Það er engin glóra í því að setja ótilbúnar vélar ofan í bíla til þess að komast svo að því að eitthvað er ekki í lagi og þurfa að rífa vélina aftur upp úr bílnum til að laga það.
-
t.d út hjá Z1 þá bjóða þeir uppá að mæta með bílinn og kannski kaupir 1-2 nýja hluti og eru settir í bíllin settur up mældur og tweekaður til að fá sem mest útúr því sem var verið að kaupa og maxa út tækið! Það á ekkert að þurfa taka mótorinn upp bara til þess að mæla. Mér finnst bara illa staðið að mælingum í tb og þarf að fá almennilegan dyno bekk í almennilegri aðstöðu. Ég er allveg handviss um að margir mundi nýta sér það allveg til hins ýtrasta.
-
Fór með bílinn minn í bekkinn hjá TB.
Persónulega fannst mér einhvað skrítnar tölur koma frá honum :lol:
-
Bekkur hefur meira notagildi hérna heima rekstrarlega séð heldur en engine dyno,mun fleiri notendur af honum en engine dyno er snilld
Það vantar líka Balancer vél hingað,ömurlegt að þurfa að senda sveifarásinn út