Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: litli_kallinn on May 15, 2008, 00:46:12

Title: Bíladagar í rvk?
Post by: litli_kallinn on May 15, 2008, 00:46:12
nú fara bíladagar að byrja á akureyri og þar sem bensínverðið fer hækkandi og ég veit að margir ykkar nanna ekki eða geta ekki farið til akureyrar vegna vinnu eða þá bara að þið getið ekki hugsaði ykkur að keira fallegu bílana alla leið til akureyrar þá held ég að það sé komin tími til að gera eitthvað úr þessu hérna á höfuðborgarsvæðinu líka...

ég vill meina að ef við finnum góðar staðsetningar og nóg af hlutum að gera þá ættum við að fá að halda nokkrar keppnir löglega hérna í borginni...

en mig vantar góðar hugmyndir og góðar staðsetningar...

gott væri ef þið gætuð sent mér hugmyndir og mögulegulega símanúmer og fullt nafn svo ég geti verið í bandi við ykkur þegar meira verður gert í þessu

kærar kveðjur
Agnar Jónsson Rink Email... aggi@rink.is
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: Skari™ on May 15, 2008, 01:03:15
Æjj veit ekki... aðal stemmingin er að fara á akureyri því þar eiga bíladagar heima
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: villijonss on May 15, 2008, 01:15:34
nákvæmlega . svo þetta með vinnuna uff hvenar atlar fólk að átta sig á því að bíladagar er hvert einasta ár í kringum 17 júní og það er alveg ár sem fólk hefur í fyrirvara til að vera búið að redda sér fríi  #-o? Svo er líka bara svo gaman að fá allt fólkið að sunnann ,norður :P það myndast svo fínn stemmari hérna
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: Valli Djöfull on May 15, 2008, 09:28:31
Akureyri er klárlega placeið..  Bíladagar myndu missa kúlið ef þeir væru ekki á Akureyri hugsa ég..
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: gstuning on May 15, 2008, 10:34:58
Það væri alls ekkert að hafa aðra "bíladaga" í rvk seint í ágúst.

Því meiri atburðir því betra.
klárlega keppt í mílu á kvartmílubrautinni og svo redda spólkeppni , drifti og alles,
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: Valli Djöfull on May 15, 2008, 11:42:28
Reyndar væri það kannski ekkert svo vitlaust, en það yrði bara að vera eins og þú segir í Ágúst t.d..  Svo það mæti nú sem flestir á bíladaga á Akureyri líka :)

Væri ekki vitlaust að skoða þetta fyrir næsta ár.
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: villijonss on May 15, 2008, 13:32:23
það þarf líka að heita þá eitthvað annað en bíladagar er þaggi ? :) Eitthvað   nýtt og ferskt nafn til að trekkja að
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: Jón Þór Bjarnason on May 15, 2008, 14:32:14
Ég ætla bara að biðja fólk vinsamlegast ekki taka Bíladaga af norðanmönnum.

Það væri samt alveg hægt að hafa eitthvað SMÆRRA í sniðum á höfuðborgarsvæðinu en the main event á Akureyri.
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: villijonss on May 15, 2008, 14:36:12
Emmitt ,  [-X :)
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: emm1966 on May 15, 2008, 16:29:30
Hafa Bílahelgi í Reykjavík og Bíladaga á akureyri, nú er 17 júni á þriðjudegi svo menn ættu að hafa góðan tíma til að koma sér á staðinn hafi þeir fengið frí á mánudegi.
Svo það væri ekki vitlaust að fara að byðja um frí dagana fyrir og eftir 17júní, fjölmennum á bíladaga.

Sammála nonna,reynið að halda í hefðir og reynið frekar að koma með eitthvað nýtt.
Krúser fer í hópferð í júlí á Akureyri.

Bkv Addi Ólafss
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: litli_kallinn on May 15, 2008, 17:34:46
sko þetta er málið þá er allavega búið að koma hugmyndinna af stað og móta hana svolítið endilega halda þessu áfram mér þæti jú fínt að hafa smá keppni hérna í höfuðborginni og hita þá upp fyrir bíladaga á akureyri eða þá til að kæla sig niður helgina á eftir.... það er nú ekki einsog það sé oft gert eitthvað annað en að leifa okkur bílaáhugamönnum að glápa á þessa bíla á einhverjum síníngum... það væri alveg gaman að sjá hvað þeir geta og hvort það sé eitthvað varið í driverana líka;)
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: gstuning on May 15, 2008, 20:01:06
helgina fyrir eða eftir??

bíladagar eru stærsti atburðurinn.

Þess vegna þyrfti að setja annað svipað á allt öðrum tíma enn af svipuðum forsendum, sem er að koma sem flestum samann og stunda bílaáhugamálið
frá öllum áttum.
Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: 2tone on May 15, 2008, 20:26:33
Bílahelgi sem lýkur sumrinu formlega í ágúst-sept eftir verslunarhelgi,lok allra sýninga.

Title: Re: Bíladagar í rvk?
Post by: litli_kallinn on May 16, 2008, 01:33:01
mér líst eiginlega betur á þessa hugmynd helduren þá upprunalegu svo endilega komið með humyndir af einhverjum keppnum og staðsetningum svo það sé hægt að bera þetta undir yfirvöld og sjá hvað er hægt að gera fyrir þetta ár eða í versta falli næsta