Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: olistef on May 04, 2008, 00:29:31

Title: Vantar aðstoð við Econoline
Post by: olistef on May 04, 2008, 00:29:31
Sælt veri fólkið.
Ég er í vandræðum með Econoline 150 6cyl 4,9 árgerð 1990. Ég gerði hann bensínlausann, og eftir að hafa fyllt tankinn þá kem ég honum ekki með nokkru móti í gang. Bíllinn hefur alltaf gengið mjög vel.
Það er nokkuð ljóst að hann fær ekki bensín, ég er búinn að finna bensíndælu í grindinni nánast undir bílstjórasætinu, og ég heyri ekkert í þeirri dælu þegar ég svissa á eða starta. Ég er búinn að mæla yfir dæluna og ég mæli aðeins milliamper. Ég prufaði að setja plús beint af geymi á dæluna og þá fór hún að suða.

Hvað segið þið þarna úti?
Vitið þið hvort einhverstaðar er öryggi fyrir bensíndælur?
Gæti fuel  pump reley verið bilað? (brimborg á það ekki til)
Haldiði að það sé önnur dæla í tanknum og ef svo er er henni stjórnað af sama kerfi og hin dælan?

Allar vangaveltur eru vel þegnar, ég er nýbyrjaður á að gera þennan bíl ferðafærann og er ekki einusinni búinn að redda mér viðgerðarbók.
Takk fyrir að lesa og vonandi svara - Kveðja Óli Stef.
Title: Re: Vantar aðstoð við Econoline
Post by: Steinn on May 04, 2008, 01:01:00
Er ekki á þessum bílum útsláttur t.d. ef billinn lendir í árekstri þyrftir að fá upp hvar það er staðsett, þá þarf yfirleitt bara að slá því inn aftur
Title: Re: Vantar aðstoð við Econoline
Post by: olistef on May 04, 2008, 11:28:50
Sæll Steinn
Ég er búinn að finna höggskynjarann og hann virðist í lagi. Leiðir í gegn þegar rofinn er inni og leiðir ekki þegar hann smellur út.
Kveðja Óli
Title: Re: Vantar aðstoð við Econoline
Post by: GO on May 04, 2008, 13:20:13
Prófaðu að hleipa af ventlinum (pílunni) sem er á þrýstilögnini sem spíssarnir eru við gæti verið (fuelshutoff ventillinn)
Title: Re: Vantar aðstoð við Econoline
Post by: 57Chevy on May 04, 2008, 14:52:59
Sæll Steinn
Ég er búinn að finna höggskynjarann og hann virðist í lagi. Leiðir í gegn þegar rofinn er inni og leiðir ekki þegar hann smellur út.
Kveðja Óli

Ertu að meina höggskynjararofann sem er undir mælaborðinu hægra megin út við hurðarstafinn? Hann þarf að vera vel og klárlega niðri til að dælan virki. Er bíllinn eins eða tveggja tanka bíll? Eins mundi ég taka stóru bensínsíuna, sem er hjá bensíndælunni undir bílstjórasætinu og blása úr henni, hún virðist hafa áhrif á kerfið, ég hef reynslu af því. Kv. Gussi.
Title: Re: Vantar aðstoð við Econoline
Post by: olistef on May 05, 2008, 19:29:37
Takk fyrir ráðleggingarnar, ég ætla að útvega mér fuel pump reley til að prufa. Mér finnst vanta smellinn þegar svissað er á.
Kv. Óli