Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on April 28, 2008, 07:23:48

Title: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 28, 2008, 07:23:48
Fjórir sinubrunar í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að kljást við fjóra sinubruna fram til klukkan tvö í nótt. Eldar kviknuðu á útvistarsvæði við Hvaleyrarvatn, á Kapelluhrauni við kvartmílubrautina, við Olís í Garðabæ og í Kópavogsdal rétt hjá Fífunni.

Umfangsmestu brunarnir voru við kvartmílubrautina og við Hvaleyrarvatn og tók um klukkustund að slökkva elda þar. Samt var ekki mikið um skemmdir, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Tekið af MBL.IS
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Valli Djöfull on April 28, 2008, 10:43:34
Ég keyrði í gegnum þvílíku þokuna í nótt þarna á þessu svæði en mig grunaði aldrei að þetta kæmi frá Kvartmílusvæðinu  :shock:

"Samt var ekki mikið um skemmdir, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu."
Ég er samt hræddastur um þessa línu..  Kíki á eftir..
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Valli Djöfull on April 28, 2008, 11:26:57
Ótrúlegt að miðillinn sem við ÞURFUM að borga fyrir, skuli alltaf vera síðastur með fréttirnar og klúðra svo fréttaflutningi  :lol:

Quote
Sinubruni: Erill hjá slökkviliðinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barðist við sinubruna við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði frá hádegi í gær og fram að kvöldmat. Það var svo kallað út á ný um ellefuleytið þar sem kveikt hafði verið aftur í sinu við Hvaleyrarvatn, einnig brann sina í Kapelluhrauni við kvartmílubrautina í Garðabæ og svo í Kópavogsdal.

Talið er að kveikt hafi verið í af ásetningi en sina logaði á fjórum stöðum í Kapelluhrauni. Það þurfti bíla frá tveimur slökkvistöðvum til að slökkva eldana. Töluvert tjón var á gróðri við Hvaleyrarvatn, í skógræktarlandi Hafnfirðinga.
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: top fuel on April 28, 2008, 12:27:08
HA HA smá mistök  :smt043 :smt081
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 28, 2008, 14:41:26
Fór þarna uppeftir í morgun og leitaði út um allt að grasi sem hefði verið hægt að kveikja í.




Ég fann náttúrulega ekki neitt. :-"
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Valli Djöfull on April 28, 2008, 14:49:21
Ég er líka búinn að kíkja og Davíð hehe..  Ekkert nýtt að sjá...  Allt í gúddí :)  Nema jú að turninn er að hruni kominn, hefði alveg mátt brenna  :lol:
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: baldur on April 28, 2008, 16:23:11
Nei, tengiboxið fyrir tímatökukerfið er í turninum þannig að hann má ekki brenna.
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 28, 2008, 16:25:26
Nei, tengiboxið fyrir tímatökukerfið er í turninum þannig að hann má ekki brenna.
Heldurðu virkilega að það sé ekki búið að skemma það.
Það er búið að rigna og snjóa inn í þennan blessaða skúr.
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: baldur on April 28, 2008, 16:35:16
Það þolir það nú...
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Racer on April 28, 2008, 18:46:29
Á vinnudaginn þá kom í ljós að ekki mikið var hægt að brenna þarna.

jæja hver ætlar að aftengja rafkerfið.. getum kveikt í kofanum og sagt að einhver frá skotveiðifélaginu hleypti mönnum inná svæðið  :-({|=
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Hera on April 28, 2008, 19:09:52
 :-k eru allir kofarnir í kaskó... uss maður á ekki að hugsa svona  :smt011
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Ziggi on April 28, 2008, 21:38:54
Ég slökkti einn í nótt, var að koma úr furu um klukkan 00:15 og þá var búið að kveikja í sinu á hljóðmöninni við furu, hinu megin við mönina voru dekkjastaflar og annað rusl sem var búið að tæta.
Title: Re: Sinubruni við kvartmílubrautina í nótt
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 29, 2008, 08:16:58
Á vinnudaginn þá kom í ljós að ekki mikið var hægt að brenna þarna.

jæja hver ætlar að aftengja rafkerfið.. getum kveikt í kofanum og sagt að einhver frá skotveiðifélaginu hleypti mönnum inná svæðið  :-({|=
Þetta er eitthvað sem er alveg bannað. Eftir stæðum við án félagsaðstöðu.