Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on April 22, 2008, 13:15:59
-
Að gefnu tilefni eru allir þeir bílar sem verða á sýningu B&S vinsamlegast afþakkaðir á sýningu Kvartmíluklúbbsins.
Ekki er spennandi að sjá mikið af sömu bílunum ár eftir ár hvað þá helgi seinna.
Kosið verður í nokkrum flokkum um áhugaverð og falleg tæki og verða vinningarnir margir og glæsilegir.
Kvartmíluklúbburinn tryggir sýningartæki sín sérstaklega þar sem Kaskó nær ekki yfir svona sýningarhald.