Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on April 17, 2008, 09:07:24
-
Fyrirhugað er að hafa vinnudag á laugardaginn ef veður leyfir.
Vonumst við til að getað málað húsið okkar að utan og borið á pallinn hjá okkur.
Það er margt sem þarf að gera og verða væntanlega nokkrir vinnudagar hjá okkur.
Vonumst við eftir að þú sjáir þér fært við að aðstoða okkur við viðhald á svæðinu.
Nánari upplýsingar verða veittar sem fyrst.
-
flott er =D>, nú verður tekið á því.
-
og ég sem ætlaði að mæta en þarna á ég vinnuhelgi :eek:
-
ég kem og hjálpa til
-
og ég sem ætlaði að mæta en þarna á ég vinnuhelgi :eek:
sama hjá mer (http://browseas.com/webengine/images/smiley/cry.gif)
-
Ertu nú að segja alveg satt Benni minn :???:
-
andddskotinn ég ætlaði að vera duglegur að koma til að hjálpa ykkur elskunum O:)
enn ég er í svo kölluðu námsmaraþoni í skólanum föstudagin og verður lært í 24 klst framm á laugardags morgun og þetta er fjáröflun fyrir 10 bekkjar ferðalagið okkar #-o #-o #-o #-o #-o
kem næst \:D/ \:D/
-
OK frábært 2 tilbúnir í vinnudag.
-
Ég ætla að reyna að mæta, hvernig er brautinn eftir þessa moldarkeyrslu?
-
Ég stefni að því að koma þarna og skora sérstaklega á alla sem ætla að keppa í sumar að drepa á ryksugunni eða hekkklippunum og skunda út á braut.
Þar sem við vinnum ekki við keppnir þá höfum við hér tækifæri til að sýna KK stuðning í verki, hvort sem við erum félagsmenn eður ei.
Gott væri að fá nánari tímasetningar sem allra fyrst.
Góðar stundir
Ragnar
-
ég mætti
-
Þar sem veðurspáin fyrir laugardaginn er góð þá fer ég á eftir að kaupa málningu utan á húsið og til að bera á pallinn.
Á fyrsta vinnudegi verður aðalega málað að utan. Mjög sennilegt að það komist enginn úr stjórn nema ég. Ath það er ekkert rafmagn og enginn klósett aðstaða af þeim sökum þar sem við höfum ekki vatn á salernin. Ég er ekki með krók þannig ég get ekki leigt kamar.
Ef það mætir einhver smiður þá væri frábært að fá hurðirnar á klósettin en það þarf að græja karmana.
Nú ef það verður mikið af fólki þá má líka fegra svæðið og tína rusl sem hefur safnast víð á dreif.
Hvernig líst fólki á að mæta milli klukkan 10:00 - 10:30
-
Ertu nú að segja alveg satt Benni minn :???:
ja var buinn að boka mig á aukavaktir um helgina (http://elouai.com/images/yahoo/53.gif)
-
Ef einhver getur komið með málningarsköft þá væri það frábært.
Er annars kominn með 4 málningarrúllur í húsið. 3 stóra pennsla í þakskyggnið og 3 stóra pennsla í pallinn.
Auðvitað er komin málning og lakk líka. \:D/
-
snilld, en verðið þið ekki þarna eitthvað fram undir kvöld ?, ég get því miður ekki mætt fyrr en um 12 leitið.
-
Ég ætla að reyna að mæta, hvernig er brautinn eftir þessa moldarkeyrslu?
Brautin er fín, allavega ekkert verri en síðustu sumur. Brautin lítur alltaf ílla út eftir veturinn þar sem frostið ýtir malbikinu upp. Brautin er á góðri leið með að vera eins og hún hefur verið undanfarin ár.
Hvað viðkemur moldarkeyrslu þá sést ekki að það hafi verið keyrt með mold nálægt brautinni. Hún er allavegana hreinni núna en hún var í fyrra. Það var einnig passað upp á það að trukkarnir keyrðu ekki á brautinni.
-
snilld, en verðið þið ekki þarna eitthvað fram undir kvöld ?, ég get því miður ekki mætt fyrr en um 12 leitið.
sama hér, hvað er þetta langt frameftir hjá ykkur
-
fólk fer trúlega þegar öll verkin búin eða vantar íhluti.
get trúa því að þetta nær fram yfir síðdegis.
-
Það er á nógu að taka. Farið verður í að fjarlægja allt grjót meðfram brautinni og henda dekkjum. Hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Hlakka til að sjá ykkur félagar nýir sem gamlir. :worship:
-
Ég er lagður af stað. Kristján Finn. ætlaði að mæta snemma líka.
Glæsilegt veður í dag til að mála. \:D/
-
einhver sem er á leiðini?? erum tveir sem að þurfum far
jóakim sími 6600888
-
Takk kærlega fyrir frábæran dag félagar. Náðum að lakka pallinn, mála skyggnið og næstum því allt húsið að utan. Allt rusl er farið úr pittinum og Stjáni sá um að fjarlæga grjót og fleira meðfram braut og tilbakabraut. Einnig var tekið til í kringum klúbbhús. =D> \:D/ :smt039 :smt006 :smt023 :excited: :worship: :smt041 :smt038 Sem sagt takk kærlega fyrir hjálpina, við metum hana mikils.
-
Gælsilegt, eigið mikinn heiður skilið fyrir þetta, flott!! =D>
-
Gott að það gekk svona vel hjá ykkur, Greinilega dugnaðarforkar sem hafa mætt!
Ég kem kanski næst ef ég verð orðin gangfær :lol:
-
Hæ Edda .
Þú verður að láta laga þessar gang truflanir #-o :lol:
Kv Davíð
-
Hæ Edda .
Þú verður að láta laga þessar gang truflanir #-o :lol:
Kv Davíð
Það var nú það sem docsi vara ð reyna að gera, kanski ég finni bara vélvirkjan á heimilinu og sjái hvort honum gangi betur með "gangtruflanirnar" mínar :smt115