Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Eagletalon on April 12, 2008, 01:55:57

Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Eagletalon on April 12, 2008, 01:55:57
Hvenær er kvartmílusýningin? og er kvartmílusýningin einungis partur af B&S sýningunni 4 maí?
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Moli on April 12, 2008, 07:40:57
Sýningin verður dagana 9-12 Maí 2008, hún verður í nýja Íþróttahúsinu í Kópavogi (Kórnum) og er EKKI partur af sýningunni hjá B&S
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Eagletalon on April 13, 2008, 11:43:27
Svona á þess að ég sé að rugga bátnum e-ð. Afhverju eru 2 stórar sýningar með viku millibili. Væntanlega sami markhópur og ég held að hinn venjulegi bílaáhugamaður fari ekki á báðar sýningarnar. Eru einhver leiðindi þarna á milli og geta menn ekki unnið saman eða eru menn svona sniðugir að velja sýningardaga.
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Kristján Skjóldal on April 13, 2008, 12:26:46
það er búið að ræða þetta oft :!:  farðu bara í leit ef þú vilt vita meira  :?  :wink:
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Eagletalon on April 13, 2008, 14:07:00
Kristján, endilega bentu mér á þráð um þetta, finn ekki neinn. eða er þetta e-ð tabú hjá KK mönnum
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Valli Djöfull on April 13, 2008, 15:54:05
Quote from: "Eagletalon"
Kristján, endilega bentu mér á þráð um þetta, finn ekki neinn. eða er þetta e-ð tabú hjá KK mönnum

Simple..
Íþróttafélag með fjáröflun vs fyrirtæki..

Óþarfi að rífast um málið, þeir halda sína sýningu og við okkar :)  Vonandi fara bara sem flestir á báðar sýningar því við þurfum viiiirkilega á peningnum að halda ef það á að vera hægt að keyra eitthvað á brautinni okkar :wink:
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Eagletalon on April 13, 2008, 16:19:18
ok, flott að fá svar. Ég mæti allavegana á KK sýninguna.
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: burger on April 13, 2008, 16:54:23
hérna vantar ykkur enn bíla og hjól á sýninguna ykkar?

er með eina skellibjöllu sem ég held að mætti fara  :lol:

pm valli á mig um etta :D
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: DariuZ on April 13, 2008, 17:21:13
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "Eagletalon"
Kristján, endilega bentu mér á þráð um þetta, finn ekki neinn. eða er þetta e-ð tabú hjá KK mönnum

Simple..
Íþróttafélag með fjáröflun vs fyrirtæki..


Þetta er nú samt ekki eins og sumir tala um......  
Sumir eru að reyna likja þessu saman við flugelda sölur (Björgunarsveitir VS fyrirtæki) en það er bara svoooo  langt frá því að þetta sé e-h líkt því...  
Þetta "fyrirtæki" er EINA fyrirtækið sem fjallar um mótorsport almennilega og ef það vantar pening til að halda sér gangandi þá finnst mér EKKERT að því að safna peningum með þessum hætti...  Og eru þeir að halda "mótorSport" sýningu en ekki "kvartmílusýningu" Og er það eins sýning og B&S hélt hér fyrir tvem árum og ætlar að halda á tveggja ára fresti áfram... ;)

En Ég vona bara að fólk fari á báðar sýningarnar!!
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Jón Þór on April 14, 2008, 17:35:23
Verða nokkuð eitthvað af sömu bílunum þarna...

Er þá ekki bara í góðu lagi að fara á báðar sýningarnar ef fólk hefur áhuga þá því......
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Moli on April 14, 2008, 19:06:55
Það er stefnt að því að hafa ekki sömu bílana, fyrst að það eru tvær sýningar þá mæta vonandi bara sem flestir á báðar sýningarnar.
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: firebird400 on April 14, 2008, 19:10:20
Quote from: "Moli"
Það er stefnt að því að hafa ekki sömu bílana, fyrst að það eru tvær sýningar þá mæta vonandi bara sem flestir á báðar sýningarnar.


Er mér þá ekki lengur boðið ef ég fer með minn á B&S sýninguna  :?:
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Davíð S. Ólafsson on April 14, 2008, 20:27:58
Var ekki búið að bjóða þér að vera með á sýningunni hjá KK ??????

Kveðja Davíð
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: Geir-H on April 14, 2008, 21:20:43
Væri nú frekar til í að sjá þinn bíl á sýningu hjá KK heldur en B&S Aggi!
Title: Kvartmílusýningin.
Post by: DariuZ on April 14, 2008, 22:58:37
Quote from: "firebird400"
Quote from: "Moli"
Það er stefnt að því að hafa ekki sömu bílana, fyrst að það eru tvær sýningar þá mæta vonandi bara sem flestir á báðar sýningarnar.


Er mér þá ekki lengur boðið ef ég fer með minn á B&S sýninguna  :?:


Það væri nú frekar hallærislegt ef þér yrði ekki boðið útaf því.... Trúi bara ekki að það sé svo mikill fjandskapur á milli þessara aðla...
Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: Hera on April 15, 2008, 15:45:50
Í guðanabænum ekki en einn þráðin um KK vs BS það er orðið virkilega þreitt umræðuefni er ekki hægt að gera eitthvað annað en að  ](*,)

Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 15, 2008, 15:49:31
Quote from: firebird400
Quote from: Moli
Það er stefnt að því að hafa ekki sömu bílana, fyrst að það eru tvær sýningar þá mæta vonandi bara sem flestir á báðar sýningarnar.

Er mér þá ekki lengur boðið ef ég fer með minn á B&S sýninguna  :?:

Það væri nú frekar hallærislegt ef þér yrði ekki boðið útaf því.... Trúi bara ekki að það sé svo mikill fjandskapur á milli þessara aðla...
DaríuZ í guðanna bænum farðu ekki að búa til meiri leiðindi.
Það er alveg ótrúlegt hvað þú getur vellt þér upp úr þessu.
Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: Moli on April 15, 2008, 17:05:11
Quote from: firebird400
Quote from: Moli
Það er stefnt að því að hafa ekki sömu bílana, fyrst að það eru tvær sýningar þá mæta vonandi bara sem flestir á báðar sýningarnar.

Er mér þá ekki lengur boðið ef ég fer með minn á B&S sýninguna  :?:

Það væri nú frekar hallærislegt ef þér yrði ekki boðið útaf því.... Trúi bara ekki að það sé svo mikill fjandskapur á milli þessara aðla...

Það er nú eflaust ekki neinum fjandskap um að kenna, held þetta sé nú meira upp á fjölbreytileikann að gera, að hafa ekki sömu bílana á sýningu tvær helgar í röð, því þeir sem borga sig inn vilja væntanlega að fá að sjá eitthvað annað en það sem þeir skoðuðu fyrir viku síðan. Annars fyrir mitt leyti þætti mér gaman að hafa bílinn hans Agga á sýningu KK, gríðarlega mikið búinn að gera fyrir bílinn og á bara stórt hrós skilið! 8)
Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: firebird400 on April 15, 2008, 18:50:44
En þið hljótið líka að skilja það að ef manni er boðið á báðar þá mætir maður á báðar, talandi um príði, það er bara hrós fyrir mann sjálfann og sinn bíl að vera með á báðum sýningum.

Því spyr ég, ef ég fer með minn á B&S sýninguna, get ég þá sleppt því að mæta á KK sýningum ?
því ég veit að þeim yrði sama að ég færi með bílinn á KK sýninguna, enda á eftir þeirra sýningu !
Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: 429Cobra on April 15, 2008, 19:08:12
Sælir félagar :)

Í öllum bænum Aggi farðu með bílinn á sýninguna hjá B&S. =D>

Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: DariuZ on April 15, 2008, 19:11:22
Quote from: firebird400
Quote from: Moli
Það er stefnt að því að hafa ekki sömu bílana, fyrst að það eru tvær sýningar þá mæta vonandi bara sem flestir á báðar sýningarnar.

Er mér þá ekki lengur boðið ef ég fer með minn á B&S sýninguna  :?:

Það væri nú frekar hallærislegt ef þér yrði ekki boðið útaf því.... Trúi bara ekki að það sé svo mikill fjandskapur á milli þessara aðla...
DaríuZ í guðanna bænum farðu ekki að búa til meiri leiðindi.
Það er alveg ótrúlegt hvað þú getur vellt þér upp úr þessu.

Svona í alvöru...  Áttu eitthvað bágt?
Ég var ekki að reyna búa til nein leiðindi SHIT... 

og það var ekki ég sem var að velta mér upp úr þessu  :smt021

Farið nú aðeins að slaka á og leyfa fólki að tjá sig og segja SÝNAR SKOÐANIR!!! Og fyrirgefið að þær snúast ekki alltaf ykkur í hag!
Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: firebird400 on April 15, 2008, 19:41:12
Sælir félagar :)

Í öllum bænum Aggi farðu með bílinn á sýninguna hjá B&S. =D>



Og hvað meinar þú með þessu  :???:

Ég spurði ofur einfaldrar spurningar, er mér ekki lengur boðið ef ég mæti á B&S ?

Ég er ekkert að segja að ég fari með bílinn á hana, en ef svo færi, er hann þá ekki lengur velkominn á ykkar sýningu ?

Þið hlótið að gera ykkur grein fyrir því að þeir eru eflaust búnir að bjóða öllum þeim bílum sem þið eruð búnir að bjóða, ætla þeir ekki líka að vera með álíka marga bíla og þið.
Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 15, 2008, 21:44:14
Aggi ekki láta eins og krakki.
Ef það er búið að lofa þér plássi á sýningu KK þá heldur það.
Ef þú vilt fara með bílinn þinn á sýningu hjá B&S þá gerirðu það líka.
Aggi svo veistu líka af þessu email sem er notað fyrir sýnendur syning@kvartmila.is
Þar geturðu borið svona spurningar beint við sýningarstjórn eða hringt í stjórn KK.
 8-)

Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: burger on April 15, 2008, 21:53:45
hvenar verður svarað eða látið vita ad hvort maður fær að koma eða ekki hvenar á maður að búast við pósti? ss þeir sem hafa sent póst til td helga " bandit" :wink:
Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: firebird400 on April 15, 2008, 23:52:01
Mér hefur verið svarað, takk fyrir  :D

Og það er voðalega erfitt að láta ekki eins og krakki hérna, virðist aðallega vera börn hérna inni  :roll:

Sjáumst hressir á KK sýningunni
Title: Re: Kvartmílusýningin.
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 16, 2008, 15:01:09
Mér hefur verið svarað, takk fyrir  :D

Og það er voðalega erfitt að láta ekki eins og krakki hérna, virðist aðallega vera börn hérna inni  :roll:

Sjáumst hressir á KK sýningunni
Svona er þetta bara. Annars átt þú gullfallegan bíl og það væri bara synd að sjá hann ekki hjá KK.

Hvað aðra varðar sem hafa ekki fengið svar frá sýningastjórn þá get ég ekki svarað ykkur þar sem ég er ekki í farartækja öflun.