Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Ice555 on April 04, 2008, 20:48:12

Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on April 04, 2008, 20:48:12
Á heimasíðu Team Ice eru smá fréttir af bílnum og plönum ársins.  www.teamice.is

Halldór
Team Ice
www.teamice.is
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: DariuZ on April 05, 2008, 19:02:59
Vá... ég ákvað að pósta ekki alveg strax hér inn en VÁ...  220manns búnir að skoða en enginn commentar...  Þetta er það sem er að á þessu spjalli!!

Þessir menn (Team Ice) eru að gera hluti sem enginn annar hefur verið að gera á Íslandi og það sem þeir eru að gera tengist þessu spjalli 100% og SAMT getur engir pillað nokkrum orðum útúr sér hér... alveg til skammar finnst mér...  :?


En ON TOPIC...


Þetta er alveg truflað tæki hjá ykkur og vonandi að það náist að klást til að leifa okkur íslendingum að fylgjast með ykkur     Brútal GRÆJA!!...  :)

Thumbs Up..  8)
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: baldur on April 06, 2008, 01:42:33
Ég verð að segja að ég sakna þess að sjá gamla bílinn í action. Ég efast ekkert um að sá nýi verði enn betri en sá gamli. Er eitthvað búið að prófa?
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Kristján Skjóldal on April 06, 2008, 12:16:35
nei ekkert búið að prufa en er á góðri leið allt að verða klárt og Gulli sagði mér að hann færi að keppa strax eftir sýnigu hjá B/S  :wink:
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Gilson on April 06, 2008, 12:31:36
glæsilegt, vonandi að maður fái að sjá þetta hérna heima in action  :)
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: gstuning on April 06, 2008, 16:56:15
Er dagskrá komin fyrir bílinn?
Maður er hérna í UK og væri gamann að fara sjá bílinn ef maður hefur tíma til að kíkja.
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Hr.Cummins on April 06, 2008, 16:58:34
Þetta er bara GEGGJUN 8)

Gangi ykkur sem allra best... og vonandi klikkar ekkert ;)
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Frikki... on April 10, 2008, 20:53:52
flott er þetta 8)
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: villijonss on April 10, 2008, 20:55:10
Quote from: "frikkice"
flott er þetta 8)


Stutt og laggott svar hjá þér :) að vanda  :wink:
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on April 10, 2008, 21:46:33
Quote from: "gstuning"
Er dagskrá komin fyrir bílinn?
Maður er hérna í UK og væri gamann að fara sjá bílinn ef maður hefur tíma til að kíkja.


Tvær keppnir hafa verið settar á dagskrána nú þegar, en ef allt gengur vel er auðvelt að bæta við það.  Fyrri keppnin er 25. maí á Elvington brautinni í York. Sú keppni heitir ScoobyShootOut. Þar er keppt í kvartmílu og brautarakstri. Seinni keppnin er líka á Elvington og er Ten Of The Best 7 (TOTB7). Þar er keppt í kvartmílu, brautarakstri og hámarksraða á 1,25 mílu.

Halldór Jónsson
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Frikki... on April 10, 2008, 22:56:25
Quote from: "villijonss"
Quote from: "frikkice"
flott er þetta 8)


Stutt og laggott svar hjá þér :) að vanda  :wink:
jæja þá segji ég bara það sem ég ætlaði að segja   var notað gamalt bodý og bara skipt um frammenda?? fór í einhvern skúr 2007 í keflavík þá sá ég svona hvítan með alveg eins húddi en þá tóku þeir gamalt bodý og settu framenda af nýju bodý er þetta nokkuð hann?
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on April 11, 2008, 00:24:21
Quote from: "frikkice"
Quote from: "villijonss"
Quote from: "frikkice"
flott er þetta 8)


Stutt og laggott svar hjá þér :) að vanda  :wink:
jæja þá segji ég bara það sem ég ætlaði að segja   var notað gamalt bodý og bara skipt um frammenda?? fór í einhvern skúr 2007 í keflavík þá sá ég svona hvítan með alveg eins húddi en þá tóku þeir gamalt bodý og settu framenda af nýju bodý er þetta nokkuð hann?


Nei það er enginn tenging við þann bíl.
Title: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Frikki... on April 11, 2008, 09:44:17
Quote from: "Ice555"
Quote from: "frikkice"
Quote from: "villijonss"
Quote from: "frikkice"
flott er þetta 8)


Stutt og laggott svar hjá þér :) að vanda  :wink:
jæja þá segji ég bara það sem ég ætlaði að segja   var notað gamalt bodý og bara skipt um frammenda?? fór í einhvern skúr 2007 í keflavík þá sá ég svona hvítan með alveg eins húddi en þá tóku þeir gamalt bodý og settu framenda af nýju bodý er þetta nokkuð hann?


Nei það er enginn tenging við þann bíl.
ok þá er ég bara einhvað að ruglast hehe
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: burger on April 15, 2008, 21:46:11
vá hvað ég dírka þessa imprezu allveg eins og i need for speed pro street :mrgreen: haha

mann eftir bláa fyrir löngu voruð í fréttunum fyrir lönguuuu :neutral:
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on April 19, 2008, 00:50:36
Nokkrar myndir sem teknar voru um síðustu helgi.
Því miður kemst bíllinn ekki til Íslands í maí en fyrsta keppni í Bretlandi á að vera 25. maí n.k.
__________________
Halldór Jónsson
Team ICE
www.teamice.is
Subaru Impreza 2,0 STi
Hestöfl: 800+
Tog: 750+ Nm
Besti árangur Gulla og 555:
1/4 míla: 9,841 sek. á 142,81 mílu
1/8 míla: 6,399 sek. á 113,08 mílum
60 fet: 1,564 sek
Hröðun 0 - 100 km: 2,5 sek.
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: johann sæmundsson on April 19, 2008, 02:20:46
Til hamingju með nýja Ökutækið, þetta er PRO.
Gaman að sjá svona myndir af verkferlinu.

En segið mér (handfangið við hliðina á handbremsunni) er það stilling á
milli framm og aftur bremsukrafta.

kv. jói

Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 19, 2008, 05:06:06
Mér finnst það alveg frábært hvað þið hafið verið að ná góðum árangri út úr lítilli vél.
Það er ekki allt amerískt sem glóir, en það vill oft gleymast á þessari síðu.
Gangi ykkur sem best og ég held áfram að fylgjast með ykkur.
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on April 19, 2008, 22:02:01
Til hamingju með nýja Ökutækið, þetta er PRO.
Gaman að sjá svona myndir af verkferlinu.

En segið mér (handfangið við hliðina á handbremsunni) er það stilling á
milli framm og aftur bremsukrafta.

kv. jói




Já, það er stilling á milli fram og aftur.
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Kristján Skjóldal on May 24, 2008, 10:22:42
jæja hvað er að frétta :?: er búið að prufa eða keppa  :?:gengur ekki allt vel og fáum við að sjá þennan bil á Islandi í sumar :?: :D kveðja KS
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on May 24, 2008, 11:13:00
jæja hvað er að frétta :?: er búið að prufa eða keppa  :?:gengur ekki allt vel og fáum við að sjá þennan bil á Islandi í sumar :?: :D kveðja KS

Það er ekki búið að prufa enn. Við komumst ekki í keppnina í Englandi 25. maí, en það er búið að bóka bílinn til Íslands 5. júní frá Immingham. Skv. því ætti bíllinn að vera á bílasýningunni á Akureyri á bíladögunum.  Það er e-ð af myndum á heimasíðunni www.teamice.is
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Kristján Skjóldal on May 24, 2008, 14:31:07
flott það verður bara gaman að sjá þetta kvikindi hér =D> en hvað eru ekki til bila liftur í UK he he he :mrgreen:
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on May 24, 2008, 20:16:27
flott það verður bara gaman að sjá þetta kvikindi hér =D> en hvað eru ekki til bila liftur í UK he he he :mrgreen:
Það er sennilega meinið. Þeir nota ekkert slíkt hjá Roger Clark Motorsport :wink: Verkstæðisgólfið er hins vegar flísalagt og alltaf hreint. Þar getur maður gengið berfættur með hreinar tær :D
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Daníel Már on May 24, 2008, 20:42:02
þetta er bara glæsilegt, ég veit ekki hvort það sé búið að spyrja hérna ég allavega sá það ekki meðan að ég las enn á 555 að keppa eitthvað uppá braut á ÍSLANDI núna í ár? ég sá að þið ætlið með hann norður á bíladaga á sýninguna enn verður hann með í einhverri keppni uppá kvartmílubraut ?
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on May 26, 2008, 20:29:32
þetta er bara glæsilegt, ég veit ekki hvort það sé búið að spyrja hérna ég allavega sá það ekki meðan að ég las enn á 555 að keppa eitthvað uppá braut á ÍSLANDI núna í ár? ég sá að þið ætlið með hann norður á bíladaga á sýninguna enn verður hann með í einhverri keppni uppá kvartmílubraut ?
Það er ekki ákveðið hvort og/eða hvar 555 Imprezunni verður spyrnt á Íslandi.
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on June 04, 2008, 21:51:38
Nokkrar nýjar myndir eru á heimasíðunni. Nýtt útlit.  Hvernig lítur vélarsalurinn út?
Skoðið:  www.teamice.is
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: baldur on June 04, 2008, 23:28:59
Þetta er alveg ofboðslega flott hjá ykkur. Við sjáumst vonandi á einhverri keppni í sumar, ég verð víst eitthvað að þvælast á Englandi vegna vinnunnar seinni part sumars. Hvar er stefnt á að keppa?
Title: Re: Team Ice 555 Imprezan. Keppnistímabilið nálgast. Bílasýning?
Post by: Ice555 on June 04, 2008, 23:51:36
Þetta er alveg ofboðslega flott hjá ykkur. Við sjáumst vonandi á einhverri keppni í sumar, ég verð víst eitthvað að þvælast á Englandi vegna vinnunnar seinni part sumars. Hvar er stefnt á að keppa?
Takk fyrir það.
27. júlí á Elvington brautinni í keppninni Ten Of The Best 7 (TOTB7) og 2. til 3. ágúst á Santa Pod í keppninni Ultimate Street Cars (USC).
Fleiri keppnir í skoðun.