Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: ICE28 on March 24, 2008, 07:50:57

Title: Honda MCX
Post by: ICE28 on March 24, 2008, 07:50:57
Eehhh .. maður hálf roðnar nú eiginlega að láta þetta flakka á KVARTMÍLUspjallið ..... en here goes :

Er einhver leið að fletta í ökutækjaskrá eftir tegund ?

Málið er að þegar ég var gutti þá átti ég skellinöðru sem var ein af fáum af þessarri tegund á klakanum. ( c.a 17 ár síðan )

Þetta var Honda MCX 50 árg 82 eða 83 held ég , mjög spes hjól og mig langaði að vita hvort að þetta væri kanski til einhversstaðar ennþá , eða dáið

Þetta var góð græja og ég notaði hana í 1 og hálft ár og klikkaði aldrei og margar góðar minningar :P

Hann Karl faðir minn var skráður eigandi af því ef mig minnir rétt.
Karl Óskar Geirsson

Kv. Kalli
Title: Honda MCX 50
Post by: 57Chevy on March 24, 2008, 13:16:49
Veistu nokkuð hvað var fasta númerið á hjólinu??
Hvernig var það á litin?? Held að þau hafi öll verið ´83.

Ég á eitt svona, 8)
Title: Honda MCX
Post by: omar94 on March 24, 2008, 13:26:21
Quote
Veistu nokkuð hvað var fasta númerið á hjólinu??
Hvernig var það á litin?? Held að þau hafi öll verið ´83.

Ég á eitt svona, Cool


ertu pabbi hans odds?
Title: Honda MCX
Post by: 57Chevy on March 24, 2008, 13:28:56
Quote from: "herra ómar"
Quote
Veistu nokkuð hvað var fasta númerið á hjólinu??
Hvernig var það á litin?? Held að þau hafi öll verið ´83.

Ég á eitt svona, Cool


ertu pabbi hans odds?


Það er víst svo. :)
Title: Honda MCX
Post by: spIke_19 on March 24, 2008, 13:33:53
Quote
ertu pabbi hans odds?


já þetta er hann faðir minn miða við að það er mynd af Trans Aminum hanns   :roll:  
(það er bara einn 1978 Trans Am Silvurlitaður/grár á íslandi)

Kv. Oddur
Title: Honda MCX
Post by: chevy/Bird on March 24, 2008, 22:54:01
kt 501
Title: Honda MCX
Post by: ICE28 on March 25, 2008, 12:13:56
Nei því miður er ég búinn að gleyma númerinu á hjólinu :(

En það var grátt þegar ég keypti það og var svo sprautað Svart með silfurlituðu glimmeri  8)
Title: Honda MCX
Post by: BRI on March 27, 2008, 18:59:36
Félagi minn átti eitt svona var grátt en var svo sprautað fjólublátt.var á skaganum í mörg ár veit ekki hvar það er núna
Title: Honda MCX
Post by: spIke_19 on March 27, 2008, 20:54:04
Quote from: "BRI"
Félagi minn átti eitt svona var grátt en var svo sprautað fjólublátt.var á skaganum í mörg ár veit ekki hvar það er núna


var númerið á því OA-240???
Title: Honda MCX
Post by: BRI on March 27, 2008, 22:33:42
Quote from: "mustang_66"
Quote from: "BRI"
Félagi minn átti eitt svona var grátt en var svo sprautað fjólublátt.var á skaganum í mörg ár veit ekki hvar það er núna


var númerið á því OA-240???



Ég bara man það ekki ef að þú ef að þú tékkar á eigendaferlinum og Jökull Jónss hefur verið skráður eigandi að þá er þetta sama hjól

átt þú mynd af þínu?? þetta hjól var alveg draumur hjá mér hérna fyrir 10 árum :D
Title: Honda MCX
Post by: spIke_19 on March 27, 2008, 23:10:15
3 ára gömul mynd. Bróðir minn á hjólinu  :) og frakki sem gerir við mótorhjól í frakklandi (vinur pabba)
P.S. ég bý á skaganum.
Title: Honda MCX
Post by: Pababear on March 28, 2008, 08:32:58
Sælir ef gráa hjólið sem var á skaganum sem var breytt síðan í fjólublátt gæti verið sama hjól og ég og bræður mínir áttum frá ´85 til ´97 sirka en við vorum 4 bræður sem notuðum það hver á fætur öðrum þegar við fengum skellinöðruprófið og það var í Keflabík en númerið á því var Ö323 eða KE920 minnir mig að fasta númerið hafi verið á því en ef það sé enn á lífi þá væri ég mikið til að eignast það aftur til að koma því í upprunalegt ástand og lúkk:) plús var það helv öflugt miðað við MCX 50 að það komst í 100kmh hjá mér og bræðrum mínum eftir smá fikt í því;)

Ef þið getið flett því upp þá væri gaman að sjá hver á það núna ef það sé ekki búið að eyðileggja það :(
Title: Honda MCX
Post by: Anton Ólafsson on March 28, 2008, 12:53:37
Skráningarnúmer:     KE920     Fastanúmer:     KE920 :: Ferilskrá (65 kr.)
Árgerð/framleiðsluár:    1983/    Verksmiðjunúmer:    AC045000219
Tegund:    HONDA    Undirtegund:    MCX50
Framleiðsluland:    Japan    Litur:    Grár

16.09.2007     Þröstur Ingvarsson     Blómvellir 12     
02.04.2004    Gunnar Jóhannesson    Grundargata 51    
08.06.2002    Málfríður Þorkelsdóttir    Jaðarsbraut 23
21.06.1989    Magnús Þór Kristófersson    Kjarrmói 20

Tryggt og á númmerum.
Title: Honda MCX
Post by: Pababear on March 28, 2008, 13:06:41
Jáhá frábært að vita að þessi gamli góði gripur sé enn á lífi:) Samt vantar eitthvað við skráninguna þar sem það var elsti bróðir minn skráður fyrir því einnig ásamt Magga bróður mínum og svo einn eða 2 aðrir á undan því þar sem hjólið var flutt inn til Íslands ´85 þar sem það og tíu +- hjól af sömu týpu voru send til Íslands þar sem þetta var afgangs árgerð í Evrópu. Einnig hélt ég að hann pápi minn hefði selt það um 1999-2000 en gæti verið að það hefði verið geymt inní skúr þanngað til 2002 miðað við þetta:) helsta núna er bara að finna hvar Blómvellir 12 eru á landinu ;)
Title: Honda MCX
Post by: chevy/Bird on March 28, 2008, 13:58:18
en gamla mitt er einhverstaðar á akranesi kt501 að mig minnir
Title: Honda MCX
Post by: spIke_19 on March 28, 2008, 23:34:20
Quote
Ég bara man það ekki ef að þú ef að þú tékkar á eigendaferlinum og Jökull Jónss hefur verið skráður eigandi að þá er þetta sama hjól


það er hjólið okkar, hjólið á myndinni, númerið á því er OA-240. Það er til sölu tilboð óskast.
Title: Honda MCX
Post by: BRI on March 29, 2008, 03:40:26
hvaða verð ertu að hugsa um og er það í toppstandi ? :D
Title: Honda MCX
Post by: webbster on April 03, 2008, 18:28:55
Alveg sammála BRI hér fyrir ofan.... Er hjólið ökuhæft og á plötu? Hversu mikið viltu fá fyrir það? Endilega senda manni tölvupóst :D  einarvalure@gmail.com
Title: Honda MCX 50
Post by: 57Chevy on April 05, 2008, 12:37:41
Hondan okkar er til sölu, keypti það á 50þ. á sínum tíma, er að hugsa um eitthvað svipað.  Hjólið er gangfært, plötur eru á því, það er ekki í toppstandi,  helstu hlutir sem þarf að laga:hraðamælisdrif, afturdemparar, afturfelga er skökk, en ég var búinn að tala við Magga í felgur.is og það ætti að vera hægt að rétta felguna. Þetta eru þær alflottu nöðrur sem hingað komu á þessum tímum. Þetta væri flott hjól í uppgerðarverkefni.

Ef menn hafa áhuga þá er bara að bjalla 840-0032.
Title: Honda MCX
Post by: webbster on April 05, 2008, 12:42:24
Ertu með handbók eða eitthvað um hjólið eða veistu hvar hægt er að fá varahluti? Ég finn ekkert um það á netinu en langar slatta í það.
Title: Honda MCX
Post by: 57Chevy on April 05, 2008, 12:58:02
Quote from: "webbster"
Ertu með handbók eða eitthvað um hjólið eða veistu hvar hægt er að fá varahluti? Ég finn ekkert um það á netinu en langar slatta í það.


Á ekki viðgerðar bók, bara samsetningar manual þegar þau voru settsaman ný. Þessi hjól voru seld í Þýskalandi að ég held, helst að reina Ebay þar, hef stundum séð koma dót í þessi hjól þar.