Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: 57Chevy on March 09, 2008, 17:06:54
-
Koma svo með umsagnir um bílana. 8)
-
það munar ekki um dekkin, er hann af fara uppá fjöll þessi?
-
Sælir félagar. :)
Það er gaman að sjá þessa mynd af fyrstu uppákomu KK, ég man eftir því að ég og nokkrir félagar mínir fórum þetta sama ár á sýningu KK sem þá var haldin á planinu á bak við "Hótel Esju" nú Hilton Hotel.
En aftur að hópakstrinum.
Þetta er að mér sýnist Nova sem að Hjörleifur Hilmarsson átti.
Þessi bíll er kominn undir græna torfu fyrir þó-nokkuð löngu síðan.
Hjörleifur keppti í götubílaflokki á bílnum 1982-3 og varð Íslandsmeistari og methafi.
Ég man ekki alveg tímann á honum en mig minnir að það hafi verið 12,6?sek, sem þótti mjöööög gott í þá daga.
-
hva sagði ég í hinum þráðinum i was right þetta var nova en já þessi dekk bíllinn er rdy fyrir fjöllinn :lol:
-
Sælir félagar. :)
Þetta er að mér sýnist Nova sem að Hjörleifur Hilmarsson átti.
Þessi bíll er kominn undir græna torfu fyrir þó-nokkuð löngu síðan.
Hjörleifur keppti í götubílaflokki á bílnum 1982-3 og varð Íslandsmeistari og methafi.
Ég man ekki alveg tímann á honum en mig minnir að það hafi verið 12,6?sek, sem þótti mjöööög gott í þá daga.
Sæll Dáni...
Heyrðu þetta er ekki rétt hjá þér.... Þetta er Novan hans Pálma Helgasonar, það var SS bíll. Bíllinn hans Hjörleifs var það ekki. Á þessum tíma átti Hjörleifur ekki Novuna...
Heimildir frá gamla.. :)
-
Sælir félagar. :)
Sæll Kiddi.
Er þetta þá Novan sem að Benni Svavars keppti á og Hafsteinn Valgarðs átti á undan honum?
Sá bíll er víst rétt hjá Akureyri núna.
En Novan hans Hjörleifs var máluð nákvæmlega eins og þessi þegar hann var að keppa, og var með krómuðum ristum á hliðunum. :!:
Skrepptu nú og íttu í karlinn og láttu hann koma með meira!!!!
-
Novan hans pálma var "70 en hin var "69 :!:
Munurinn sést á parkljósum í brettunum
og líka að aftan og framan.
-
Getur passað að þessi havi verið 350 og 4 í floor??? 8)
-
Novan hans Hjörleifs var dökkgræn orginal, 3 speed. 2 barrel 350, 10 bolti og ekki SS. Hann átti hana ekki á þessum tíma... Það er töluvert seinna.
Gamli og Hjörleifur lærðu saman á þessum tíma í Toyota.. Hjörleifur átti Willy's jeppa á þessum tíma.
En Novan á myndinni er orginal SS með 12 bolta, 350 4 barrel og 4 speed on the floor.
-
Þetta er þá væntanlega sami bíllinn.
-
Þetta er ekki sami bíll ,svarti bíllinn á neðri myndinni er gamli minn,
það var umræða um hann hér um daginn þá brún með 396 4 gíra.beinsk.
En hina Novuna veit ég ekkert um hún vir'ist hafa gufað upp.
kv Benni