Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: EinarR on March 05, 2008, 23:56:14

Title: Kann eitthver á augnlok??
Post by: EinarR on March 05, 2008, 23:56:14
Nú síðan í sumar hafa augnlokin á bílum mínu sem er Honda Prelude 1987 verið að stríða mér.. bíllinn er í geymslu og áður en ég tek hann út verð ég að laga ljósin..

málið er að þau lokast ekki.. mér hefur verið sagt að þetta sé öryggi.. ég skil það alveg .. mig vantar að finna út hvar þessi öryggi eru eða hvort þetta geti verið eitthvað annað..

Það kviknar á lósunum og slökknar en þau vilja ekki fara niður..

hvað gæti verið að?
Title: Kann eitthver á augnlok??
Post by: Nonni on March 06, 2008, 09:47:27
Ég lenti í þessu með transaminn minn fyrst eftir að ég keypti hann, þá var vír fyrir jörð hálfur í sundur.  Lagaði hann og síðan hefur ekki bólað á þessu í 10 ár.  Sakar ekki að skoða alla víra, gætu verið orðnir slappir í þetta gömlum bíl.
Title: Kann eitthver á augnlok??
Post by: Damage on March 06, 2008, 12:28:22
gæti verið að mótorinn fyrir þau sé ónýtur
algengur galli í bílum með popup ljós
Title: loka
Post by: TONI on March 06, 2008, 23:40:42
Ætti að getað skrúfað þetta handvirkt niður, er held ég hægt í einhverjum bílum, gæti þess vegna dugað að hjálpa lokinu af stað. Hef séð þennan búnað að mig minnir aftan á mótornum, kannaðu það. Ef ekki er það bara slaghamarinn og kúbeinið, hefur aldrei brugðist svo ég best viti. Kv. Anton
Title: Re: loka
Post by: JHP on March 06, 2008, 23:56:38
Quote from: "TONI"
Ætti að getað skrúfað þetta handvirkt niður, er held ég hægt í einhverjum bílum, gæti þess vegna dugað að hjálpa lokinu af stað. Hef séð þennan búnað að mig minnir aftan á mótornum, kannaðu það. Ef ekki er það bara slaghamarinn og kúbeinið, hefur aldrei brugðist svo ég best viti. Kv. Anton
Hann er reyndar ekki með Ford en ætti nú samt að duga á Hondu líka  :roll:
Title: Re: loka
Post by: Belair on March 07, 2008, 00:17:29
Quote from: "nonnivett"
Quote from: "TONI"
Ætti að getað skrúfað þetta handvirkt niður, er held ég hægt í einhverjum bílum, gæti þess vegna dugað að hjálpa lokinu af stað. Hef séð þennan búnað að mig minnir aftan á mótornum, kannaðu það. Ef ekki er það bara slaghamarinn og kúbeinið, hefur aldrei brugðist svo ég best viti. Kv. Anton
Hann er reyndar ekki með Ford en ætti nú samt að duga á Hondu líka  :roll:


:smt043 góður Nonni
Title: pontiac
Post by: TONI on March 08, 2008, 03:50:40
Þetta lærði ég af því að eiga Pontiac Trans-am................og fleiri en einn. Síðan þá hef ég þroskast :wink: