Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: torrio on March 05, 2008, 21:56:13

Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: torrio on March 05, 2008, 21:56:13
Er á nissan patrol 98 breyttum á 38. Ætlaði að forvitnast hvort einhver gæti hjálpað mér.Málið er það að þegar ég skelli honum í fjórhjóladrifið og er búinn að keyra smá spotta kemur bank og bíllinn kippist aðeins til.Svo líður smástund,ca 30 sek þá kemur þetta aftur og gengur svoleiðis þar til ég tek hann ú 4x4.. Hefur einhver hugmynd um hvað þetta er????
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Sigtryggur on March 05, 2008, 22:19:56
Er að lenda í því sama með Explorer Sportrack :smt102
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: User Not Found on March 05, 2008, 23:06:20
Ég var með gmc pickup með stuttu 10 bolta framhásingunni og annar öxullinn gékk alltaf aðeins út ónýtt c splitti inní hásingunni en hann lét svipað var í fínu lagi í afturdrifinu en þegar ég setti í 4x4 þá átti hann til að smella í framdrifinu og var sérstaklega leiðinlegur í beygjum.
Þetta gæti verið eithvað svipað
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Gizmo on March 07, 2008, 12:39:04
það eru ónýtar driflokur hjá þér, þú gætir reddað þér með því að víxla þeim þar sem þær slitna meira í aðra áttina.  Best væri þó að setja nýjar.
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Sigtryggur on March 07, 2008, 18:17:58
Quote from: "Gizmo"
það eru ónýtar driflokur hjá þér, þú gætir reddað þér með því að víxla þeim þar sem þær slitna meira í aðra áttina.  Best væri þó að setja nýjar.

Nú eru nákvæmlega sömu einkenni í Sporttrackinum hjá mér,og ekki er hann með driflokur.Hann snýr alltaf framskaftinu svo að hann er bara að skifta í millikassanum.Einhverjar fleiri tillögur Gizmo?
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: KiddiJeep on March 07, 2008, 18:20:39
Mig grunar að það sé eitthvað ekki alveg með felldu inní millikassanum, t.d. slök keðja eða eitthvað í þá áttina... :?
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Sigtryggur on March 07, 2008, 18:21:54
OK.
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: KiddiJeep on March 07, 2008, 18:29:07
var það ekki annars rétt skilið hjá mér, að þetta gerðist aðeins þegar þú ert í framdrifinu?
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Sigtryggur on March 07, 2008, 18:55:50
Jú það er rétt skilið.Það er eins og hann byggi upp spennu sem hann losar síðan með slink eða höggi,skrítið samt að mér finnst þetta alltaf vera v/m að framan :?: Þegar hann losar um "spennuna"er ég ekki frá því að hann detti úr framdrifinu í augnablik um leið ](*,)
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: KiddiJeep on March 07, 2008, 19:26:40
En ertu viss um að það séu ekki einhverskonar sjálfvirkar lokur t.d. vakúmlokur sem eru að svíkja þig?
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Sigtryggur on March 07, 2008, 19:38:28
Já,ég er nokkuð viss um það.Þessi er með fasta drifkúlu að framan og sjálfstæða fjöðrun.Ekkert vacumsystem á því.Hef einu sinni skift um framhjólalegu h/m og hubbið fer beint upp á öxulinn.Getur verið að vinstri öxullinn eða eitthvað þar sé að stríða mér,þekki ekki mikið inn á svona framdrifsdót.  :smt013 Ens og ég sagði þá snýr hann og hefur alltaf snúið framskaftinu.
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Weiki on March 07, 2008, 23:42:44
taktku driflokurnar og láttu sjóða þær fastar fyrir þig. Það er ekki hægt að fá almennilegar driflokur í patrol.
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Björgvin Ólafsson on March 08, 2008, 00:36:47
Quote from: "Sigtryggur"
Já,ég er nokkuð viss um það.Þessi er með fasta drifkúlu að framan og sjálfstæða fjöðrun.Ekkert vacumsystem á því.Hef einu sinni skift um framhjólalegu h/m og hubbið fer beint upp á öxulinn.Getur verið að vinstri öxullinn eða eitthvað þar sé að stríða mér,þekki ekki mikið inn á svona framdrifsdót.  :smt013 Ens og ég sagði þá snýr hann og hefur alltaf snúið framskaftinu.


Er þetta sídrifsfákur sem þú er með Tryggur?

kv
Björgvin
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Sigtryggur on March 08, 2008, 00:43:18
Nei! En eins og ég sagði áður,engar driflokur,snýr alltaf framskaftinu.Einungis skift úr 2wd í 4wd á millikassanum,þ.e. sá gjörningur einn setur hann í 4wd. 8-[
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: Árni Hólm on March 08, 2008, 01:39:28
sjálvirkar lokur voru til á svona splorerum og tel ég víst að vandamálið liggi þar.
varðandi patrol lokurnar er það bísna góður búnaður hafi menn lesið manualið alla leið
Title: Skrítið hljóð í fjórhjóladrifinu....
Post by: cv 327 on March 08, 2008, 15:14:32
Sælir.

Er með GMC Jimmy sem ekki með lokur, en barka sem er tengdur í fasta drifhúsið og sogpungur togar og sleppir barkanum í einhverskonar kúplingu inní drifinu, sem tengir annan öxulinn við drifköggulinn. (sé öxullinn ekki tengdur, fríhjólar drifið í 2w drive eins og um lokur væri að ræða)

Sé þessi sogpúngur orðinn hálf óþéttur, getur framdrifið dottið inn og út.

Það þarf sem sé tvennt að gerast þegar maður setur stöngina í 4W drive, tengja framdrifið í millikassanum og öxullinn að splittast við drifið í kögglinum.

Þegar ég fékk bílinn var sogpungurinn ónýtur og hann tók ekki framdrifið, þó framskaftið snérist, (sogpungurinn var staðsettur undir rafgeymasætinu og barkinn lá þaðan í drifhúsið.

Kanski er þetta einhvern vegin svona útbúið á Splorernum hjá þér?

Patrolinn er með sjálfvirkar lokur sem svíkja oft.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.

Kv. Gunnar B.