Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Kiddi on February 23, 2008, 23:56:19
-
Jæja.. ég er veikur heima og mér leiðist, en þá sérstaklega yfir því hvað er komið mikið af mustang leitarþráðum :lol:
En hvaða bílar eru þetta í dag eða hvað varð af þeim..??
Mér sýnist ég hafa hér Chevy II (nova), ekki mikið af þessu novu boddy sést upp á braut... Hvaða kvikindi er þetta :)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/normal_2365.jpg)
Hvernig fór fyrir þessari "warlock" Vegu??
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/warlock_vega.jpg)
Hvað varð af gömlu vegunni hans Leifs?
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/normal_vega2.jpg)
Er þetta bíllinn sem bróðir Nonna Vett er og var með? Nonni hvað er með brósa??
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/normal_341.jpg)
Er þetta Þórður sjálfur?? Á Vegunni sinni :?: :)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/normal_293.jpg)
Er þetta ekki hideaway '69 RS/SS camaroinn sem ég talaði um um daginn... sjá ristar á húddi eða er þetta lofthreinsarinn eða já jafnvel hálskraginn á keppinautinum?? :) ....
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/normal_2433.jpg)
Þar hafið þið það :roll: :wink: :wink:
-
þessi númer 1 er þetta ekki blæju rambler :? mér fynst þetta vera blæju bill en er ekki viss með novu :? :?:
-
eg er sammala þer stjáni þetta er Rambler ekki nova
-
Hva eru þið að rugla :lol:
-
Á mynd no.1 er bíll sem Bjarni Bjarnason fyrv. formaður eignaðist eftir að þessi mynd er tekin Honum var gefinn bíllinn en honum síðan stolið og ekki sést síðan svo ég hafi heyrt.Man eftir honum bak við timburskúr upp á Höfða þar sem var fyrirtæki sem gerði út jarðvinnuvélar,þar vann Haffi sem átti "stangastökkvarann"sem pabbi þinn átti áður.
Mynd no.2Held að Brynjar Gylfason (Pústmanns)hafi rifið Warlock Veguna,hún var víst orðin mjög ílla ryðguð.
Mynd no.3 Þekki ekki afdrif hennar,mynnir þó að hún hafi endað úti á landi og síðan rifin.
Mynd no.4Haraldur Haraldsson átti þessa.Haddi og Sigurjón bróðr hanns áttu "par"Novan hanns Sigurjóns var máluð eins.Óskar Einars(ÓE)keypti af Hadda,held að Haddi hafi keypt hann aftur nokkrum árum síðar á Skagaströnd þá ónýtan af ryði og rifið hann.
Mynd no.5Sami bíll og á mynd 4.
Mynd no.5Líklegast Y 43 RS clone.
-
Jæja þá.. best að vera með sem minnst af fullyrðingunum :x
Þessi nova hinsvegar virðist vera tilbúin í skurðaðgerð, sakleysið uppmálað..
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/nova_68_74/normal_Nova%2071.jpg)
Jæja, hér er ég á heimavelli... '67 Lemans/Tempest með vinyl topp :!:
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/tempest_lemans_gto_65_67/normal_311.jpg)
Gamli Óman N.??
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/normal_1110.jpg)
Hvað er hér í gangi...??
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_74_81/normal_purplecamaro.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/syningar/1991_KK_radhusid/normal_2313.jpg)
Hva með Eggert... dáist alltaf af þessum lit :)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/syningar/1991_KK_radhusid/normal_2311.jpg)
-
N/M
-
Sá svarti , Warlock Vegan var rifin af Binna Gylfa.Bíllinn brúni er það ekki Vegan sem Þórður á í dag,og varð svo rauður . Og er það ekki sama Vegan og er mynd af á einni kvartmílusýningunni neðar í þræðinum.
-
Brúna Vegan er EKKI bíllinn hans Þórðar(sjá svar mitt hér ofar á þræðinum).Þórðar bíll var dökkgrænn með 307 að mig minnir þegar hann eignaðist hann í upphafi.
-
Hei Kiddi!!!Hvað varðum myndina af Chevy II tuskutoppnum :?:
ok þá það ljótur chevy kemur fyrir að menn gera misstök
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/normal_2365.jpg)
1964 AMC Rambler American
(http://www.cascaderamblers.org/images/60/64rac.jpg)
-
Hei Kiddi!!!Hvað varðum myndina af Chevy II tuskutoppnum :?:
http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/2365.jpg
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/normal_2365.jpg)
1964 AMC Rambler American
(http://www.cascaderamblers.org/images/60/64rac.jpg)
(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/benni_myndir_045.jpg)
NEI
Bel-air. nú ert þú farinn að vaða tóma steypu!
-
:smt017 skoað betur Ein moment
-
ææ þurftu menn að eyðileggja þráðinn minn.... þetta var eins og með 69 barracuduna og 69 camaroinn um daginn :lol: :lol:
stay GM 8)
PS. þetta er 62-63 chevy II convertible sem vanntar framljósin á o.fl.
-
Ætli þetta sé eini Chevy II sem hefur komið upp á braut, hingaðtil??
-
ja 1964 chevy er Rambler ljótur :oops:
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/normal_2365.jpg)
(http://www.64tempest.com/images/nova_1_dcp_0035_86cw.jpg)
1963
(http://jalopnik.com/assets/resources/2007/08/63_Nova_RH_Frt_Qtr.jpg)
(http://jalopnik.com/assets/resources/2007/08/63_Nova_LH.jpg)
(http://jalopnik.com/assets/resources/2007/08/63_Nova_Spring_Shackles.jpg)
-
ææ þurftu menn að eyðileggja þráðinn minn.... þetta var eins og með 69 barracuduna og 69 camaroinn um daginn :lol: :lol:
stay GM 8)
PS. þetta er 62-63 chevy II convertible sem vanntar framljósin á o.fl.
:smt098
-
Ætli þetta sé eini Chevy II sem hefur komið upp á braut, hingaðtil??
Kristján Finnbjörns. er með sama boddy.
-
Ætli þetta sé eini Chevy II sem hefur komið upp á braut, hingaðtil??
Kristján Finnbjörns. er með sama boddy.
Já döhh.. Stjáni karlinn
-
Hvað með alla hina bílana... s.s. gulllituðu novuna :?:
-
Hvað með alla hina bílana... s.s. gulllituðu novuna :?:
Held að þetta sé bíll sem kom á sýningu hjá okkur í Ráðhúsinu ca.´94 þá nýmálaður og mjög heill.Algerlega óbreyttur og ofsalega 6 cylendra. 8) Hef ekki séð hann mjög lengi.
-
Já þetta er einmitt eitthvað tæki sem er klárt í skveringu.... (http://www.turbomustangs.com/smf/Smileys/default/welder.gif)
-
en þessi man ekki eftir umræðu um hann en maður man ekki eftir öllum þráðum her :oops:
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/firebird_transam_82_92/1576.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/syningar/1991_KK_radhusid/2303.jpg)
-
General er gríða vont.
greiðir engan veginn.
Þó beri þeir mont,
Þurfa þeir sinn meginn.
-
Sælir félagar. :)
Upptalningin hjá Sigtryggi hér fremst í þræðinum er alveg hárrétt.
Bíllinn með tuskutoppinn er Chevy II. (skondið hvað ChevyII, Rambler American, Ford Falcon og Dodge Dart voru líkir á þessum árum).
Hvíta Vegan með röndunum var brún áður en hún var máluð hvít af Haraldi Haraldssyni, og hún var líka þarna fyrst með 283cid og beinskipt þegar hún var brún, og já Haraldur átti hana líka þá.
Hvað varðar Novuna í neðri myndaröðinni hjá Kidda, þá man ég ekki betur en hún hafi verið L6 og með Powerglide.
Mig mynnir að hann Benni sem átti gulu/grænu/rauðu Novuna hafi verið að reyna að ná þessari og ætlað að hafa hana sem dráttarbíl. :shock:
Það er eins og mig mynni líka að hún hafi að lokum verið seld norður á Akureyri, þó get ég verið að rugla saman við Chevelle sem fór þangað. :-k
Rauði Camaro-inn er mjög sennilega bíllinn sem að Ómar N átti, ég man þó ekki eftir honum á svona felgum og já Ómar kom líka með Chevy II á brautina áður en sá bíll varð ljósastaur að bráð. :cry:
Sem sagt það hafa allavega komið þrír Chevy II á brautina.
Við megum ekki gleyma Kristjáni F .:!: .
Ég ætla að reyna að finna mynd sem að ég á að eiga af Vegunni hans Haraldar og Novuni hans Sigurjóns bróður hans á bíla sýningu 1985-6, þar sem að þeir voru málaðir eins og saman í bás.
-
Gaman er að geta sér,
til um ýmsa gé-emm
Gm maður gáð´að þér
að versla ei við té-emm
-
Hvað er gaman við það brúk,
sem gm kallar bíla.
Svað sem gjarna fælir strút,
en líkja má við fíla.
-
:-k
Fyrir norðan má þar finna
markar góða hageringa
,en vesta er við þessa hageringa
þeir hald Ford séu Bílar
:-#
-
Sælir félagar.
Rauðbrúna Vegan no 5 átti Sigurður Magnússon félagi minn og er hann þarna á myndinni. Vegu þessa keypti hann norðan frá Akureyri og var með 350 Olds. og eldgamla Ford hásingu með Esab læsingu og virkaði mjög vel .
Kom 2svar upp á braut í fyrra skiptið með bilað drif og spólaði hann út alla brautina þá. Þennan bíl sprautaði hann svo gulan og setti sílsapústurrör og var með hann á sýningu í Kolaportinu 84-85 .
Þessi bíll endaði ævina eins og svo margir á ljósastaur og sá ég hann
síðast í Dalshrauninu í Hafnafirði í klessu á framan.
Kv. Stebbi
-
Sælir félagar. :)
Hvað varðar Novuna í neðri myndaröðinni hjá Kidda, þá man ég ekki betur en hún hafi verið L6 og með Powerglide.
Mig mynnir að hann Benni sem átti gulu/grænu/rauðu Novuna hafi verið að reyna að ná þessari og ætlað að hafa hana sem dráttarbíl. :shock:
Það er eins og mig mynni líka að hún hafi að lokum verið seld norður á Akureyri, þó get ég verið að rugla saman við Chevelle sem fór þangað. :-k
Hún er hér fyrir norðan, orðinn svört og með 350 - en kom vissulega "L6"og tveggja gíra olíubíttari 8)
kv
Björgvin
-
Sá brúni/gyllti er á Akureyri núna, svartur með fasta nr. BI-026 og skr.nr A-1037
-
Sá brúni/gyllti er á Akureyri núna, svartur með fasta nr. BI-026 og skr.nr A-1037
1971 Nova
-
Kristján F 64'Nova
-
en þessi man ekki eftir umræðu um hann en maður man ekki eftir öllum þráðum her :oops:
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/firebird_transam_82_92/1576.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/syningar/1991_KK_radhusid/2303.jpg)
Þetta er 1987 GTA.
Hann var fluttur inn af Bilabúð Benna ca. 88-89. Það var sett á hann þetta fiberhúdd sem passaði aldrei sérlega vel á hann. Hann staldraði stutt við í Reygíg og kom norður til Akureyrar og var þar sumarið 1990 og var þá í eigu Leifs Jónssonar sem vinnur í Kjarnafæði.
Vinur minn á Egilsstöðum kaupir hann svo af Leifi ca. 90-91. 1992 fer hann svo suður í nám í nokkur ár og tekur bílinn með sér.
Ca. 1998 fer mjög hress 350 vél í hann (áfram með TPI) sem Hafsteinn Valgarðs hafði græjað. Fljótlega eftir það settum við bílinn inn í skúr og tókum hann allann í sundur til að láta mála hann með bjartari hvítum lit. (það sá varla á bílnum) Ýmislegt flott dót var keypt í hann. td flottar 17" póleraðar álfelgur, lækkunargormar, 9" ford, strut bar, subframe connectors ofl. Einnig var græjað nýtt húdd með sérsmíðuðu scoopi hjá Impedus og skiptingin gerð mun sterkari.
Þegar við erum að setja bílinn saman tökum við eftir gulri slikju sem virtist vera í lakkinu. Haft var samband við lakkframleiðandan og sögðu þeir að galli hafi verið í grunninum frá þeim sem hafði komið upp í gegnum allt, en það væri í lagi að lakka aftur yfir bílinn. Bíllinn er því málaður með hvítu yfir aftur. Við byrjum að setja bílinn saman aftur en fljótlega sáum við gulu slikjuna birtast aftur. Nú voru góð ráð dýr þar sem vinur minn var að fara að flytja aftur til Egilsstaða eftir mjög stuttan tíma. Bíllinn var hreinsaður og málaður í þriðja skiptið, en tíminn var útrunninn. Bíllinn var fluttur austur í pörtum og hefur eigandinn haft í of mörgu að snúast (fjöslkylda, vinna og húsbyggingar) til að setja bílinn saman ennþá. Ég skoðaði bílinn síðasta sumar hjá honum og hann er allur sem nýr, bara að setja saman. Stefnan var tekin á að fara að klára bílinn í sumar. Ég ætla að reka á eftir honum og jafnvel skreppa austur og grípa aðeins í verkfæri með honum. 8)
Þessi bíll er sem sagt nánast óekinn og allur sem nýr...
...bara í pörtum.
-j
-
Sælir félagar.
Rauðbrúna Vegan no 5 átti Sigurður Magnússon félagi minn og er hann þarna á myndinni. Vegu þessa keypti hann norðan frá Akureyri og var með 350 Olds. og eldgamla Ford hásingu með Esab læsingu og virkaði mjög vel .
Kom 2svar upp á braut í fyrra skiptið með bilað drif og spólaði hann út alla brautina þá. Þennan bíl sprautaði hann svo gulan og setti sílsapústurrör og var með hann á sýningu í Kolaportinu 84-85 .
Þessi bíll endaði ævina eins og svo margir á ljósastaur og sá ég hann
síðast í Dalshrauninu í Hafnafirði í klessu á framan.
Kv. Stebbi
Þarna held ég þú farir með rangt mál Stebbi!
Vegan sem Siggi lyng átti var miklu lægri að aftan og á 14" 4ra arma bita felgum (cragar/rocket).Þessi á mynd no.5 stemmir við Veguna hans Hadda áður en hann málaði hana þmt. felgur. 8)
-
Qoute= Jæja, hér er ég á heimavelli... '67 Lemans/Tempest með vinyl topp :?:
Sæll,næstum því rétt hjá þér Kiddi,þetta var 66 með 67 grilli 350 12 bolta
2 gíra Powerslide
Halldór
-
Ok..
En hvað er með þetta tæki.. front runners, veltibogi, cowl hood, 26" slikkar og vélarleysi sýnist mér... Var þetta flutt inn fyrir stuttu?
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_74_81/normal_purplecamaro.jpg)
-
Hann er svona núna,
Hann var fluttur inn fyrir nokkru.
-
Hvaða klúður er þetta... :?
-
Hvaða Challanger bílar eru þetta á mynd 1 á bls 1. Svartur og annar
gulur lengra í burtu. Challangerin alltaf flottur.
En Chevy II finnst mér bara vera með ljótari bílum frá USA.
-
Hvaða Challanger bílar eru þetta á mynd 1 á bls 1. Svartur og annar
gulur lengra í burtu. Challangerin alltaf flottur.
En Chevy II finnst mér bara vera með ljótari bílum frá USA.
Obobobb....... :roll: :roll: vil minna á að þetta er GM þráður :wink:
og Chevy II eru FLOTTIR vagnar 8)
(http://www.airtightgrafix.com/images/67%20Chevy%20II.jpg)
-
Þennan fjólbláa camaro flutti gísli g í torfæruni inn, aðalega útaf kraminu held ég, minnir að það hafi verið big block 496 í húddinu með Brodix álheddum og einhverju fleiru
-
Jú þessi er mikið skárri en þessi gamli, hvað er þessi blái 66 eða 67.?
-
--------------------------------------------------------------------------------
10.39 skrifaði:
Sælir félagar.
Rauðbrúna Vegan no 5 átti Sigurður Magnússon félagi minn og er hann þarna á myndinni. Vegu þessa keypti hann norðan frá Akureyri og var með 350 Olds. og eldgamla Ford hásingu með Esab læsingu og virkaði mjög vel .
Kom 2svar upp á braut í fyrra skiptið með bilað drif og spólaði hann út alla brautina þá. Þennan bíl sprautaði hann svo gulan og setti sílsapústurrör og var með hann á sýningu í Kolaportinu 84-85 .
Þessi bíll endaði ævina eins og svo margir á ljósastaur og sá ég hann
síðast í Dalshrauninu í Hafnafirði í klessu á framan.
Kv. Stebbi
Þarna held ég þú farir með rangt mál Stebbi!
Vegan sem Siggi lyng átti var miklu lægri að aftan og á 14" 4ra arma bita felgum (cragar/rocket).Þessi á mynd no.5 stemmir við Veguna hans Hadda áður en hann málaði hana þmt. felgur.
_________________
Sigtryggur H
´66 Fairlane GT
428 CJ
13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
Rétt hjá þér Sigtryggur.
Ég skoðaði myndina ekki nógu vel. Mundi ekki eftir Vegunni hans Hadda
í þessum lit.
Kv. Stebbi
-
Þessa Novu held ég að ég kannnist við. Það voru Halldór og Þorsteinn Gunnlaugssynir í Hafnarfirði sem áttu hana ,settu í hana 327 . þeir voru með hana á Búkkasstöðum, þeir kaupa hana af honum Hreim.
kv Harry
-
Hvaða Challanger bílar eru þetta á mynd 1 á bls 1. Svartur og annar
gulur lengra í burtu. Challangerin alltaf flottur.
En Chevy II finnst mér bara vera með ljótari bílum frá USA.
Er þetta ekki svart 440 challanger sem að Sverrir Vilhems. átti og þessi
guli 318 challanger er bíllinn hans Stein.
Þessi svart var sérstaklega flottur,hvítur að innan.
Var keyrður á staur seina :roll:
-
Hann er svona núna,
Hann var fluttur inn fyrir nokkru.
Það vantar orðið á hann hurðarnar og skottið og drifið held ég,dauðlangar í hann en var sagt að hann væri ekki til sölu.....
-
Hann er svona núna,
Hann var fluttur inn fyrir nokkru.
Það vantar orðið á hann hurðarnar og skottið og drifið held ég,dauðlangar í hann en var sagt að hann væri ekki til sölu.....
:twisted: áhverju keyptur hann ekki í Maí 2007 :lol:
-
Sælir félagar. :)
Hérna koma nokkrar í viðbót fyrir GM karlana.
Á myndunum eru Vega bílarnir sem að menn hafa verið að tala um.
Sú Gula með 350cid Olds, og sú Hvíta sem áður var brún með 350cid Chevy.
Þá kemur Pontiac "GTO" (ekki alvöru) með 400cid, sem búið er að rífa í dag, og síðan Camaro-inn sem hann BLÁR hérna á spjallinu málaði og kallaði "Screaming Eagle".
Myndirnar af Vegunum eru frá sýninguni 1985 og af himun tveimur eru frá sýningu 1984.
Kem með fleiri seinna!!
-
geðveikur svarti GTO inn er hann enn til
-
fyrst að það er kominn svona þráður þá vantar mig myndir af gamla bílnum hans pabba
vega 75 boddy-ið brún með spoiler sem náði niður á afturbrettin, 3 gíra beinbíttuð, hún lenti í tjóni og framendinn varð aldrei beinn aftur, pabbi seldi felgurnar og vélina úr honum og fékk sér aftur 4 cyl í hann með portuðu heddi. sá sem keypti hann af honum gróf hann síðan rétt fyrir utan sauðárkrók
-
Hmm Er þetta gamla Vega hans Hrafns?
-
Hmm Er þetta gamla Vega hans Hrafns?
sá sem keypti hana af pabba heitir sævar
sá sem keypti felgurnar og það heitir davíð og hann átti þennan:
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/amc/normal_291.jpg)
-
Man eftir gulu vegunni fyrir um 20 árum.
Var að vinna með þá verandi eiganda
út í Skerjafirði (skeljungi).