Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: cv 327 on January 31, 2008, 02:45:13

Title: Malibu
Post by: cv 327 on January 31, 2008, 02:45:13
Veit einhver um afdrif þessa bíls?

(http://pic40.picturetrail.com/VOL281/10000108/18380638/301551107.jpg)

(http://pic40.picturetrail.com/VOL281/10000108/18380638/301555036.jpg)


Ég vissi af honum síðast á Selfossi, þá var reyndar búið að sprauta hann aðeins öðruvísi grænan, með ljósgrænum röndum.

Kv. Gunnar B.
Title: Malibu
Post by: Chevy_Rat on January 31, 2008, 07:43:39
ég veit ekki um þennann tiltekna bíl samkvæmt skráníngar-númeri!,en Robbi fyrrverandi partasali í Reyðarfirðinum var með 2-stk svona Malibu bíla á sínum tíma,en það er mjög langt síðan það var ætli það séu ekki 16-18 ár síðan?..ATH ártala ekki alveg á hreinu!,annar bíllinn var með 400-sbc en ég man ekki mótorstærðina sem var í hinum bílnum en það var samt sbc,annar bíllinn var dökkblár á litinn og hinn silvurgrár og svartur á litinn og eru báðir þeir bílar fyrir löngu farnir í brotajárn!!!.
Title: Malibu
Post by: Leon on January 31, 2008, 10:30:00
Er þetta ekki bara Malibu-inn sem er á Eyrarbakka :?:

http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=176&pos=94
Title: Malibu
Post by: cv 327 on January 31, 2008, 21:07:25
Quote from: "Leon"
Er þetta ekki bara Malibu-inn sem er á Eyrarbakka :?:

http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=176&pos=94


Takk fyrir.
Erfitt að átta sig á því, nema að skoða eigandaferil. Ef þetta er sá sem var að spyrja um, þá hefur hann elst vel. :)

Kv. Gunnar B.
Title: Chevelle
Post by: 429Cobra on January 31, 2008, 23:32:40
Sælir félagar.

Chevelle-an sem spurt er um er ekki þessi sem er á Eyrarbakka, það er þessi hérna:
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/chevelle_71_350__medium_.jpg)

Þessi hér að neðan er hinns vegar bíllinn sem spurt er um, ég tók þessa mynd á brautinni 1981 og þá mynnir mig að Ingimar Baldvinsson (IB) hafi verið á bílnum.
Title: Malibu
Post by: cv 327 on February 01, 2008, 00:01:04
Sæll Hálfdán.

Þetta er rétt hjá þér. Þekki gripinn í þessu útliti. :D
Man ekki nákvæmnlega hvenær þessi bíll var seldur á Selfoss eða hvort Ingimar keypti, en ég var aðstoðarmaður hjá keppanda þessa bíls.
Eigandi þá var Hafsteinn Björgvinsson, en hvaða ár man ég ekki alveg  "80 eða"81. :oops:
Getur verið að Hafsteinn sé þarna á ferð en ekki Ingimar? :?
Áttu nokkuð fleiri myndir af bílnum?

Kv. Gunnar B.
Title: Chevelle.
Post by: 429Cobra on February 01, 2008, 00:13:23
Sælir félagar. :)

Sæll Gunnar.

Það má meira en vel vera að Hafsteinn sé þarna á bílnum.
Þeir komu tveir saman Þessi Chevelle og síðan AMC Matador með 360cid sem að Pétur Jensson var á.

Ég man eftir því að Ingimar kom með þennan bíl upp á braut á bílpalli sennilega 1982-3.

En er spurning hvort að Jakob Sæmundsson hafi einhvertíma átt þennan bíl?
Ég man allavega  að Ingimar keypti 1971-2 Chevelle silfurgráa með svörtum röndum af honum.
Guðmundur Kjartansson gæti sennilega varpað ljósi á þetta!!!!????
Title: Önnur.
Post by: 429Cobra on February 01, 2008, 00:22:32
Sælir félagar. :)

Hér kemur myndir af Chevelle vs Matador:
Title: Malibu
Post by: cv 327 on February 01, 2008, 00:22:48
Sæll Háldán.

Við komum nú bara einbíla, keyrandi úr Garðinum. Nýbúnir að skvera bílinn. Vorum alveg að ærast, því við keyrðum alla leið með opnar flækjur, :spol:  sem við settum í kvöldið áður.  :D

Kv. Gunnar B.
Title: Chevelle vs Matador
Post by: 429Cobra on February 01, 2008, 00:26:55
Sælir félagar. :)

Sæll aftur Gunnar.

Það er örugglega rétt hjá þér, það sem ég man eftir er að þessir tveir bílar komu hver á eftir öðrum og margir voru að tala um að þeir væru í samfloti.

En það er alltaf gaman að heyra réttu sögurnar svona um það bil þrjátiu árum seinna. :smt003  :smt005
Title: Malibu
Post by: cv 327 on February 01, 2008, 00:36:29
Sæll Hálfdán aftur.

Já það er gaman að rifja þetta upp og takk fyrir myndirnar.
Sérstaklega gaman fyrir mig að sjá þær, því að þetta er fyrsta sprautuhandverkið mitt á bíl og ég átti enga mynd af því. :smt023

Kv Gunnar B.