Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: dilbert on January 28, 2008, 12:37:00
-
Góðann daginn,
ég er með Dodge dart árgerð 67 sem ég er að gera upp og ég er í smá vandræðum :? þegar ég keypti hann var ný vél í honum og hún virkaði fínt en svo einn daginn fór hann ekki í gang :? ég er búinn að setja nýjann startara í hann og nýtt háspennukefli og ýmislegt annað en samt fer hann ekki í gang það heyrist bara klikk klikk og stundum ekkert,veit einhver hvað gæti verið að? :o
-
vélin föst?
-
Skelltu honum í hleðslu :D
-
Geymasambandið?
-j
-
Prófaðu að setja rafgeymirinn í hleðslu.
Gæti líka verið öryggi.
-
Er þessi nokkuð með startpunginn utan við startarann sjálfan, td á innra bretti. Ef svo er gæti bilunin legið þar.
Kv. Gunnar B.