Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: MoparFan on January 22, 2008, 23:52:59

Title: Summit racing pöntun
Post by: MoparFan on January 22, 2008, 23:52:59
Ég er að spekulera hvað ég má búast við að borga í gjöld og tolla af pöntun frá Summit.

Partarnir voru uppá 300 $ og gaurinn sagði mér að það yrðu 350 $ í shipping and handling = 650 $

Er einhver með vitrænt gisk á svona pakka  :D
Title: Summit racing pöntun
Post by: Einar K. Möller on January 22, 2008, 23:55:11
Fer eftir því hvaða hluti þú varst að panta.... allt vélatengt fyrir utan kveikjubúnað er tollfrjálst fyrir utan VSK, skiptingartengdir hlutir og annað í drivetrain er tollað.
Title: Summit racing pöntun
Post by: MoparFan on January 23, 2008, 00:07:20
Já ok,
þá er semsagt Oil Pan Package og Engine gasket set = 140 $ ótollað

en Cover yfir bílinn og felgurær = 160 $ tollað

Þetta kemur í ljós allt saman..... hvað eru menn lengi að fá svona sendingu??  Pantaði í dag og það á að sendast með FEDEX.... gæti verið komið eftir viku eða hvað??
Title: Summit racing pöntun
Post by: vinbudin on January 23, 2008, 01:28:58
Það er misjafnt ég hef fengið sendingu frá summit á 3 dögum með fedex
Title: Summit racing pöntun
Post by: -Siggi- on January 23, 2008, 12:24:12
Ég mundi búast við svona 20þ kalli í gjöld.
Title: Summit racing pöntun
Post by: íbbiM on January 23, 2008, 14:59:56
ég hef fengið vörur frá us á sólahring, en líka þurft að bíða í 4 mán
Title: Summit racing pöntun
Post by: Racer on January 23, 2008, 15:50:38
fer eftir hver keyrir þetta úr  :lol:
Title: Summit racing pöntun
Post by: ICE28 on January 23, 2008, 21:47:54
þetta verða engin 20.000 í gjöld sem þarf að greiða hér
Title: Summit racing pöntun
Post by: Racer on January 24, 2008, 22:08:44
1280 kr til svona 12-14 þús myndi ég telja.
Title: Summit racing pöntun
Post by: Gummari on January 25, 2008, 00:24:36
Djöfull eru menn flottir á því bara verslað í ameríkuhreppi $$$
hvaða gullfallegi vagn er svo að fara kúra undir coveri  8)
Title: Summit racing pöntun
Post by: MoparFan on January 25, 2008, 15:21:55
Hurru það er betra að hafa coverið tilbúið ef að kagginn þyrfti að standa úti eina tvær nætur, svo það sjái ekki á lakkinu sjáðu til  :wink:
Title: Summit racing pöntun
Post by: firebird400 on January 27, 2008, 15:56:42
Ertu að fara að borga 350 $ í shipping og handling fyrir einhverjar pakkningar og felgurær

Shit

Ég borga yfirleitt ekki nema 11 dollara í shipping og handling hjá Summit

311 dollarar kosta heim komið í gegnum shopusa 40000 kr

Ef þú ætlar að fara að borga flutning og tolla af 650 $ þá getur þú nánast tvöfaldað 40 þ. kallinn

Er ég kannski einhvað að misskilja þetta hjá þér eða ?
Title: Summit racing pöntun
Post by: Racer on January 27, 2008, 17:29:10
hvar ertu búsettur á landinu Moparfan? , þá hvaða hverfi.
Title: Summit racing pöntun
Post by: MoparFan on January 27, 2008, 21:22:03
Sælir strákar,

ég ákvað að prófa að panta hjá þeim og sjá hvað það kostar. Læt ykkur vita þegar ég er kominn með allt í hendurnar.  Ég er sammála að það sé rosalega mikið ef það eru 350 $ í sendingarkostnað.  Kemur í ljós   :D

Ég er í Hafnarfirðinum.
Title: Summit racing pöntun
Post by: eva racing on January 28, 2008, 15:24:44
Hæ.  
   Ef þetta er ekki rennibekkur sem þú ert að kaupa blessaður fáðu manninn til að setja þetta í USPS og athugaðu hvort sendingakostnaðurinn fer ekki niðrí svona $30.      Venjulega er pósturinn 5-9 daga en reyndar þarftu að láta gera tollskýrslu fyrir þig niðrá pósti en það er einhver 1500kr.    Nema þú eigir náttúrlega fullann norðurenda af aurum....

kv. Valur "goldstein"
Title: Summit racing pöntun
Post by: User Not Found on January 28, 2008, 19:17:32
Ég hef nú pantað nokkru sinnum frá summit og seinasta pöntunin var uppá boraða bremsu diska í suburban og bremsuklossa ásamt vatnskassahosu.
Þeir buðu mér uppá nokkra sendingarmöguleika og ég ákvað að taka það næstdýrasta og það var fedex priority (ef minnið svíkur ekki) og miðast við 2-3 virka daga, sendingarkostnaðurinn við það voru 309 dollarar EN ég gat fengið ódýrast flutning fyrir 189 dollara frá öðru sendingarfyrirtæki og það miðaðist við 5-30 daga sendingartíma.
Þannig að þetta er bara spurning hvað maður vill sætta sig við og hversu mikið liggur á hlutunum.
Title: Summit racing pöntun
Post by: Racer on February 03, 2008, 01:08:36
svo fer eftir hversu duglegir menn eru að reka á eftir hlutunum. :lol:

ég veit að sendinginn er kominn í útkeyrslu og hún kom aftur inn af einhverji ástæðu.

Fedex
Selhella 9 fínn staður til að ná í hluti sem liggur á þá auðvita fyrir hádegi.
þetta er nú ekki það langt í burtu.. rétt við kvartmílubrautina ;) , furðulegt hvað sumir eiga það til að kvarta yfir að þetta er of langt í burtu.
Title: Summit racing pöntun
Post by: MoparFan on February 03, 2008, 22:22:29
Sælir félagar,

Sendingin mín kom á miðvikudag.

Reikningurinn frá Summit með handlingu var uppá 324 $ og sendingarkostnaður uppá 295 $

Samtals 41,000 krónur og kom á viku.  

Ég er sáttur við það og líka að geta þá haldið áfram að vinna í kagganum   :D
Title: Summit racing pöntun
Post by: -Siggi- on February 04, 2008, 18:54:22
Og hvað þurftir þú að borga í gjöld ?
Title: Summit racing pöntun
Post by: eva racing on February 11, 2008, 10:43:25
Hæ.
   Hver var kostnaðurinn hjá þér Pr.$..??

Ég var að fá svona smásendingu .   $459.90  + $30,00 SH.
  Tollur og bla bla var kr.10.944  svo heildarverð var  45.832kr.
  Sem deilt með 459,90 sem voru hlutirnir   gefur mér að  dollarinn er að koma inn á 99.94 kr.   það gleður mig allaf þegar maður nær sendingum inn á innan við 100 kall...
    Til að sjá kost.pr dollar verður maður að deila með því sem hlutirnir kostuðu,  ekki verð með sendingarkostnaði...

   Bara að spá hvað menn eru að ná vörum inná þ.e. hvað kostar hver dollar innkomið..
    Nei, ég er ekki með kostnað af símtali eða því að ná í þetta uppá pósthús.  það flokkast undir skemmtun, og er ekki til fjár..
 Kv. Valur Vífilss...
Title: Summit racing pöntun
Post by: Kiddi on February 11, 2008, 16:27:52
Smá PS....
ekki láta senda neitt með USPS, því þá lendir þú á íslandspósti og það er kvöl og pína  :!:  aldrei hitt meira leiðinlegra fólk :lol:
Title: Summit racing pöntun
Post by: MoparFan on February 11, 2008, 18:26:57
Sæll Valur,

reikningurinn frá Summit er uppá 324 $ og ég borga heimkomið 41.000 kr semsagt 126,54 krónur per dollar.  

Þú hefur gert mikið betri díl á þessu en ég.  Hvaða tíma tók að fá hlutina heim og frá hverjum pantaðiru, ef ég má spyrja  :)
Title: Summit racing pöntun
Post by: Heddportun on February 11, 2008, 19:01:56
UPS;DHL og FEDEX tekur 3-5virka í priority en 5-10 venjulega ef það fer yfir áætlaðantíma áttu rétt á að fá endurgreiddan sendingarkostnaðinn

USPS-Íslandspóstur,ódýrt og seinlegt,ALDREI senda neitt með þeim GROUND til íslands færð það eftir 3-6mán :lol:,4-10day shipping er lang hagstæðast
Ef e-h týnist hjá þeim er það TÝNT og borgar sig ekki að reikna með því á næstunni :lo:

Þú semsagt borgar um 7x þús fyrir þetta smádót komið heim?
Title: Summit racing pöntun
Post by: Racer on February 12, 2008, 19:48:25
ég segji að Fedex séu fljótustu í þessu.. aðallega vegna þess þeir nenna ekki að fara með sama pakkann út.

ég sé nú póstinn , ups og dhl ekkert vera að flýta sér þó ég hef lent á góðum ups guttum í hfj.. kannski vegna þess það er á leið inní rvk.

Alvöru kvartmílukarlar panta svo með Fedex.. klikkar ekki ;)
Nei ég er ekki að vinna hjá Fedex :) , hættur því
Title: Summit racing pöntun
Post by: Dodge on February 12, 2008, 21:19:27
Fedex er fínt... reyndar tolla allt vitlaust en það kemur ekki að sök.. :)

Einu viðskifti mín við ups fóru á þann veg að pakkinn endaði hjá nafna mínum í noregi :)
Title: Summit racing pöntun
Post by: eva racing on February 13, 2008, 09:20:34
Hæ.
  Ég hef fengið allnokkrar sendingar með USPS Og það er svona 6 til 11 dagar (þessi var 11 daga sem er það lengsta sem ég hef beðið)
Og svo lendir maður á þessu indælisfólki hjá ísl.pósti sem vill allt fyrir mann gera, fékk gott kaffi.  Bíða í 12 mínútur og allt klárt... pakkinn í hendurnar.

  Ef ég skil þetta rétt hjá þér borgaðirð $619 hjá Summit sem er ca 41.250 kr   og svo hvað í gjöld og vsk. ?   það allt deilt með 324 er hvað..????

Kv. Valur.
Title: Summit racing pöntun
Post by: MoparFan on February 13, 2008, 17:35:41
Sæll Valur,

ég er ekki búinn að sjá neinn meiri kostnað ennþá þannig að ég get ekki svarað því betur í bili.

Í hvaða græju ert þú að panta í?  Og frá hverjum pantaðiru?
Title: Summit racing pöntun
Post by: eva racing on February 13, 2008, 21:47:37
Hæ.
í fittingsfjósið mitt.. og það var frá sjoppu sem heitir Racepumps.
indæliskall....með svolítið spes dælur.
Valur
Title: Summit racing pöntun
Post by: Heddportun on February 14, 2008, 21:52:43
Quote from: "eva racing"
Hæ.
  Ég hef fengið allnokkrar sendingar með USPS Og það er svona 6 til 11 dagar (þessi var 11 daga sem er það lengsta sem ég hef beðið)
Og svo lendir maður á þessu indælisfólki hjá ísl.pósti sem vill allt fyrir mann gera, fékk gott kaffi.  Bíða í 12 mínútur og allt klárt... pakkinn í hendurnar.


Já það kemur fyrir að það sé snöggt ef það er enginn annar á ferðinni en svo getur það farið í 60mín og meira
Fínt að fá þetta sent heim með póstinum,kostar ekkert aukalega en tekur 2-3daga eftir að þú ert búinn að senda reikningin á email.Þeir eiga það til að senda reikningin sem fylgir heim og biðja um reikning :lol: