Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Valli Djöfull on January 21, 2008, 21:56:59

Title: Steypt start?
Post by: Valli Djöfull on January 21, 2008, 21:56:59
http://www.youtube.com/watch?v=Hi307DT7jWk

Þarna virðast fyrstu 150 fetin vera steypt..  Er þetta víða?
Title: Steypt start?
Post by: Kristján Skjóldal on January 21, 2008, 22:05:51
þetta er það besta steipa og hita lagnir :smt045
Title: Re: Steypt start?
Post by: JONNI on January 21, 2008, 22:09:54
Quote from: "ValliFudd"
http://www.youtube.com/watch?v=Hi307DT7jWk

Þarna virðast fyrstu 150 fetin vera steypt..  Er þetta víða?


Ja þetta þykir mér magnað að upplýsingafulltrúi KK hafi ekki spáð í þessu fyrr.

Langflestar alvöru bratir eru með steyptu starti

Kv

Jonni
Title: Steypt start?
Post by: Einar Birgisson on January 21, 2008, 22:10:13
Bestu brautirnar í usa hreppi eru steyptar
Title: Steypt start?
Post by: 1965 Chevy II on January 21, 2008, 22:14:59
það var verið að ljúka við að "endur" steypa Atco t.d
http://www.atcorace.com/artman/publish/cat_index_100.php
Title: Steypt start?
Post by: Kiddi on January 21, 2008, 22:21:30
Ég hef eftir manni sem vinnur við jarðvegsvinnu alla daga að það að steypa brautina okkar sé ekki mikið dýrara eða svipað og að malbika hana.
Jú olíuverð hefur rokið upp úr öllu og einnig er undirvinna mun meiri fyrir malbikið......

Hiklaust að fara í steypu ef brautin verður löguð :!:

Sléttara yfirborð=meira grip  :wink:
Title: Steypt start?
Post by: Kiddi on January 21, 2008, 22:33:42
Smá myndir til fóðleiks........
Norwalk raceway park... Hún hefur oft verið kosin besta brautin í USA

En þarna getið þið séð steypuskilin :!:

Myndir teknar í einum ransóknartúrnum fyrir KK :shock:
Title: Steypt start?
Post by: Kiddi on January 21, 2008, 22:47:58
Hér erum við tveir fulltrúar KK á Atco að kynna okkur málin :shock:
Title: Steypt start?
Post by: Kiddi on January 21, 2008, 22:54:55
Einnig tókum við eftir að VMP brautin er mjög lagleg :!:

Takið eftir öllum bílunum sem bíða eftir sínu "rönni" þeir eru í brekku niður á við  :wink:
Title: Steypt start?
Post by: JONNI on January 21, 2008, 23:15:24
Djöfull erum við sætir Kiddi......bwahahahaha
Title: Steypt start?
Post by: JHP on January 21, 2008, 23:59:51
Quote from: "JONNI"
Djöfull erum við sætir Kiddi......bwahahahaha
Alveg gullfallegir...Kiddi hefði kannski mátt skella sér í ljós áður en hann kíkti á þig  :lol:
Title: Steypt start?
Post by: JONNI on January 22, 2008, 00:04:44
Quote from: "nonnivett"
Quote from: "JONNI"
Djöfull erum við sætir Kiddi......bwahahahaha
Alveg gullfallegir...Kiddi hefði kannski mátt skella sér í ljós áður en hann kíkti á þig  :lol:


Nei þetta er bara þynka síðan kvöldið áður........... :lol:  :lol:
Title: Steypt start?
Post by: Dodge on January 22, 2008, 09:52:13
Maður fann alveg muninn í burnout keppninni '06 og '07.
'06 var á malbiki, maður reif bílinn upp í spól, svo fór hann að fljóta í tjörunni þegar hún hitnaði og afturdekkin snérust enn þegar maður var búinn að slá af.
'07 Var aftur haldið á steypu, þá reif maður hann upp í reik, svo eftir því
sem tíminn leið þá fór gripið sífellt batnandi, bíllinn hitnandi, og svo fóru heddpakningarnar :)

og btw. sá varla á dekkjunum á eftir :)
Title: Steypt start?
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 22, 2008, 10:37:57
Þetta er það sem er verið að vinna í núna hjá stjórn.
Það er verið að fá tilboð í steypt start og eitthvað áfram + malbik í kring skilst mér.
Stjórnin er að gera grilljón hluti þó það komi ekki allt fram hér á spjallinu.
Title: Steypt start?
Post by: Einar Birgisson on January 22, 2008, 13:53:03
Flott flott, keep it up.
Title: Steypt start?
Post by: Kiddi on January 22, 2008, 13:55:18
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Þetta er það sem er verið að vinna í núna hjá stjórn.
Það er verið að fá tilboð í steypt start og eitthvað áfram + malbik í kring skilst mér.
Stjórnin er að gera grilljón hluti þó það komi ekki allt fram hér á spjallinu.


Gott að heyra  8)  8)
Title: Re: Steypt start?
Post by: Valli Djöfull on January 22, 2008, 15:26:12
Quote from: "JONNI"
Quote from: "ValliFudd"
http://www.youtube.com/watch?v=Hi307DT7jWk

Þarna virðast fyrstu 150 fetin vera steypt..  Er þetta víða?


Ja þetta þykir mér magnað að upplýsingafulltrúi KK hafi ekki spáð í þessu fyrr.

Langflestar alvöru bratir eru með steyptu starti

Kv

Jonni

Ég er öðruvísi upplýsingafulltrúi, ég er að afla mér upplýsinga en ekki upplýsa ykkur  :lol:   Ég kom nú bara á mína fyrstu kvartmílu fyrir einu og hálfu ári  :wink:   Og var strax sagt að venjan væri að þeir sem nenntu að hreyfa á sér rassgatið fyrir klúbbinn væru í stjórn svo ég sló bara til  :wink:

Og er búinn að læra þónokkuð um kvartmílu undanfarið eitt og hálft ár..  eitt af því merkilegasta sem ég lærði var að ég er ekki mikið fyrir ameríska bíla  :oops:

EEEEN... já, ég hef heyrt um steypt start en aldrei séð það svona vel áður, eins og í þessu myndbandi og vissi ekki að það væri alveg 150 ft langt..
Title: Re: Steypt start?
Post by: JONNI on January 22, 2008, 16:00:05
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "JONNI"
Quote from: "ValliFudd"
http://www.youtube.com/watch?v=Hi307DT7jWk

Þarna virðast fyrstu 150 fetin vera steypt..  Er þetta víða?


Ja þetta þykir mér magnað að upplýsingafulltrúi KK hafi ekki spáð í þessu fyrr.

Langflestar alvöru bratir eru með steyptu starti

Kv

Jonni

Ég er öðruvísi upplýsingafulltrúi, ég er að afla mér upplýsinga en ekki upplýsa ykkur  :lol:   Ég kom nú bara á mína fyrstu kvartmílu fyrir einu og hálfu ári  :wink:   Og var strax sagt að venjan væri að þeir sem nenntu að hreyfa á sér rassgatið fyrir klúbbinn væru í stjórn svo ég sló bara til  :wink:

Og er búinn að læra þónokkuð um kvartmílu undanfarið eitt og hálft ár..  eitt af því merkilegasta sem ég lærði var að ég er ekki mikið fyrir ameríska bíla  :oops:

EEEEN... já, ég hef heyrt um steypt start en aldrei séð það svona vel áður, eins og í þessu myndbandi og vissi ekki að það væri alveg 150 ft langt..


Svona svona ég var bara að gefa smá skít................ :lol:
Title: Steypt start?
Post by: Big Fish on January 24, 2008, 23:54:57
Sælir félagar við ari leigðum þessa braut í ein dag test og tjúníngu fórum svo á keppni daginn eftir  8)

kveðja þórður
Title: Steypt start?
Post by: Big Fish on January 24, 2008, 23:59:05
Hér er húnn
Title: Steypt start?
Post by: PHH on January 25, 2008, 00:55:23
Gallinn við steipuna er sá að hún á það til að springa í hitabreytingunum hérna heima. Maður þarf bara að skoða göturnar í smárahverfinu í Kóp.(Dalvegurinn) til að sjá hvað þetta getur farið illa hratt.
Þetta er ekki eins mikið mál í USA, þar sem hitinn er ekki eins mikið að hoppa upp og niður fyrir frostmark.

Ekki það að þetta er kanski hægt ef að vel er að málum staðið...
Title: Steypt start?
Post by: villijonss on January 25, 2008, 03:44:38
Ég vinn nú við að steypa og búa til steypu og þar að leiðandi steypa hús vegi stéttar og annað . Til að forðast sprungu myndun er hægt að fá steypu sem er þeim hæfileikum gædd að þola útiveðrið hér á íslandi ,þá verður hún að vera pínu þykk að mér finnst þar að segja ekki seigjan heldur þykktinn í cm . við steyptum efnishólfin hjá okkur á steypustöðinn og gerðum tilraun í leiðinni . í öðru hólfinu hofðum við hana ekkert þykka kannski 7 cm og hinu 15 cm + . þarna er stöðugt álag af völdum 13 tonna hjólaskóflu . 7 cm hólfið jaa hvernig á ég að útskýra ? þar er ekkert gólf lengur. 15 cm það sér ekki á því   engar sprungur . kannski spurning að  ráðfæra sig við lærða vísindamenn en   þetta er mín reynsla allaveganna .
Title: Steypt start?
Post by: Kiddi on January 25, 2008, 19:44:46
Ég er ekki búinn að sjá bílaplanið hjá Smáralindinni springa í tætlur :roll:  :roll:

Það verður að járnabinda þetta vel og skera út í fleka :!:

Pæling að setja hita í þetta 8)  :?:
Title: Steypt start?
Post by: arnar on January 25, 2008, 20:35:05
ertu til fleiri myndir frá þessari keppni
Title: Steypt start?
Post by: ingvarp on January 27, 2008, 01:15:58
vá ef ég væri trilljónamæringur væri ég búinn að gefa KK nóg af peningum til að gera palla og yfirbyggja brautina svo það væri hægt að race-a all year around  :twisted:  kannski ekki alveg en samt  :lol:
Title: Steypt start?
Post by: MrManiac on January 27, 2008, 19:17:46
Jámmmmmmmmmm.......Reiknum þetta meðað við að við steypum 420M.

Segjum c.a 15cm á þykktina. brautinn er 8m breið ekki rétt og 400m löng. Steypum svo c.a 20m  aftur fyrir ráslnu. 0,15*8*420=504rm

Mangnið væri 504 Rúmmetrar af steypu.

Listaverðið..A.T.H Fullt verð fyrir utan alla afslætti og annað eftir því er 19,183 í dag hjá MEST.

504*19183=9.668.232 Svo er bara að fara að safna jáni til að binda þetta og finna múrara sem er til í að leggja þetta :D

Kostnaður við að steypa þessa 420M er sem sagt rétt um 10 miljónir fyrir utan jánabindingu og vinnu .

Sprungumyndun er gífurlega háð veðuraðstæðim þegar það er verið að leggja niður ásamt jánabindingu.
Title: Steypt start?
Post by: Gilson on January 27, 2008, 20:35:37
eins og ég skil þetta á bara að vera með steypt start. eða mestalagi að 1/8
Title: Steypt start?
Post by: psm on January 27, 2008, 21:08:24
:o
Title: Steypt start?
Post by: ingvarp on January 27, 2008, 21:41:45
hmm 10 millz mínus vinnu þannig steypa + vinna + járn þannig að til að meta þetta jafnvel hærra en þetta er ( ég geri það alltaf því þá er ég alltaf svo ánægður þegar þetta er minna en maður metur þetta á )

þá myndi ég segja 15 millz með öllu  :lol:

síðan er náttúrulega alltaf fólk í klúbbnum sem væri til í að hjálpa til  8)

ég gef hér með loforð að ef ég vinn 30+ millz í lottó þá skal ég borga fyrir þetta  8)
Title: tóm steypa
Post by: Goði on January 27, 2008, 21:48:46
Þið ættuð að geta fengið ca. 30% afslátt af steypunni, jafnvel meira ef magnið er mikið, járnið er ekki svo dýrt, að binda járn er eitthvað sem hver sem er getur gert. Með smá sjálfboðavinnu þyrfti þetta ekki að vera mikið meira en efniskostnaður.
Að forsteypa kvartmílubraut, er að ég held ekki góður kostur.
Title: Steypt start?
Post by: MrManiac on January 27, 2008, 22:47:27
Quote from: "Gilson"
eins og ég skil þetta á bara að vera með steypt start. eða mestalagi að 1/8


Reiknaðu þetta þá út frá því þetta var kostnaðurinn við alla brautina sem þú hefðir fundið út með því að lesa það sem ég skrifaði.
Title: Steypt start?
Post by: Hera on January 28, 2008, 10:44:26
Fólk er hér að tala um að það þetta sé lítið mál bara fá fólk í sjálfboða vinnu.
Hve oft höfum við ekki lesið hér á spjallinu að það vanti staff til að vinna í keppnum og fáir gefi sig fram, og pallasmíðarnar man ekki betur en að stjórn hafi skammast af því að engin ( nema 2-3 hræður og alltaf þeir sömu ) mæti til að hjálpa til, og hve margir hafa aðstoðað við dagatalið?? ég seldi eina auglýsingu í það og síðustu fréttir voru þær að hætta yrði við það þar sem engin hjálpaði til við auglýsinga sölu :!:

Kallið mig svartsýna en ekki sé ég að þetta umturnist á einni nóttu þó það sé steypa en ekki önnur vinna sem um er að ræða núna  :-k

hve margir hér hafa boðið fram aðstoð sína vegna bílasýningarinnar svona til samanburðar :?:

PS. ekki taka því að ég sé að segja að ekki sé hægt að gera hlutina en það er ekki einfalt að fá fólk í gjafavinnu