Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Vettlingur on January 17, 2008, 16:00:05

Title: 66 Mustang með blæju
Post by: Vettlingur on January 17, 2008, 16:00:05
Sælir Fordleifafræðingar
við bræður áttum 66 blæju Mustang eins og þennan á myndinni, bíllinn var að mig mynnir fluttur inn af Einari kenndum við Skiphól í Hafnarfirði.
Bíllinn var mjög vel farinn þegar hann kom til landsins en lenti í slæmum höndum og var lengi ein mesta sukkkerra Hafnarfjarðar. Þegar við keyptum bílinn var skiftingin hrunin blæjan rifin og búið að menja allan bílinn.
Væri gaman að vita um afdrif bílsins. 289 sjálfskiftur.
Kveðjur
Maggi
Title: 66 Mustang með blæju
Post by: Anton Ólafsson on January 17, 2008, 16:20:15
Þetta gæti verið bíllinn sem Bragi Karlsson á Höfn jarðaði fyrir 25árum.
Þann bíl var víst búið að trebba yfir blæju bogana, hann var orðinn mjög illa farinn og var afskráður 14-12-1983.
Hann átti fastanúmmerið DT-970, en það er búið að úthluta því aftur, þannig að því miður get ég ekki skoðað ferilinn á honum.

__________________________________________________

Breytt.

Þetta er ekki þessi bíll.

En sá ég er að tala um hér fyrir ofan, þá var sett ál á blæjugrindina, og síðan strengt yfir með vinyl, hann var 6cyl og bsk,
Title: 66 Mustang með blæju
Post by: ADLER on January 17, 2008, 18:14:46
Það er einn svona blæju bíll í geymslum FBÍ en hann þarfnast uppgerðar.

Samt trúlega ekki þessi.
Title: 66 Mustang með blæju
Post by: Anton Ólafsson on January 17, 2008, 18:53:59
Hérna er sá sem er upp í FBÍ geymslu

(http://farm3.static.flickr.com/2330/2199461071_26ab143a84.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2046/2200254498_5b563e3654.jpg)

Ferllinn á honum.

13.11.1979   Sævar Sigurðsson   Bretland
05.01.1979   Sigmar Sigurðsson   Vesturtún 11
13.11.1979   Sævar Sigurðsson   Bretland
06.10.1977   Árni Jóhannesson   Lækjartún 11


05.01.1979   X4722   Gamlar plötur
06.10.1977   H1908   Gamlar plötur

31.12.1986   Afskráð -
01.01.1900   Nýskráð - Almenn
Title: 66 Mustang með blæju
Post by: ADLER on January 17, 2008, 19:01:02
Quote from: "Anton Ólafsson"
Hérna er sá sem er upp í FBÍ geymslu

(http://farm3.static.flickr.com/2330/2199461071_26ab143a84.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2046/2200254498_5b563e3654.jpg)

Er þetta ekki myndir af sitthvorum bílnum ?
Title: 66 Mustang með blæju
Post by: ADLER on January 18, 2008, 00:05:17
Okey vinur

En hvar er efri myndin tekin. ?
Title: 66 Mustang með blæju.
Post by: Þórður Ó Traustason on January 18, 2008, 22:12:54
Maggi,var bíllinn sem þið voruð með ljósgulur og með bekk frammí.Ef svo var þá er þetta bíllinn sem er uppi í fornbílaskemmum.Efri myndin er af sama bíl og á þeirri neðri.Hún er tekin í Hveragerði.
Title: 66 Mustang með blæju
Post by: Maverick70 on January 18, 2008, 22:18:35
þetta er sami bíllinn á þessum myndum,skoðaði hann fyrir 4 vikum
Title: Re: 66 Mustang með blæju
Post by: ADLER on February 07, 2010, 17:52:09
Hérna er sá sem er upp í FBÍ geymslu

(http://farm3.static.flickr.com/2330/2199461071_26ab143a84.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2046/2200254498_5b563e3654.jpg)

Ferllinn á honum.

13.11.1979   Sævar Sigurðsson   Bretland
05.01.1979   Sigmar Sigurðsson   Vesturtún 11
13.11.1979   Sævar Sigurðsson   Bretland
06.10.1977   Árni Jóhannesson   Lækjartún 11


05.01.1979   X4722   Gamlar plötur
06.10.1977   H1908   Gamlar plötur

31.12.1986   Afskráð -
01.01.1900   Nýskráð - Almenn

Var þessi að seljast ?
Title: Re: 66 Mustang með blæju
Post by: Moli on February 07, 2010, 18:33:59
Quote from: ADLER
Var þessi að seljast ?

 :-k

Amk. ekki búið að tilkynna eigendaskipti.
Title: Re: 66 Mustang með blæju
Post by: ADLER on February 07, 2010, 23:58:01
Ég heyrði það um daginn að hann hafi verið seldur á 500.000 og í dag þá sá ég að það var verið að fjarlægja hann úr geymslum fornbílaklúbbsins.