Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: narrus on January 16, 2008, 23:48:33

Title: Trabant
Post by: narrus on January 16, 2008, 23:48:33
Jæja spjallfélagar, þá er komið af bílunm sem allir vilja eiga, hvað sem hugur þeirra segir. Trabant, ég allt í einu rak augun á sjónvarpið áðan og heimildarmyndin Bíll fyrir eitt mark - fyrirbærið Trabant var í sýningu.

Og þar voru þeir að segja að þegar þeir voru að selja Trabantin til útlanda var okkar kæra Ísland með þeim efstu á lista.

Og þá spyr ég hvort eitthvað sé til af þessum bílum á klakanum eða er þetta allt farið undir græna torfu. Ég hef reyndar heyrt margar sögur frá ökukennaranum mínum gamla sem átti Trabant og svo sá ég einn upp í þorpi um daginn en meira veit ég ekki þannig að ég sný mér að ykkur.

Hvað vitið þið? Er eitthvað til af þessu?
Title: Re: Trabant
Post by: AlliBird on January 17, 2008, 00:02:45
---Hvað vitið þið? Er eitthvað til af þessu?---

Vonandi ekki.. :mrgreen:
Title: Trabant
Post by: Valli Djöfull on January 17, 2008, 00:24:02
Ahh loksins er farið að tala um almennilega bíla hérna  8)  :lol:
Title: Trabant
Post by: Kristján Skjóldal on January 17, 2008, 00:37:00
ég á einn og hann er ekki til sölu bara svona svo að ég fái ekki stanslaust ep:lol:
Title: Trabant
Post by: Belair on January 17, 2008, 00:46:02
Skráningarnúmer: V2292
Fastanúmer: IZ444
Tegund: TRABANT
Undirtegund: 601
Litur: Ljósgrár
Fyrst skráður: 01.12.1987

(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0026.jpg)

(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0050.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00245-1.jpg)
Title: Trabant
Post by: Anton Ólafsson on January 17, 2008, 01:02:14
Agalegt að sjá hvernig Lincoln-inn er farinn!!!!!!!!!!!!!!!
Title: Trabant
Post by: Belair on January 17, 2008, 01:37:47
Quote from: "Anton Ólafsson"
Agalegt að sjá hvernig Lincoln-inn er farinn!!!!!!!!!!!!!!!


(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00241.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00242.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/DSC00244.jpg)
Title: Trabant
Post by: ingvarp on January 17, 2008, 05:11:32
það eru einhverjir hérna heima kannski 4 - 5  :?  kannski væri hægt að gera eitthvað af þeim upp en þeir eru búnir að vera óhreifðir í svoldinn tíma  :(

snilldarbílar

síðan er allavegana 1 grænn á hvolsvelli  8)
Title: Trabant
Post by: -Eysi- on January 17, 2008, 10:03:08
það er annar hvítur á hvolsvelli, og fyrverandi nágranni minn átti 3 stykki af þessum bílum rétt fyrir utan hvolsvöll. þetta leynist allstaðar held ég. ekki veit ég þó hvað varð um bílana sem nágranni minn átti, heyrði að hann hafi sett þá í geymslu.
Title: Trabant
Post by: stebbiola on January 17, 2008, 10:26:14
Eitt sinn fór ég að steypa á sveitabæ sem heitir sennilega Nefsholt við
Laugaland í holta og landssveit og þar lágu nokkrir á beit.
Title: Trabant
Post by: JHR on January 17, 2008, 11:09:31
svo er náttúrulega slowrider-inn. endalaust svalur :wink:
Title: Trabant
Post by: Damage on January 17, 2008, 12:25:10
félagi minn á slowriderinn
bara fyndið að vera í þessu
beinskipt í stýri og allt
Title: Trabant
Post by: zerbinn on January 17, 2008, 12:33:03
Það standa nokkrir á bæ inn í Eyjafyrði. Man ekki hvað bærinn heitir en ég veit það að þeir eru ekki til sölu. Svo er einn á beit hérna í heimkeyrslu á Neskaupstað. Hann heitir Gísli sem á hann.
Title: Trabant
Post by: Kristján Skjóldal on January 17, 2008, 12:34:20
ef einhver á fram ljós handa mér þá má hann hafa samband 893-3867 :wink:
Title: Trabant
Post by: íbbiM on January 17, 2008, 14:14:10
minn fyrsti bíll var blár trapant..

annars stendur einn hérna í mosó
Title: Trabant
Post by: narrus on January 17, 2008, 16:52:50
Jahá, það er þá svona mikið til af þessu, mér datt ekki einu sinni í hug að það væru margir eftir...

En hvað með það, er eitthvað af þessu til sölu? Bara svona til þess að eiga :lol:
Title: Trabant
Post by: ingvarp on January 17, 2008, 17:10:47
Quote from: "stebbiola"
Eitt sinn fór ég að steypa á sveitabæ sem heitir sennilega Nefsholt við
Laugaland í holta og landssveit og þar lágu nokkrir á beit.


hmm ertu viss um það að þetta hafi verið í nefsholti ? ég hef aldrei séð trabant hjá olla gamla en það eru aftur á móti nokkrir hérna á bænum við hliðina á mér sem heitir gata  :wink:

btw

ég á heima nánast við hliðina á nefsholti  8)
Title: Trabant
Post by: ingvarp on January 17, 2008, 22:46:56
Quote from: "ingvarp"
Quote from: "stebbiola"
Eitt sinn fór ég að steypa á sveitabæ sem heitir sennilega Nefsholt við
Laugaland í holta og landssveit og þar lágu nokkrir á beit.


hmm ertu viss um það að þetta hafi verið í nefsholti ? ég hef aldrei séð trabant hjá olla gamla en það eru aftur á móti nokkrir hérna á bænum við hliðina á mér sem heitir gata  :wink:

btw

ég á heima nánast við hliðina á nefsholti  8)


ég hugsa eftir að ég var að grenslast fyrir um þetta að þú hafir verið í götu að steypa fyrir hitaveituna, getur það passað ?

fórstu upp brekkuna eða beygðir þú til hægri ? var vignir kannski með þér ?
Title: Trabant
Post by: HK RACING2 on January 17, 2008, 23:31:05
Hilmar Trabant á slatta af þessu,getið hringt í hann í síma 896-3736 og séð hvort hann vilji ekki selja eitthvað af þessu...
Title: Trabant
Post by: Kiddi on January 17, 2008, 23:44:39
Aðal trabantmaðurinn er náttúrulega Dali sem vinnur hjá Framtak... Rallytrabantinn með eitthvað spes mótor minnir mig :lol:  :lol:
Title: Trabant
Post by: Siggi H on January 18, 2008, 00:19:38
Quote from: "zerbinn"
Það standa nokkrir á bæ inn í Eyjafyrði. Man ekki hvað bærinn heitir en ég veit það að þeir eru ekki til sölu. Svo er einn á beit hérna í heimkeyrslu á Neskaupstað. Hann heitir Gísli sem á hann.

+ að hurðinn á honum var opin í örugglega tvö ár svo að það hefur alls ekki vantað sjófokið, snjóinn og drulluna inní hann :lol:

en ert þú frá Neskaupstað? afhverju er ég ekki að kveikja á perunni hver þú ert?
Title: Trabant
Post by: HK RACING2 on January 18, 2008, 02:22:18
Quote from: "Kiddi"
Aðal trabantmaðurinn er náttúrulega Dali sem vinnur hjá Framtak... Rallytrabantinn með eitthvað spes mótor minnir mig :lol:  :lol:
Hann er nú samt ekki sá eini sem á rallýtrabant :wink:
En flotti mótorinn hans er ekki í,held að hann sé bilaður :lol:
Title: Trabant
Post by: Sigurtor^ on January 18, 2008, 18:15:48
svo er þessi í eyjum. með "svuntur"

(http://seg74.tripod.com//sitebuildercontent/sitebuilderpictures/2tr.jpg)
(http://seg74.tripod.com//sitebuildercontent/sitebuilderpictures/1tr.jpg)
(http://seg74.tripod.com//sitebuildercontent/sitebuilderpictures/sati1.jpg)
(http://seg74.tripod.com//sitebuildercontent/sitebuilderpictures/cd1.jpg)
(http://seg74.tripod.com//sitebuildercontent/sitebuilderpictures/hudd_0008.jpg)
(http://seg74.tripod.com//sitebuildercontent/sitebuilderpictures/hurd_0005.jpg)
(http://seg74.tripod.com//sitebuildercontent/sitebuilderpictures/skott_0011.jpg)


 :lol: