Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on January 15, 2008, 00:01:14

Title: NEFNDIR
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 15, 2008, 00:01:14
Kvartmíluklúbburinn óskar eftir fólki til að starfa í nefndum fyrir klúbbinn.
Eins og flestir vita þá er virkilega margt framundan hjá KK sem á eftir að gerbreyta bílasögu íslands.
Svo að kraftar stjórnarmanna nýtist sem best þá óskum við eftir aðstoð frá félagsmönnum. ÞEGAR við höfum fengið ákveðin fjölda félagsmanna til að skrá sig þá skiptum við niður í nokkrar nefndir.
Ykkur er frjálst að skrá ykkur hér á þessari síðu eða senda mér einkaskilaboð.
Title: NEFNDIR
Post by: Gilson on January 15, 2008, 00:03:49
geturðu útskýrt þetta aðeins betur, hvað koma þessar nefndir til með að gera ?
Title: NEFNDIR
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 15, 2008, 00:22:02
Quote from: "Gilson"
geturðu útskýrt þetta aðeins betur, hvað koma þessar nefndir til með að gera ?

Það eru fullt af hlutum sem þarf að skoða, fá tilboð í, laga, breyta, bæta og fleira í þessum dúr. Bæði tölvuvinna og handavinna. Vonumst eftir að fá fólk í nefndir til að létta á okkur í stjórn. Ég hef heyrt félagsmenn tala um það að þeir vilji fá að gera meira fyrir sinn klúbb og hér er t.d. tækifæri.
Title: NEFNDIR
Post by: Kimii on January 15, 2008, 12:08:15
ég skal bjóða mig fram , ef ég get gert eitthvað
Title: NEFNDIR
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 16, 2008, 07:28:27
Þetta eru frekar slappar viðtökur í nefndirnar.
Við vorum með 532 félagsmenn árið 2007
Það hljóta fleiri að vilja aðstoða okkur aðeins eða hvað.
Title: NEFNDIR
Post by: maggifinn on January 16, 2008, 08:24:29
Við erum karlmenn hér flestir í klúbbnum...

 Við vöskum hvorki upp né skúrum nema vera beðnir um það sérstaklega, þegar engin eru hreinu fötin þá setjum við samt ekki í vélina nema af brínustu nauðsin.
 
 Það er eins með þau störf sem þarf að vinna fyrir klúbbinn, við vitum að þarf að gera fullt af hlutum og við viljum allir að verkin séu unnin, en það væri best ef bara einhver annar en "ég" gerði það..
Title: NEFNDIR
Post by: cv 327 on January 16, 2008, 08:59:09
Nonni, þú átt EP
 :D
Title: NEFNDIR
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 16, 2008, 17:44:16
Quote from: "cv 327"
Nonni, þú átt EP
 :D

Takk flottur póstur.