Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: hilmar on December 29, 2007, 22:34:55

Title: Bílasýning BA 1988
Post by: hilmar on December 29, 2007, 22:34:55
Myndir frá Bílasýningu á Akureyri ´88.  Þarna voru nokkrir merkilegir Moparar, Mustangar þóttu ekki brúklegir til sýningar en vel nothæfir sem íverustaður við áfengisdrykkju.  Moparmenn, Gunni Camaro og fleiri heilbrigðir ásamt heimamönnum efndu hins vegar til knattspyrnukappleiks og þó enginn muni úrslit leiksins er hér ágætismynd af íþróttamönnunum...
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Einar Birgisson on December 29, 2007, 23:30:20
Djö er maður nettur og spiffí "88, sem og reyndar megnið af þessum íþróttamönnum.
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Einar K. Möller on December 30, 2007, 00:02:46
Nú er maður að reyna að sjá hverjir eru hvað þarna,

Ég sé EB, Ragnar Charger, S. Andersen, Don Carlo "Bláa Höndin...

Gæti þetta verið Hjálmar Ford maður þarna við hægri hönd Andersens ?

Svo þarna tveir sem gætu allt eins verið Ómar N og Óli HEMI...  :shock:
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Gulag on December 30, 2007, 01:17:11
Kalli málari lengst til vinstri í aftari röð og Rúnar Gunnars lengst til hægri í aftari, Gunni (camaro) við hliðina á Kalla,
Title: Fótboltalið fortíðarinnar!
Post by: 429Cobra on December 30, 2007, 01:37:24
Sælir félagar. :)

Er þarna smá keppni í gangi hver þekkir flesta. :?:
Mig langar að reyna líka :!:

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/ba_88_b.jpg)

Efri röð frá vinstri:  Jóna Karl, Gunnar Ævars (Camaro) Steini Ford (veit ekki hver er fyrir framan hann), þann næsta kannast ég ekki við, þá Rúnar heitinn Gunnarsson.
Fremri röð:  Guðni K Magnússon, Hjálmar Jónsson, Sigurjón Andersen, Einar Birgisson og Ragnar Ragnarsson (Chargerfrömuður).

Er ég ekki nokkuð nálægt þessu. :?:
Title: Re: Fótboltalið fortíðarinnar!
Post by: olafur f johannsson on December 30, 2007, 01:50:24
Quote from: "429Cobra"
Sælir félagar. :)

Er þarna smá keppni í gangi hver þekkir flesta. :?:
Mig langar að reyna líka :!:

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/ba_88_b.jpg)

Efri röð frá vinstri:  Jóna Karl, Gunnar Ævars (Camaro) Steini Ford (veit ekki hver er fyrir framan hann), þann næsta kannast ég ekki við þetta er Steini Vignis stundum kallaður groddi, þá Rúnar heitinn Gunnarsson.
Fremri röð:  Guðni K Magnússon, Hjálmar Jónsson, Sigurjón Andersen, Einar Birgisson og Ragnar Ragnarsson (Chargerfrömuður).

Er ég ekki nokkuð nálægt þessu. :?:
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: -Siggi- on December 30, 2007, 01:50:49
Litla rauðhærða gerpið er Óli Baldurs  :twisted:
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Kristján Skjóldal on December 30, 2007, 02:52:51
djö eru allir þessir kallar grannir he he he :shock:  en þess má geta að þessi super be fór beina leið inn í skúr eftir þessa sýnigu og var og fór í uppgerð sem stendur en yfir :lol:
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Sigtryggur on December 30, 2007, 03:23:07
Quote from: "Kristján Skjóldal"
djö eru allir þessir kallar grannir he he he :shock:  en þess má geta að þessi super be fór beina leið inn í skúr eftir þessa sýnigu og var og fór í uppgerð sem stendur en yfir :lol:

Hvurn andsk. ætlaði maðurinn að gera upp,bíllinn virðist eins og nýr :smt017
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Kiddi J on December 30, 2007, 08:53:21
:lol:  :lol:  :lol:

Frábær mynd, ánægður með peysuna hjá Andersen. Vonandi fékk hann nokkra lítra af olíu fyrir að ganga í henni  :lol:  :lol:
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: jkh on December 30, 2007, 09:05:45
Táfýluferðin fræga.Það vantar á myndina þann frægasta í þessari ferð
bónda nokkurn( MR 3 speed ) Ólaf Jónsson Svínabónda með stórum staf.
Eg man það bara úr þessari ferð hvað við grilluðum Akueryningana
í boltanum, enda Andersen þekkt fótboltahetja úr Hafnafirði :lol:

Jónas Karl
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Einar Birgisson on December 30, 2007, 11:08:58
Sá í gulu peysuni í aftari röð er Þorsteinn Vignisson, eigandi Mav Grabber (rainbow warrior) Evunar hans Vals V og fleiri ágætis vagna á þessum árum.
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Einar Birgisson on December 30, 2007, 11:12:11
Kalli það eru bara þrír Akureyringar á þessari mynd, þannig að ef og ég ítreka ef við töpuðum þessum leik þá er það vegna þess að við 3 höfum fengið lánaða lélega sunnlendinga  :lol:
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: jkh on December 30, 2007, 11:24:58
Eg man þetta núna það voru bara þrír í liði,Kalli,og
Andersen ( bigest penslari í Hafnarfirði) og Rúnar heitinn. Við unnum 6 mörk gegn 0 og Rúnar skoraði síðast markið með skalla sem þú náðir ekki að verja Einar B :cry:

Fótboltakveðja

Jónas Karl
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Einar Birgisson on December 30, 2007, 11:30:10
Nú er allshæmerinn að fara með þig Kalli he he því ég man að þetta var allveg öfugt, og ég er nottl ekki með hæmer þetta mikið yngri maður.
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Kristján Skjóldal on December 30, 2007, 11:33:03
já við verðum nú að leifa ykkur að vinna eitthvað sport he he he en við erum tilbúnir að slétt skifta á þessum fóboltavelli og kvartmílubrautini :lol:  :lol:  :lol:
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: jkh on December 30, 2007, 11:33:31
Einar þú ert orðin það gamall að þú verður að fara sætta þig við að tapa öðru hvoru eins og í boltanum þarna í gamla daga.
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: jkh on December 30, 2007, 11:49:41
En eg skal viðurkenna það að eg man ekkert eftir þessum boltaleik í þessari ferð.En ég man að ég sat í blá super beeinum með Óla svínabónda,gírkassinn bilaði í Staðarskál og það var keyrt í 3 gír norður og suður aftur í sama gír.En þetta var gaman á þessum tíma og mórallin nokkuð góður milli norðan og sunnamanna á þessum árum. En sennilega hefur Einsi B unnið þennan fótbolta leik enda bæði ungur og fallegur drengur þarna.
Sunnan kveðja úr roki og rigningu

Jónas Karl
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Einar Birgisson on December 30, 2007, 11:53:07
Ég man að að Andersen tók þetta mjög alvarlega he he, og man vel eftir hvað ég var illa haldin af timburmönnum í þessu boltaveseni.
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Kristján Skjóldal on December 30, 2007, 11:53:14
Quote from: "Sigtryggur"
Quote from: "Kristján Skjóldal"
djö eru allir þessir kallar grannir he he he :shock:  en þess má geta að þessi super be fór beina leið inn í skúr eftir þessa sýnigu og var og fór í uppgerð sem stendur en yfir :lol:

Hvurn andsk. ætlaði maðurinn að gera upp,bíllinn virðist eins og nýr :smt017
já svona er bara gert í sveitini beint af sýnigu í uppgerð já og greinilega kominn timi á uppgerð :roll:
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Kiddi J on December 30, 2007, 18:01:17
Ég vill fá rematch, og Andersen verður að vera í Penzoil peysunni. Ég veit að hann á hana. Því að hann tjáði mér það í vikunni að hann ætti enn fermingarfötinn sín.
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Kiddi on December 30, 2007, 19:59:02
En hver er Dirty Harry??? Sá sem tekur myndina...
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: GunniCamaro on December 30, 2007, 20:26:31
Jahérna, þið eru nú alveg svakalegir að birta þessa mynd, ég sem hef engan áhuga á fótbolta og held því fram að fótbolti sé fyrir homma og kellingar til að horfa á,
(22 menn sveittir saman, sparkandi í bolta, rífandi sig úr fötunum og láta aðra káfa á sér þegar þeir skora og fara síðan saman í sturtu), og svo er þessi mynd dreginn fram  :(
Þarna var reyndar gaman, við grannir og ungir ( núna gamlir og úldnir) og sumir svo spengilegir og flottir (nefni engin nöfn).
Þetta var nú fræg ferð, sérstaklega fyrir það þegar blái superbeeinn festist í 3ja gír við Staðarskála og upphófst mikil viðgerðar- og ráðstefna um hvað gæti verið að og hvernig væri hægt að laga kassann og Ólafur svínabóndi gekk svo mikið fram og til baka á planinu hjá Staðarskála að það sést enn hola í planinu þar. en þrátt fyrir tilraunir tókst ekki að laga kassann.
Þá var ákveðið að hann myndi aka, fastur í þriðja, til Akureyrar og töldu það ekki mikið mál þangað til menn mundu eftir brekkuna fyrir ofan Húnaver innst í Langadal, en þá var ekki búið að gera nýja veginn upp hlíðina heldur var ekinn gamli malarvegurinn með vinkilbeygjuna ógurlegu neðst sem var yfirleitt tekin í neðsta gír.
Fóru menn  að svitna, aðallega Óli, en það kom ekki að sök því hann var kófsveittur alveg frá Staðarskála og voru við hinir beðnir um að víkja fyrir Ólafi því beygjan yrði tekinn á ferðinni en torkið í 383 magnum vélinni reddaði þessu fyrir horn, eða beygju.
Eftir þennan túr var Óli lengi kallaður "Ólafur þriðji" og er enn kallaður hjá vissum mönnum.
Ástæðan fyrir fótboltanum var aðallega að við vorum svo fljótir að skoða bílana á sýningunni (mikið af Ford, lítið af Mopar og GM) og ákváðum að fara í fótbolta svo norðanmenn myndu nú vinna okkur í einhverju, en ég, fótboltaunnandinn sjálfur, man bara ekki hvernig leikurinn fór.
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: Einar Birgisson on December 30, 2007, 21:36:33
Gunni það eru bara 2 sem eru klæddir til íþrótta á þessari mynd og viti menn þú ert annar þeirra  :shock:
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: jkh on December 31, 2007, 10:11:12
Gunni reyndu nú að fara með cubika tölurnar réttar,
383 hefði aldrei komist upp brekkurnar.Það var í honum 440 sem hafði farið kvartmíluna þetta sumar 13.30 og torkaði flott upp brekkurnar í þriðja,

Kv Kalli
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: GunniCamaro on December 31, 2007, 11:41:07
Einar, Það er voðalegt að láta grípa sig svona á mynd í fótbolta og í búning en ég held að þarna hafi ferill minn í fótbolta byrjað og endað.

Jónas Karl, bíddu nú við , hvaða hvaða, ég nefndi aldrei nein nöfn þótt ég hefði sagt að sumir hefði verið einu sinni spengilegir og flottir og ónefndur bílamálari hefði komið upp í huga mér, nema að þú sért svo mikill fótboltaáhugamaður.
Svo minnti mig að það hefði verið 383 Magnum í húddinu á Superbeeinum og líka merki á húddinu, en var þetta ekki rétt frásögn í meginatriðum hjá mér?
Það er alveg rétt að ég er ekki byrjaður á bílnum mínum enda hef ég ekki verið að skrifa um hann, heldur það sem ég veit um camaro, og það sem ég hef lært um camaro í gegnum tíðina, óháð því hvort ég sé byrjaður á bílnum eða ekki.
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: maggifinn on December 31, 2007, 11:57:00
Gunni, áttu ekki einhverjar nýlegar myndir af bílnum þínum?

 skella þeim inn við tækifæri og leyfa mönnum að sjá
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: GunniCamaro on December 31, 2007, 12:03:15
Ég þori varla að minnast á bílinn minn, en þið getið séð nokkrar myndir af honum á síðunni hans Mola, www.bilavefur.net

Kveðja
Gunni ekki camaro
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: jkh on December 31, 2007, 14:09:41
Ekki vera sár Gunni eg var að stríða þér.Eg veit að þú passar upp á Camaróinn.Bið að heilsa Steinunni og Gleðilegt nýtt ár.
kv Kalli
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: GunniCamaro on December 31, 2007, 17:02:44
Heyrðu Kalli, það er bannað að breyta því sem þú varst búinn að skrifa ;"þú ert nú meiri camarokallinn, gunni camaro hvað", nú skilja menn ekkert í því hvað ég er að bulla um Camaroinn minn, var ekki ferðalagið þarna um árið ´88 nokkuð rétt skrifað?
Svo er annað, ég er aðeins að velta fyrir mér hvernig ég á að tækla þennan camaro minn, ef ég tæti hann núna verð ég væntanlega búinn með hann þegar ég fer á elliheimilið þannig að nú er frekar inni í myndinni að fá mótor og koma honum í ökuhæft ástand og tætann frekar seinna.
Svo er það tilviljun að ég varð camarokall, það munaði engu að bróðir minn hefði keypt 68 Charger í stað 69 camaroinn græna sem ég keypti af honum, ef brói hefði keypt Chargerinn væri ég eflaust þvílíkur chargersérfræðingur og þá sætir þú uppi með mig, í staðinn situr Svavar RS eigandi uppi með mig.

P. S. Steinunn biður að heilsa þér og þinni frú, hún segir að þú sért enn spengilegur og flottur í hennar huga, ég held að það sé ekki í lagi með hana.

Áramótakveðja
Gunni ekki camaro
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: hilmar on January 01, 2008, 14:39:47
Hérna er ein þar sem Óli er að sækja gallann í skottið og gera klárt í viðgerðir við Staðarskála.  Hin myndin sýnir stórsókn Sunnanmanna, Andersen á kantinum og Gunni á fleygiferð inn í teiginn að taka við fyrirgjöfinni, greinilega stórefnilegur knattspyrnumaður.  Chargereigandi snýr bakinu í myndavélina
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: m-code on January 01, 2008, 16:47:47
Hvar er þessi fíni Super Bee í dag.
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: GunniCamaro on January 02, 2008, 20:13:51
Auðvitað var þetta stórsókn, eins og alltaf þegar við sunnanmenn stormum norður, svo stendur Einar Birgirs eftir í sókninni og bara hlær,
öruglega að hlægja að aumingjaskap sinna manna

Kveðja
Gunni semi camaro
Title: Bílasýning BA 1988
Post by: 1966 Charger on January 03, 2008, 12:43:25
Sælir strákar

Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær.

 Málið var að í anda heimkynna ykkar heimtuðuð þið suðkarlarnir að byrja fyrri hálfleik á að spila til suðurs.  Í seinni hálfleik (þegar liðin skiptu um stöðu á vellinum) hélduð þið hinsvegar áfram að spila til suðurs og sóttuð þá fast að EIGIÐ marki en samt tókst ykkur ekki að skora (í eigið mark) enda markmaðurinn ykkar stór og stæðilegur gaur.  Myndin er einmitt tekin í einni slíkri leiftursókn. Auðvitað gat Einsi B ekki annað en hleygið að þessu sjónarspili  :lol:

Það var reyndar bara einn úr þessum höfuðborgarhópi sem skoraði í þessum túr en í öllu skemmtilegri íþrótt en boltasparki.  Það má með sanni segja að "stöngin inn" hafi ekki haft knattspyrnulega merkingu í það skiptið.

Góðar stundir

Err