Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Kiddi on December 26, 2007, 19:29:14

Title: 69 Nova...?? gamlar myndir
Post by: Kiddi on December 26, 2007, 19:29:14
Hér eru myndir úr albúminu hjá gamla.. Hvað varð af þessum?? Held að þetta sé '69 Nova en hún var með 396, 4 speed, tunnel ram og 4x2holley, eigandi Hjörleifur Hilmarsson (þegar þessar myndir eru teknar).


"Gunni Camaro" ert þetta þú á einni myndinni?? það eru 2 '69 cammar hliðiná novunni..  :lol:
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/gamalt_007.jpg)

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/gamalt_008.jpg)
Title: 69 Nova...?? gamlar myndir
Post by: motors on December 27, 2007, 00:38:17
Átti Hlöðver Gunnarsson ekki þennan einhverntíma?
Title: 69 Nova...?? gamlar myndir
Post by: Kiddi on December 27, 2007, 01:17:22
Quote from: "motors"
Átti Hlöðver Gunnarsson ekki þennan einhverntíma?


Nei hann átti ekki svona Novu.....

Þetta er bíll sem keyrði í sléttum 12 sec. um 1980 á mótor og það í þvílíku spóli 8)
Title: 69 Nova...?? gamlar myndir
Post by: Kiddi on December 27, 2007, 01:46:20
Eftir nánari ransókn þá fundust þessar myndir (á molasíðunni)...........

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/nova_68_74/324.jpg)

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/nova_68_74/2496.jpg)

En svo virðist hann hafa endað svona.... :cry:
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/nova_68_74/20060618165649_2.jpg)
Title: 69 Nova...?? gamlar myndir
Post by: Robbi on December 27, 2007, 18:00:14
Ég er 99% viss um að þessi hafi endað í vökuportinu ca1987
Title: 69 Nova...?? gamlar myndir
Post by: Kiddi on December 31, 2007, 01:25:35
Verið að leika sér á brautinni...... einn '69 Camaro'inn hefur verið með ljósalokum og SS húddi :shock:
Title: 69 Nova...?? gamlar myndir
Post by: GunniCamaro on December 31, 2007, 12:34:52
Mér sýnist þetta vera ég og 69 camaroinn minn sem er fremri bíllinn, er á Rally felgum með lítinn hjólkopp í miðjunni, ég man eftir þessu þegar Novan kom upp á braut, flottur og kraftmikill.
Camaroinn sem er að spyrna við Novuna er örugglega Y43 sem var með rallysport grill og SS húdd, þið sjáið myndir af honum á síðunni hans Mola www.bilavefur.net

Kveðja
Gunni ekki camaro
Title: 69 Nova...?? gamlar myndir
Post by: 10,98 Nova on January 01, 2008, 04:22:21
Gunni CAMARO... Gleðilegt ár og þakka fyrir þau gömlu.
Sérstaglega ferðirnar frá rvk til Hafnarfj. Í denn á Camaro þegar við Aggi (DR Aggi)vorum að koma úr Klúbbnum eða Holly.
Bið að heilsa Steinunni.

K.v Benni.