Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Sæþór on December 26, 2007, 01:18:47

Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Sæþór on December 26, 2007, 01:18:47
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0052.jpg)
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0053.jpg)
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0008.jpg)
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0051.jpg)
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0001.jpg)
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/s.jpg)
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/ar3.jpg)
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/ar.jpg)
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0015.jpg)
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/5y4yt.jpg)
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Moli on December 26, 2007, 02:26:14
Þetta er bíllinn á fyrstu 3 myndunum. (Guli og sá rauði V-861)
(http://www.mustang.is/album_1/69-70/images/album1_46.jpg)
(http://www.mustang.is/album_1/69-70/images/album1_45.jpg)
(http://farm3.static.flickr.com/2357/1763168880_4bca84ee1f.jpg)

Bíll á mynd 4,6,7,8,9 og 10 er bíll sem Guðmundur Kjartansson átti um tíma. Upphaflega gulfsteam aqua og hvítur að innan.  Hann var M-code með 351 Winsdor, og FMX

Original svona
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/mustang_69_70/1969_mustang_mach1_blar.jpg)

Látum GK segja frá þessu

Quote from: "Cyclone CJ"


Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist .... 17 ára. Ekki slæm byrjun. Hann var gulfsteam aqua (sægrænn metallic) og hvítur að innan. Í honum var M-code 351 Winsdor, 4 barrel Motorcraft og FMX. Átti hann einn vetur, 1973 til 1974. Var búinn að endurnýja framhjólabúnað og láta gera upp kassann í hann og seldi svo. Hann fór til Vestmannaeyja. Strákur að nafni Hannes keypti hann og sá ég hann ekki eftir það ... fyrr en c.a. 1982-3 þar sem hann stóð í drullunni fyrir utan Vagnhjólið hjá Benna í einhverjum viðgerðum.

Mér fannst það alveg makalaust að þessi fallegasti ´69 Mach 1 sem hingað kom (já, litasamsetningin á honum var alveg einstök) skuli hafa endað sinn feril í svartri og rauðri pluss-smekkleysu. En, ég er samt undrandi á því að hann skuli þó hafa hangið svona lengi, eins og meferðin var svakaleg. Ég hafði nokkrum sinnum spurnir af því. Mér skilst að hann hafi verið rifinn c.a. 1985, enda þá útkeyrður og vel það. Hann var keyrður um 42 þús. mílur þegar ég eignaðist hann, þá nýlega innfluttan. Kom hingað, sennilega haustið 1972. Þá með ónýta skiptingu og framhjólabúnað í drasli. Myndin er því miður alltof óskýr, en hún er sú eina sem ég á af honum. Hann þekkist alltaf á Chrysler Rallye felgunm. Þær voru á honum frá upphafi, þ.e. frá því hann kom hingað.




En hvaða rauði ´70 bíll er þetta???

(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0001.jpg)
Title: Mustang "69- "70 eyjar
Post by: Þórður Ó Traustason on December 26, 2007, 09:55:19
Ljósdrappaða boddýið næstneðst á myndunum hjá Mola, sem er sundurrifið kom úr sölunefndinni eins og það stendur þarna.Myndin er greinilega tekin á endanum á Kársnesbrautinni hjá bensínsölusjoppunni.Getur Guðmundur Kjartansson ekki frætt okkur meira um þetta boddý.
Title: Re: Mustang "69- "70 eyjar
Post by: Sæþór on December 26, 2007, 12:51:16
Quote from: "Þórður Ó Traustason"
Ljósdrappaða boddýið næstneðst á myndunum hjá Mola, sem er sundurrifið kom úr sölunefndinni eins og það stendur þarna.Myndin er greinilega tekin á endanum á Kársnesbrautinni hjá bensínsölusjoppunni.Getur Guðmundur Kjartansson ekki frætt okkur meira um þetta boddý.




Þetta eru allt myndir af bílum sem að pabbi hefur átt,,ég skal fá upplýsingar hjá honum um rauða  :wink:
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Kristján Skjóldal on December 26, 2007, 18:38:24
eru ekki til að minst 20 þráðir um þessa bila hér :?
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Moli on December 26, 2007, 21:40:55
Quote from: "Kristján Skjóldal"
eru ekki til að minst 20 þráðir um þessa bila hér :?


Það sýnir bara, að það fólk hefur áhugan á réttum stað! :lol:

Annars reikna ég með því að þeir hafa komið kannski, 2-3 sinnum upp á sl. 1-2 árum.
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: omar94 on December 26, 2007, 22:14:38
mach eru svo svalir
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Valdemar Haraldsson on December 27, 2007, 14:45:17
Sælir stråkar.
það er langt siðan eg hef skrifað, en það er nu alltaf gaman að sja hvað
þið getið spáð i 69/70 Mustangana.
það var buið að ræða um þessa bila áður en ég flutti til Danmörku,
fyrir meira en 5 árum , við vorum búnir að finna út að sá svarti væri
minn gammli 69 sem ég var með á Höfn, og er sá sami og Moli er með
mynd af en þar er hann blár.
Helgi69 fann svo restina af honum út i skurði, en sagði okkur ekki hvernig
hann fann út að það væri sá svarti, þvi járnahrúgan sem hann fann , var
nú ekki til að sjá hvað það var, ekkert nr eða neitt :wink:
Hann Fræðir okkur kannski um það.

Sá rauði sem Moli er að spá i, getur kannski verið sá sem ég keypti á
bóndabæ austan við selfoss sem heitir Steinar, fékk nu ekki sætinn/
hurðaspjöldin, en þau eru kannski enn á Selfossi :wink:
Sá bill er núnna á Svinafelli hjá strák sem heitir Haukur.
það var nú ekki mikið eftir af bilnum, siðast þegar ég talaði við hann
Title: Re: Gulfstream Aqua ´69
Post by: Moli on December 27, 2007, 16:02:28
Quote from: "Cyclone CJ"
Ég held að Leon eigi eina eða tvær myndir af þessum GT bíl, sem er í Keflavík og bíður vonandi uppgerðar. Hann var um tíma G-916, þá jöklablár á GT felgum og fleiru. Lagði alla vega mitt af mörkum til að koma í veg fyrir að honum yrði hent, en ég gat ekki klárað hann ....


´69 GT-390 í keflavík, kominn í geymslu í Garðinn.

(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/gt390.jpg)
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Gummari on December 27, 2007, 18:18:13
ég verð nú að deila með ykkur sögu um þennann vinur minn fékk þennan keyptann af núverandi eiganda um árið 92 fyrir 160 þús ég fór með honum til kef að sækja bílinn ásamt pabba hans þegar allt var klárt búið að ganga frá greiðslu og pappírum var haldið heim með mustanginn en þegar við vorum rétt komnir út fyrir Njarðvík þá sauð á bílnum og pabbi hans snéri við strax og skilaði bílnum og kaupin gengu til baka Nú má helst ekki nefna þetta . Við vissum ekki þá hversu spes þessi bíll var ég 15 og hann um eða orðinn 17. ég er búinn að gera nokkrar tilraunir eftir þetta að fá hann keyptann en án árangurs

væri enn til í að fá hann keyptann svona bara ef eigandinn skiptir um skoðun :wink:
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Kristján Skjóldal on December 27, 2007, 18:21:10
he he he já svona  gerist :lol:
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Belair on December 27, 2007, 18:25:33
Quote from: "Kristján Skjóldal"
he he he já svona  gerist :lol:


Stáni hann Gummari heppinn með að hafa góðan pabba  :D
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Gummari on December 27, 2007, 18:40:18
pabbi vinar minns ekki minn  8)
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: m-code on December 27, 2007, 23:37:44
En hvaða bleiki 70 bíll er þetta með Boss9 húddskópi.???
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: m-code on December 27, 2007, 23:44:44
Sama húddið?? Gæti verið sami bíll.
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Moli on December 28, 2007, 00:21:47
Quote from: "m-code"
Sama húddið?? Gæti verið sami bíll.


Nei, þessi blái er bíllinn hans Smára.
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Anton Ólafsson on December 28, 2007, 01:24:50
Horfið betur, þetta er ekki sama skópið.

(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0001.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2093/2141351852_7c6141bdde.jpg)
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Gummari on December 28, 2007, 15:26:32
scoopið á rauða er einsog á gula bílnum sem er inná molavef í ekkert spes ástandi
en þetta á bláa er einsog á hraðsuðukatlinum 8)
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Anton Ólafsson on December 28, 2007, 17:13:03
Quote from: "Gummari"
scoopið á rauða er einsog á gula bílnum sem er inná molavef í ekkert spes ástandi
en þetta á bláa er einsog á hraðsuðukatlinum 8)




Já það virðist vera
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0001.jpg)

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/mustang_69_70/normal_1868.jpg)
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Belair on December 28, 2007, 17:25:09
Quote from: "Anton Ólafsson"
Quote from: "Gummari"
scoopið á rauða er einsog á gula bílnum sem er inná molavef í ekkert spes ástandi
en þetta á bláa er einsog á hraðsuðukatlinum 8)




Já það virðist vera
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/scan0001.jpg)

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/mustang_69_70/normal_1868.jpg)


og hliðarspeglarnir lika kannski ?
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Moli on December 28, 2007, 18:02:28
Guli BOSS-in er með eins scoop!  :-k
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Gummari on December 28, 2007, 21:19:32
var bossinn þá kannski með v909 eða bara scoopið fært á milli hmmm
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Anton Ólafsson on December 29, 2007, 17:25:14
Þetta eru númmerin á gula bossinum.
24.09.1982   Ö1893   Gamlar plötur
08.01.1982   R31857   Gamlar plötur
25.01.1977   R4781   Gamlar plötur
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: m-code on January 01, 2008, 16:49:05
Er þessi rauði þá bossin.?
Title: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Halldór Ragnarsson on January 02, 2008, 13:31:53
Það sagði mér einn Eyjamaður þá sögu,að hann hefði rifið einn "Boss" og notað skráninguna á annan,sel það ekki dýrara en ég keypti það.sá bíll kom af suðurnesjunum,mjög ryðgaður
Title: Re: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Harry þór on January 11, 2009, 21:50:53
Hæ. Er hægt að fá ferilinn á þessum ford. Getur verið hann hafi verið í hafnarfirði í den. Eigandi Snorri og síðan Júlíus ca 1973 - 5.

mbk Harry
Title: Re: Mustang "69-"70 eyjar
Post by: Gummari on January 11, 2009, 23:43:44
ef vel er að gáð þá má sjá að guli bíllinn er örugglega bossinn sjáið aftur dekkinn á honum gulum og framdekkin á myndinni sem Moli tók sama felga og vetrar munstrið gamla frá sólningu já hér er CSI farið að kicka inn  :lol: