Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Kristján Skjóldal on December 21, 2007, 17:36:08

Title: Mustang SALEEN
Post by: Kristján Skjóldal on December 21, 2007, 17:36:08
jæja nú er nú frumherji búnir að skita á sig :!:  Mustanginn hér fyrir norðan fékk ekki skoðun í dag nema að fjarlæga SALLEN merkið í glugga :shock:  þetta er en eitt dæmið um hvernig frumherji tekur mis á málum eftir landshluta :evil:  eigandin fór sem sagt í reiði heim og þegar ég kom að honum var hann að fjarlæga SALEEN merkið og filmur burt :shock:
Title: Mustang SALEEN
Post by: 1965 Chevy II on December 21, 2007, 17:40:31
HAHAHAHAHA gott að búa á Akureyri.
Title: Mustang SALEEN
Post by: burgundy on December 21, 2007, 18:48:20
Þessir gaurar í frumherja eru nú meiri jólasveinarnir. Fara bara með bílinn til Aðalskoðunar...
Title: Mustang SALEEN
Post by: Gilson on December 21, 2007, 18:53:52
hvaða bull er þetta  :?. eru saleen ekki viðurkenndir sem bílaframleiðendur ?
Title: Mustang SALEEN
Post by: Kristján Skjóldal on December 21, 2007, 19:03:39
það er ekki Aðalskoðun hér :roll:  og svo eru það sömu eigendur i dag að mér minnir :wink:
Title: Mustang SALEEN
Post by: ADLER on December 21, 2007, 19:52:48
Taka svona skoðunar karla í tjöru og fiður meðferð það er rétta meðferðin á þá .

(http://www.mkellstrand.com/whiskey/ky_adventure/history/images/tar_and_feather.jpg)
Title: Mustang SALEEN
Post by: duke nukem on December 21, 2007, 20:00:36
djöfulls fávitar, góð hugmynd, tjarga og fiðra þetta lið :evil:
Title: Mustang SALEEN
Post by: Ragnar93 on December 21, 2007, 22:15:05
þetta er nú meira ljóta kjaftæðið
Title: Mustang SALEEN
Post by: Belair on December 21, 2007, 22:22:46
Quote from: "Gilson"
hvaða bull er þetta  :?. eru saleen ekki viðurkenndir sem bílaframleiðendur ?


það má ekki vera með límmiðan þarna " geisp" aular að seta út á hann og flimunar . :evil:
Title: Mustang SALEEN
Post by: Valli Djöfull on December 21, 2007, 23:30:11
Þetta er bannað samkvæmt lögum..  Svo þeir eru í raun að vinna sína vinnu.  Hins vegar mætti breyta þessum lögum eitthvað.  Ég var með dökka filmu efst í framrúðunni svona 10cm...  Fékk endurskoðun útaf filmum í hliðarrúður.. Tók þær úr, fór aftur og viti menn.. AKSTURSBANN þar sem ég var ekki búinn að rífa þessa úr  :shock:

Heimskuleg lög þar sem þetta er mun öruggara en að sleppa því, sólin stingur sér oft milli skyggna og spegils..  En lög eru jú lög...
Title: Mustang SALEEN
Post by: edsel on December 21, 2007, 23:38:44
hvað er að því að hafa filmur í hliðarrúðum?
Title: Mustang SALEEN
Post by: Valli Djöfull on December 21, 2007, 23:39:50
Quote from: "edsel"
hvað er að því að hafa filmur í hliðarrúðum?

í lagi afturí, en ekki frammí..
Title: Mustang SALEEN
Post by: edsel on December 21, 2007, 23:40:43
hvað er það sem þeir finna af því?
Title: Mustang SALEEN
Post by: Valli Djöfull on December 21, 2007, 23:43:53
Quote from: "edsel"
hvað er það sem þeir finna af því?

Ef þú keyrir ofan í vatn, er ekki sjens að brjóta rúðu með filmum..  allavega mjöööög mikið mál.  En án filma fer hún í mél við eitthvað oddhvasst...  EN hins vegar ER framrúðan filmuð, svo það ætti ekki að breyta einu einasta máli þar..
Title: Mustang SALEEN
Post by: edsel on December 21, 2007, 23:44:49
svoleiðis
Title: Mustang SALEEN
Post by: Racer on December 22, 2007, 00:00:34
miðað hversu snöggir græjuþjófar eru að fjarlægja rúðu með filmu úr bílnum þá vil ég nú frekar hafa filmuna þegar í vatn er komið þar sem það er trúlegra auðveldara að brjóta rúðuna þannig með að berja með skrúfjárni eða eitthvað en að vera að reyna að sparka henni úr ófilmaðri
Title: Mustang SALEEN
Post by: JHP on December 22, 2007, 15:43:16
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "edsel"
hvað er það sem þeir finna af því?

Ef þú keyrir ofan í vatn, er ekki sjens að brjóta rúðu með filmum..  allavega mjöööög mikið mál.  En án filma fer hún í mél við eitthvað oddhvasst...  EN hins vegar ER framrúðan filmuð, svo það ætti ekki að breyta einu einasta máli þar..
Shiii..Þá er best að halda sig frá vatni á M5 inum mínum því hann er með orginal 2fallt gler í öllum hliðarrúðum með filmu á milli.
Væntanlæga svipuð stemming að brjóta þær eins og frammrúðu :lol:
Title: Mustang SALEEN
Post by: Kristján Skjóldal on December 22, 2007, 15:50:06
já þessar reglur snúast ekki um það en það er skrítið að maður má vera með svartar rúður í öllum bílum en ekki filmur :?  svona er þetta bara :-k
Title: Mustang SALEEN
Post by: MrManiac on December 22, 2007, 16:07:53
Þetta er ísland......það situr senniega sveittur gamall dvergur læstur inn í kústaskáp uppí ráðneyti að finna upp hluti til að banna....
Title: Mustang SALEEN
Post by: einarak on December 22, 2007, 16:44:00
haha, ég fór með 05 avensis í skoðun á akureyri í sumar og eineltisbarnið sem skoðaði hann setti út á að það vantaði viðvörunarþríhyrninginn... sem var eftir allt á sínum stað í skottinu, rúnkarinn nennti bara ekki að leita.
Title: Mustang SALEEN
Post by: Moli on December 22, 2007, 17:28:53
Quote from: "MrManiac"
Þetta er ísland......það situr senniega sveittur gamall dvergur læstur inn í kústaskáp uppí ráðneyti að finna upp hluti til að banna....


Hva.. þú ert nú ekki svo gamall! 8)
Title: Mustang SALEEN
Post by: villijonss on January 11, 2008, 04:33:40
mér tókst nú að velta bíl með filmum allanhringinn og MER fannst það bara mjög fínnt að fá ekki 7 rúður í öreindum í andlitið á mér . svo var minnsta mál  í heiminum að sparka henni úr. eini munurinn er að hún flettist úr en sprakk ekki
Title: Mustang SALEEN
Post by: gardara on January 11, 2008, 09:27:57
Quote from: "ValliFudd"

Ef þú keyrir ofan í vatn, er ekki sjens að brjóta rúðu með filmum..  allavega mjöööög mikið mál.  En án filma fer hún í mél við eitthvað oddhvasst...  


Hvernig ætla þeir að bjarga farþegum afturí ef þeir segjast ekki geta brotið rúður með filmum? Varla fara þeir að brjóta ófilmuðu framrúðurnar og svo draga farþegana afturí út um framrúðuna  :lol:

Annars hef ég heyrt að ef menn eru með vottorð upp á mígreni þá geti þeir fengið leyfi fyrir filmum í framrúðum.
Title: Mustang SALEEN
Post by: Svenni Devil Racing on January 11, 2008, 12:06:31
Sko ef maður er með filmur í hliðar gluggum framí og með rafmagnsrúður þá er bara að skrúfa niður rúðuna og taka öryggið úr, er ekkert í þessum skoðunarlögum að það eigi að vera hliðargluggi í bílnum

Hvað þá að eigi að vera hurðar á bílnum (að ég held )
Title: Mustang SALEEN
Post by: Valli Djöfull on January 11, 2008, 12:44:09
Quote from: "Svenni Devil Racing"
Sko ef maður er með filmur í hliðar gluggum framí og með rafmagnsrúður þá er bara að skrúfa niður rúðuna og taka öryggið úr, er ekkert í þessum skoðunarlögum að það eigi að vera hliðargluggi í bílnum

Hvað þá að eigi að vera hurðar á bílnum (að ég held )

veit um marga sem hafa klikkað á þessu..  ekki margar hurðir sem hreinlega gleypa rúðuna.  Alltaf hægt að sjá í hana og sjá filmuna..  En hins vegar fór félagi minn aðra leið, hann hreinlega tók rúðurnar úr, lét mömmu sína fara með bílinn í skoðun og hún sagði "já, hliðarrúðurnar eru í viðgerð"  :lol:

Það eru engin lög um að það þurfi að vera hliðarrúður eins og þú nefndir..:)
en ef þær eru í verða þær að virka..
Title: Mustang SALEEN
Post by: Klaufi on January 11, 2008, 17:51:32
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "Svenni Devil Racing"
Sko ef maður er með filmur í hliðar gluggum framí og með rafmagnsrúður þá er bara að skrúfa niður rúðuna og taka öryggið úr, er ekkert í þessum skoðunarlögum að það eigi að vera hliðargluggi í bílnum

Hvað þá að eigi að vera hurðar á bílnum (að ég held )

veit um marga sem hafa klikkað á þessu..  ekki margar hurðir sem hreinlega gleypa rúðuna.  Alltaf hægt að sjá í hana og sjá filmuna..  En hins vegar fór félagi minn aðra leið, hann hreinlega tók rúðurnar úr, lét mömmu sína fara með bílinn í skoðun og hún sagði "já, hliðarrúðurnar eru í viðgerð"  :lol:

Það eru engin lög um að það þurfi að vera hliðarrúður eins og þú nefndir..:)
en ef þær eru í verða þær að virka..


WRONG!

Kominn lög um hliðarrúðuskyldu!
Vegna þess að menn voru alltaf að skrúfa niður og taka öryggið úr, einnig er skylda að vera með hurðar og hurðahúna.

Þetta var mér sagt bæði í aðalskoðun og umferðarstofu, en sel það samt ekki dýrara en ég stal því.
Title: Mustang SALEEN
Post by: Camaro SS on January 12, 2008, 12:56:38
Strákar haldið þið virkilega að skoðunarmenn Frumherja hafi sett reglur um að banna filmur í framrúðu og fremmstu hliðarrúðum ??????Og að þetta sé einellti ???Common ...............Fúllt að lesa skrifinn frá ykkur.
Title: Mustang SALEEN
Post by: Kristján Skjóldal on January 12, 2008, 17:18:07
nei Haffi ég er ekki að tala um það :roll:  en svona merki eins og í þessum mustang er bara hluti af billnum og hlitur að vera hægt að horfa framhjá svoleiðis :?  en skil með filmur í hliðar rúðum að vissu marki :?  tel að það  þurfi að breita þeim lögum :(  þar sem þú mátt vera með dökkar rúður í öllum billnum ekki satt :wink:
Title: Mustang SALEEN
Post by: Camaro SS on January 12, 2008, 18:38:21
Ok er sammála því,og það er ekki málið, en það eru ekki skoðunarmenn Frumherja sem ákveða hvað er hvað ,það eru Umferðarstofa og ráðuneytið ,þið getið bara hótað þeim tjörgun og allt það:evil: Þetta eru bara reglur sem menn verða að vinna eftir,og ég er klár á því að Aðalskoðunarmenn eru ekki mjög kátir með að menn séu að skrifa á netinu hér og þar um að allt fari í gegn hjá þeim.Ég veit það nokkuð fyrir víst............
Title: Mustang SALEEN
Post by: Valli Djöfull on January 12, 2008, 20:56:45
Quote from: "Klaufi"
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "Svenni Devil Racing"
Sko ef maður er með filmur í hliðar gluggum framí og með rafmagnsrúður þá er bara að skrúfa niður rúðuna og taka öryggið úr, er ekkert í þessum skoðunarlögum að það eigi að vera hliðargluggi í bílnum

Hvað þá að eigi að vera hurðar á bílnum (að ég held )

veit um marga sem hafa klikkað á þessu..  ekki margar hurðir sem hreinlega gleypa rúðuna.  Alltaf hægt að sjá í hana og sjá filmuna..  En hins vegar fór félagi minn aðra leið, hann hreinlega tók rúðurnar úr, lét mömmu sína fara með bílinn í skoðun og hún sagði "já, hliðarrúðurnar eru í viðgerð"  :lol:

Það eru engin lög um að það þurfi að vera hliðarrúður eins og þú nefndir..:)
en ef þær eru í verða þær að virka..


WRONG!

Kominn lög um hliðarrúðuskyldu!
Vegna þess að menn voru alltaf að skrúfa niður og taka öryggið úr, einnig er skylda að vera með hurðar og hurðahúna.

Þetta var mér sagt bæði í aðalskoðun og umferðarstofu, en sel það samt ekki dýrara en ég stal því.

Ekki veit ég hvenær þessi lög duttu í gegn en allavega voru það ekki lög fyrir c.a. 1 ári síðan :)  En jújú, það má vel vera að eitthvað um það hafi dottið í gegn nýlega..
Title: Mustang SALEEN
Post by: Lindemann on January 14, 2008, 00:50:29
Þetta eru einmitt mjög nýleg lög.......hvort þetta kom ekki bara í sumar eða eitthvað.
Title: Mustang SALEEN
Post by: Frikki... on January 14, 2008, 22:36:16
það eru til svo margar sögur af þessum fokken fávitum hjá frumherja þetta er fáranlegt það má ekki vera neitt af bílnum hann verður að vera eins og nýr úr umboðinu
Title: Mustang SALEEN
Post by: Valli Djöfull on January 14, 2008, 22:40:01
Quote from: "frikkice"
það eru til svo margar sögur af þessum fokken fávitum hjá frumherja þetta er fáranlegt það má ekki vera neitt af bílnum hann verður að vera eins og nýr úr umboðinu

Þeir setja ekki lögin, þeir bara framfylgja þeim, ef þeir gera það ekki missa þeir vinnuna..  Þýðir lítið að væla yfir þeim..
Title: Mustang SALEEN
Post by: Frikki... on January 14, 2008, 22:42:17
ég er ekkert að væla ég hef farið 2 sinnum með 16 ára gamlan bíl í skoðun og alltaf runnið í gegn aldrei hefur verið sett neitt útá bílin hjá mér en ég er bara að heyra þetta hjá fólki og svoles
Title: Mustang SALEEN
Post by: Valli Djöfull on January 14, 2008, 22:47:17
Komið útí smá off topic, en já, ef ég kem með bíl í skoðun, og eitthvað er að, vil ég að sjálfsögðu fá að vita af því og ef það er eitthvað alvarlegt er það náttúrulega sjálfsagt að maður fái stuttan frest til að laga það sem að er..  Það er nú ágætt að vita af því að það séu ekki helmingurinn af bílunum hálf bremsulausir, með stýrisenda sem rétt hanga saman og fl. í umferðinni ;)
Title: Mustang SALEEN
Post by: Gilson on January 14, 2008, 22:47:30
Quote from: "frikkice"
það eru til svo margar sögur af þessum fokken fávitum hjá frumherja þetta er fáranlegt það má ekki vera neitt af bílnum hann verður að vera eins og nýr úr umboðinu


þetta heitir skoðun vegna þess að það er verið að skoða hvort að það sé eitthvað að bílnum, þá má auðvitað ekkert vera að bílnum
 :roll:
Title: Mustang SALEEN
Post by: Frikki... on January 14, 2008, 22:56:13
nei ég var bara að meina að bíllin þarf að vera eins og nýr mér var einu sinni sagt að einn fékk ekki skoðun því það vantaðu einn kopp á bílin
Title: Mustang SALEEN
Post by: Frikki... on January 14, 2008, 22:58:08
Quote from: "ValliFudd"
Komið útí smá off topic, en já, ef ég kem með bíl í skoðun, og eitthvað er að, vil ég að sjálfsögðu fá að vita af því og ef það er eitthvað alvarlegt er það náttúrulega sjálfsagt að maður fái stuttan frest til að laga það sem að er..  Það er nú ágætt að vita af því að það séu ekki helmingurinn af bílunum hálf bremsulausir, með stýrisenda sem rétt hanga saman og fl. í umferðinni ;)

jájá ég skil það alveg bíllin hjá mér var einu sinni bremsulaus hættulegt en það var lagað fyrir skoðun gleymiði bara það sem ég sagði
Title: Mustang SALEEN
Post by: Frikki... on January 14, 2008, 22:59:39
en ok on topic aftur vita þeir ekki að bílanir koma svona úr factory eða koma þeir ekki svoleiðis eða
Title: Mustang SALEEN
Post by: edsel on January 15, 2008, 00:07:40
Quote from: "frikkice"
nei ég var bara að meina að bíllin þarf að vera eins og nýr mér var einu sinni sagt að einn fékk ekki skoðun því það vantaðu einn kopp á bílin

það er nú heldur langt gengið :roll: eins og að fá ekki skoðun afþví að bíllinn er rispaður
Title: Mustang SALEEN
Post by: íbbiM on January 15, 2008, 15:22:04
þetta er nú bara eins og með lögregluþjónana.. þeir eru bara í vinnuni.   alveg sama hvað þeir geta farið ofboðslega í taugarnar á manni og manni finnst á ´ser brotið og lögin asnaleg,

ég fékk einu sinni athugasemd út á að stefnuljósið að framan blikkaði hægar öðrumegin,

ég fékk endurskoðun á turbo imprezu í fyrstu skoðun sem bíllin fór  af því að pústið var ekki orginal.. .samkvæmt þeim skoðunarmanni var stranglega bannað að hafa óorginal hluti í bílnum,

eitt sinn hjálpaði ónefndur skoðunarmaður við að græja gamlan camaro.. hann málai bílin og ég veit ekki hvað og gaf honum síðan sjálfur akstursbann þegar strákurinn kom með hann í skoðun :lol:

held að við allir sem eigum sona bíla seum búnir að fá okkar skammt af lögum þessa fasista/kommúnista ríki sem við búum á.. sona þegar það kemur af bílum allavega.

en það þýðir samt lítið að sakast út í skoðunarkallin, þaðer aðrir sem fylgjast með honum.. að hann sé að vinna sína vinnu rétt
Title: Mustang SALEEN
Post by: eva racing on January 15, 2008, 16:01:29
Hæ.

  Skoðarar eru náttúrlega misjafnir einsog aðrir..
  Kunningi minn er að vinna í svona skoðunarstöð...og þar var einn vinnufélagi hanns sem er með þeim samviskusamari, nema þann samviskusama vantaði að láta skoða bílinn sinn. Og var að suða í vinnufélogunum að skoða fyrir sig. (nei menn meiga ekki skoða sina bíla sjálfir)  Þetta var gamall og frekar ósjálegur MMC. og vinnufélagarnir sögðu honum bara að skoða hann sjálfur....
Allavega einn daginn þegar rólegt var náði sá samviskusami í MMCinn og fór í gegnum allt ferlið, mengun, ljósaskoðun, bremsur og undirvagn. Ók síðan út og gekk aftur fyrir bílinn og stóð þar með miðaveskið dágóða stund og horfði á sitt japanska tækniundur......
Vinnufélagarnir höfðu fylgst með úr fjarska og glottu nú og héldu að nú fengi mitsinn fulla skoðun....Nei það fór græann á bílinn,,,,,, kunningi minn spurði hann af hverju hann hefði verið svona lengi að hugsa.??  og hinn svaraði "Ég var að spá í að klippa af honum".

   Síðan hefur mér aldrei sárnað þó ég fái grænann í nokkra daga, þó það sé útaf stirðum skottopnara eða öryggisbelti sem er tregt tilbaka.

   En veriði ekki að bulla þetta,  opnanlegar rúður í framhurðum er skylda, og hefur verið lengi....  Svo eru tæki gerðarskoðuð og allar breytingar þar eftir eru bannaðar,  Hafi bíll verið með upphölurum afturí skulu þeir vera til staðar og virkir. (jú það má skifta um olíu og dekk)
    Spurning er hinnsvegar hvort þessi töng hafi verið gerðarskoðuð með þessum borða í framrúðunni....er þetta svona Saleen að utan eða heimagerður.???

  Valur Vífilss.
Title: Mustang SALEEN
Post by: Saleen S351 on January 15, 2008, 16:39:05
Þetta er original Saleen og hann kemur með þessum límmiða frá verksmiðju..
Title: Mustang SALEEN
Post by: eva racing on January 15, 2008, 17:09:07
Hæ.
   Þá hefur bíllinn væntalega verið frumskoðaður með þessu og ætti þessvegna að halda þessu........Bömmer.  En eyfirski skoðunarstrumpurinn
hefur ekki vitað það og svo er ekki auðvelt að fá þessar elskur til að bakka.....
Gangi þer samt vel með þetta og talaðu við einhverja og ath hvort þú fáir ekki leiðréttingu á þessu.
VJV.
Title: Mustang SALEEN
Post by: Kristján Skjóldal on January 15, 2008, 18:52:50
þetta var fysta skoðun á þessum bíl og skránig :wink: