Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Harry þór on December 20, 2007, 22:31:58
-
Hæ. Það er kominn annar til landsins,veit enhver eitthvað???
harry
-
Ég veit að ég tók þessa mynd á símann minn og hún dregur verulega úr þessum geðveika bíl.
Hann er orange með svörtum vínil topp og eins og fjandans nýr.
Þetta er orginal Yenko.
Hann er ekki langt frá okkur Harry.
-
Original Yenko, keyptur á Carlisle í ár. Það er mun meira væntanlegt. 8)
-
þessi bíll er bara klassi 8) geðveikur að innan og allt er eins og nýtt í honum. og liturinn nýtur sín alls ekki á þessari mynd..
-
Þessi hefur væntanlega kostað eitthvað
-
einhverja dá góða summu
-
bara til hamingju hver sem er sá heppni gott að fá svona hingað =D>
-
hvað er átt við orginal yenko?
er þetta bílar sem eru teknir í gegn hjá fyrirtæki að nafni Yenko? eða eru þetta built from scratch?
-
Heyrðu AMJ, þú getur lesið um Yenko í Camaro-greininni minni hérna :
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=17759
Þar er þetta skýrt út t. d. þetta
Sérbreyttir umboðsbílar (dealer-installations cars)
Ekki var möguleiki að fá 427cu.in vél í Camaro vegna furðulegra viðmiðunar hjá GM um að það mætti ekki vera meira en 1 hp. per 10pund. Þar sem Camaro var um 3250pund (1477kg.) var 396/325hp. “opinberlega” kraftmesta vélin í Camaro. En söluumboðin hlustuðu ekki á þetta og fóru fljótlega að bjóða 427cu.in. ísett í nýja bíla hjá umboðum sem voru þekkt fyrir kraftmikla bíla t.d. Dana, Nickey, Yenko, Berger, Baldwin – Motion og Bill Thomas. Fljótlega fóru þeir að bæta við ýmsu dóti eins og sérframleiddum húddum, röndum, merkjum o.fl. Ekki er vitað um fjölda þessara bíla þar sem framleiðslutölum var ekki haldið saman.
Framleiðslutölur fyrir allar gerðir árg. 1967 var 220906 þús.
Og líka hérna :
COPO Camaro
1969 var talið helsta árið (örfáir 1968?) sem hinir sjaldgæfu COPO Camaro voru framleiddir, sem stendur fyrir Central Office Production Order, og notaði t.d. Yenko umboðið 201 stk. af COPO 9561 sem var L-72 427/425hp. járn big-block en bætti við röndum, merkjum og hauspúðum með SYC (Super Yenko Camaro) áletrun og flækjum og eru þessir bílar, breyttir af umboðum, mjög eftirsóttir af söfnurum og mjög dýrir (100000-500000$).
-
Ég sendi "YenkoHarry" meil í morgun en ég læt það fylgja mér með :
Sæll vinur, ég skil að þú sért svolítið svekktur, þú sem fluttir inn annan af glæsilegustu Camaro landsins, þú varst, ef ég man rétt, búinn að gefa í skyn að small block væri fyrir kellingar og big block fyrir karlmenn (smá grín) þannig að huldumaðurinn hefur líklegast ákveðið að fá sér alvöru eins og þú og hvað er flottara en YENKO.
Ég er aftur á móti sammála að hann hefði alveg mátt fá sér einhverja aðra gerð, sérstaklega þar sem það er hægt að kaupa svo marga spes og góða fyrir einn orginal Yenko.
Nóg er af að taka, t. d. hefði verið gaman að fá hingað blæju eða Z-28 sem er eiginlega uppáhaldsgerðin mín, ég er svo mikil kelling.
Við Svavar vorum að reikna út hvað orginal YENKO myndi kosta hingað kominn og við gátum eiginlega ekki reiknað svo hátt þannig að við höllumst að því að þetta sé Clone þangað til annað er sannað.
Ég var að reyna að fá meiri upplýsingar á Krúserfundi í gærkv. og var að tala við Einar Kára sem á 57 Belair bílinn en hann þekkir þessa „stórbílasafnara Íslands“ en hann þekkir ekkert þennan huldumann.
Þeir sem sögðu mér frá þessum YENKO mættu ekki en þegar ég hitti þá næst ætla ég að þjarma að þeim því mig langar að sjá þenna bíl.
Þegar ég var á Turkey run 2005 sá ég engan YENKO í allri þessari flóru þannig að ég hef aldrei séð orginal YENKO en þinn nægir mér alveg.
Kveðja, besti vinur aðal
Gunni
Fyrir Camarokalla eins og mig og fleiri er orginal Yenko "The Holy Grail" af Camaro, þetta er svona svipað og Shelby Mustang hjá Ford köllunum
-
ahh.. takk fyrir þetta..
þannig að þetta eru í raun bílar sem var breytt þegar þeir voru nýjir?
ég hélt þetta væru bílar sem væri nýbúið að breyta, customisera..
-
Málið er að í dag er ekkert mál að custoimzera bíla af þeim aragrúa aukahluta sem er í boði í dag og eflaust einhverjir sem þykir ekkert merkilegt við þessa orginal bíla en á þessum árum var þetta allt annað og Yenko bílarnir eru meira söguleg heimild um breytingar á þeim tíma frekar en að þær séu svo hypergóðar og það skýrir verðið á þeim.
-
Stórglæsilegur vagn..
Hamingjuóskir til eigandans
-
Hæ og takk Gunni camaro sérfræðingur. Það væri nú flott ef þetta er documentaður Yenko, þetta er flott litasamsetning með chrome style pakkanum og alles. Maðurinn þarf að koma fram og segja okkur frá gripnum.
Mér finnst að hann ætti að bjóða mér og Svavari og ekki í síst þér Gunni í vínarbrauð 8)
Það eru til í dag 194 documentaðir Yenko af 201 sem Don Yenko fékk frá GM - Harry.
En til hamingju með gripinn , þetta eru tryllitæki fyrir stóra stráka.
Harry
-
Strákar það er aukaatriði hvað bíllinn kostar.Þetta er lítið ekinn
bíll gríðarlega flottur og það er alveg meiriháttar að fá svona
bíl í hópinn hérna heima. Til lukku með bílinn.
-
það er auðvitað aukaatriði hvað bíllinn kostar en það er aðdáunarvert að kaupa svona dýran bíl, þetta er væntanlega með dýrustu bílum Íslands hér á landi, ég óska bara eigandanum gleðilegra jóla og ykkur líka
-
er þetta bíllinn?
http://www.southernhotrods.com/wst_page8.html
-
Nei þetta er ekki bíllinn,það er enginn víniltoppur á þessum Camaro.
Menn ættu nú að hafa vit á því á þessu bílaspjalli og öðrum að vera ekki
að koma með verð eða ímynduð verð á bílum sem er verið að flytja inn.
Þetta getur og hefur valdið vandræðum og leiðindum.
Er ekki nóg að óska mönnum bara til hamingju?
-
Nei þetta er ekki bíllinn,það er enginn víniltoppur á þessum Camaro.
Menn ættu nú að hafa vit á því á þessu bílaspjalli og öðrum að vera ekki
að koma með verð eða ímynduð verð á bílum sem er verið að flytja inn.
Þetta getur og hefur valdið vandræðum og leiðindum.
Er ekki nóg að óska mönnum bara til hamingju?
-
Til lukku hver sem á.Kv Árni Kjartans
-
Til hamingju með gripinn... endilega gefa sig fram og koma með myndir :)
Hver sem er :lol:
-
veit Maggi ekki eitthvað meira um þennann ???
-
veit Maggi ekki eitthvað meira um þennann ???
Jú, þetta er víst bara maður sem er rétt um fertugt og eyðir peningum rétt. Leyfum honum að koma fram ef hann vill.
-
Mikið er ég feginn að þessi maður keypti sér ekki einn RangeRover með öllu,, og kannski fínan vélsleða með kerru.
Flottur bíll, Til hamingju
-
Mikið er ég feginn að þessi maður keypti sér ekki einn RangeRover með öllu,, og kannski fínan vélsleða með kerru.
Flottur bíll, Til hamingju
Vá hvað ég er sammála :smt038
-
Mikið er ég feginn að þessi maður keypti sér ekki einn RangeRover með öllu,, og kannski fínan vélsleða með kerru.
Flottur bíll, Til hamingju
Vá hvað ég er sammála :smt038
-
Sælir hann hefur kannski líka keift róver og sleða fyrir restina af vögstonum af bréfunum FL 8)
kk þórður
-
Persónulega hefði ég farið varlega í að láta Vöku flytja fyrir mig svona vagn :lol:
En ætli þeir séu ekki vel tryggðir :roll:
-
Persónulega hefði ég farið varlega í að láta Vöku flytja fyrir mig svona vagn :lol:
En ætli þeir séu ekki vel tryggðir :roll:
já í tjónamatinu stendur "Gamal camaro sem lítur þokkalega út miðað við árgerð.bætur 300 þúsund með vsk...