Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: edsel on December 12, 2007, 15:46:18

Title: pall eða fólksbíll?
Post by: edsel on December 12, 2007, 15:46:18
hvort flokkast El Camino undir pall eða fólksbíl í innflutningum?
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/1987-CHEVROLET-EL-CAMINO_W0QQitemZ110201788066QQihZ001QQcategoryZ6153QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem
valla kostar að flytja þennan inn 140 þúsund?
Title: pall eða fólksbíll?
Post by: HK RACING2 on December 12, 2007, 16:41:23
Fólksbíl þar sem húsið og pallurinn er eitt stykki,pall bíll er bara bíll sem þú getur skrúfað pallinn af.
Title: pall eða fólksbíll?
Post by: edsel on December 12, 2007, 17:11:07
ok,takk fyrir, en getur einhver reiknað út fyrir mig hvað myndi kosta að flytja þennan inn?
Title: pall eða fólksbíll?
Post by: burger on December 12, 2007, 17:27:39
getur 2 faldað verðið þad kostar tha svipad eda litid undir


umm minnir ad thad se 53 % eda eitthvad i toll og skatta svo innflutnings gjald ef thu 2 faldar tha kemur ut næstum sama :roll:
Title: pall eða fólksbíll?
Post by: Dodge on December 12, 2007, 20:21:05
þetta er yfir milljón allavega..

3500 dollara bíll er kominn heim fyrir 800.000.-
þessi er í 6500 so...
Title: pall eða fólksbíll?
Post by: Nonni on December 12, 2007, 22:13:01
Bíllinn flokkast sem pallbíll.  Einn vinur minn tók einn svona inn fyrir nokkrum árum og fékk bindandi álit hjá tollstjóra.

Niðurstaðan var að þar sem að meirihluti burðargetu er á palli (var með 900 kg. burðargetu en aðeins tvö sæti þannig að þó það væru ofvaxnir ameríkanar framí þá ná þeir tæpast meira en helming) þá teldist hann ætlaður til vöurflutninga (megin not).  Hann flokkaðist því sem pallbíll og var afgreiddur á 13% vörugjaldi.

Ég veit ekki hvort að hlutfall burðar á palli og í farþegarými hafi breyst á milli ára en þetta átti allavegana við um þennan bíl.
Title: pall eða fólksbíll?
Post by: edsel on December 12, 2007, 22:19:28
ok, takk fyrir, var að spá hvort þetta sé ekki góður hjóla eða sleðabíll þar sem hann er það lár, prófa að hringja í tollgæsluna og gá að þessu
Title: pall eða fólksbíll?
Post by: Nonni on December 12, 2007, 22:32:53
Þú ferð ekki að nota El Camino sem sleðabíl, fáðu þér þá frekar Subaru!
Title: pall eða fólksbíll?
Post by: edsel on December 12, 2007, 23:22:18
var bara að grínast, langar hel... mikið í svona El Camino sem sumar og sparibíl