Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Anton Ólafsson on December 06, 2007, 23:28:37

Title: 289
Post by: Anton Ólafsson on December 06, 2007, 23:28:37
Eftir samtal sem ég átti í kvöld, áhvað ég að stja inn þráð um 289, miðað við annað sem ég hef heyrt þá hlýtur að vera hægt að ná 1000Jö auðveldlega úr þeim.   8)  8)  8)  8)  8)
Title: 289
Post by: TONI on December 06, 2007, 23:45:52
Til grein um einn svona motor sem var með orginal heddum sem var búið að porta svolítið, kappinn trukkaði eitthvað á fimmta hundrað hrossum út úr ræflinum, já með ekki miklum tilkostnaði. Á einnig blað með grein um einn 17 ára gutta í USA sem vildi ekk gera eins og vinir sínir og kaupa grjónabíla, man ekki hvað hann náði að trukka út úr vélinni en hann var á 1966 Mustang og myndin af honum var tekinn þegar drendurinn var með gömlu truntuna á afturhjólunum, það var eitthvað að gerast í vélasalnum þar :wink:
Title: 289
Post by: Anton Ólafsson on December 06, 2007, 23:48:15
Þessar 289 sleggjur eru greinilega farnar að slefa í bbf-inn!! 8)
Title: 289
Post by: 429Cobra on December 06, 2007, 23:57:15
Sælir félagar.  :)

Quote
Til grein um einn svona motor sem var með orginal heddum sem var búið að porta svolítið, kappinn trukkaði eitthvað á fimmta hundrað hrossum út úr ræflinum, já með ekki miklum tilkostnaði.


Mig langar að fá að sjá þessa grein, annars ætla ég að taka þessu sem hverju öðru gríni. :smt043

Ekki ílla meint. :-k
Title: 289
Post by: siggiandri on December 07, 2007, 00:16:02
Oftar en ekki eru Fordarnir sem eru ad rasskella Chevy ana her uti einmitt med smallblock.
Title: 289
Post by: einarak on December 07, 2007, 12:25:55
Quote from: "siggiandri"
Oftar en ekki eru Fordarnir sem eru ad rasskella Chevy ana her uti einmitt med smallblock.


ertu þá að tala um Chevy Lanos?
Title: 289
Post by: Gilson on December 07, 2007, 13:10:42
haha, já eða kannski nubira  :lol:
Title: 289
Post by: siggiandri on December 08, 2007, 00:46:16
Hvada bill fra GM hefur eitthvad i td. Shelby gt 500 nuna????
Title: 289
Post by: Gilson on December 08, 2007, 01:13:14
Corvette Z06  :roll:
Title: 289
Post by: siggiandri on December 08, 2007, 06:20:13
Og Ford GT40 er nu ekki i veseni med tessa vettutik, svona ef tu vilt fara ut i 2ja manna sportbila, komdu bara med tann GM bil sem hefur eitthvad i Shelby mustanginn, hvad ta Shelby Super Snake sem er 607 hestar og rumar 5 mann, ekki 2 eins og vettutikin.
Title: 289
Post by: íbbiM on December 08, 2007, 09:22:47
corvette z06 er nú bara búinn að standa merkilega mikið í fordGT..  Gt40 er gamli ´bíllinn, og vettan kostar helmingi minna,  farðu á youtube og fléttu upp z06 vs fordGT
Title: 289
Post by: AlliBird on December 08, 2007, 12:58:47
Spurning hvað þessi gerir, V-10 6.4 L  605 hp

Shelby Cobra
(http://www.diseno-art.com/images/Shelby-Cobra.jpg)
Title: 289
Post by: Heddportun on December 08, 2007, 17:32:29
Það að bera GT40 við fjöldaframleidda bíla er ekki allveg marktækt en berðu GT40 við t.d ZR1 Camaro  og C5R Vettur
Title: 289
Post by: Gilson on December 08, 2007, 18:19:10
Quote from: "Dartalli"
Spurning hvað þessi gerir, V-10 6.4 L  605 hp

Shelby Cobra
(http://www.diseno-art.com/images/Shelby-Cobra.jpg)


svipurinn á þessum bíl er skelfilegur  :?
Title: 289
Post by: einarak on December 09, 2007, 14:23:42
Quote from: "BadBoy Racing"
Það að bera GT40 við fjöldaframleidda bíla er ekki allveg marktækt en berðu GT40 við t.d ZR1 Camaro  og C5R Vettur


haha, auðvitað gera fordkarlarnir það ekki  8)
Title: 289
Post by: Kristján Skjóldal on December 09, 2007, 16:50:03
er ekki einhver Cadillac sem er með nýasta corvettu crami og er að gera góða hluti :?:
Title: 289
Post by: Maverick70 on December 09, 2007, 17:28:03
okey..............
áfram með 289, hvað voru þessir kallar að gera við mótorana?
Title: Re: 289
Post by: TONI on December 09, 2007, 18:08:49
Quote from: "429Cobra"
Sælir félagar.  :)

Quote
Til grein um einn svona motor sem var með orginal heddum sem var búið að porta svolítið, kappinn trukkaði eitthvað á fimmta hundrað hrossum út úr ræflinum, já með ekki miklum tilkostnaði.


Mig langar að fá að sjá þessa grein, annars ætla ég að taka þessu sem hverju öðru gríni. :smt043

Ekki ílla meint. :-k


Annari greininni var mér sagt frá af miklum Ford manni sem bjó þá á Kjalarnesi (8-10 á síðan) en hin greinin er í að mig mynnir Hot Rod blaði sem er með mynd af þessu blessaða Mustang utan á 7-9 ár síðan, er búinn að vera að gramsa í gömlum bunka af bílablöðum en hef ekki fundið þetta ennþá. Skil samt ekki efasemdir þína um það afl sem má ná út úr svona vél, hún er jú til tæp 300 orginal 289 HO vélin, svo er heddin portuð og unnin eitthvað, vel heitur ás, gott millihedd, rúllurokkerar o.s.fr, þá ertu kominn með helling af afli í viðbót við þessi 260-280 hp (eða hvað þetta var nú aftur nákvæmlega) enda hvaða vandamál er að taka 4-500 hp út úr tæplega 5L mótor, allt spurning um kunnáttu og peninga.
Title: 289
Post by: AlliBird on December 09, 2007, 22:33:53
Sammála,- fyrst það er hægt að ná 500hp úr 2.0L Civic eða Pressu, ætti að vera auðvelt að ná minnst 1000 hp úr V8 5,0 L  :wink:
Title: 289
Post by: 429Cobra on December 10, 2007, 01:25:38
Sælir félagar. :)

Ég er búinn að vinna mikið með 289 vélar í gegnum árin, og á þrjár núna.
það þarf töluvert mikið til að ná 500 hvað þá 1000 hö úr 4,7L vél.
Ég spurði á sínum tíma Richard Haubold hjá PCHS í New York um tjúningar á 289 cid vélum, og var að gæla við þá hugmynd að koma 1250kg bíl í miðjar 10sek.
Richard sem er heddasérfræðingur af gamla skólanum, og talin einn af þeim albestu í USA og er sérfræðingur í Ford, Chrysler og Pontiac :?  sagði mér að það myndi vera svo mikill kostnaður að ég ætti ekki einu sinni að vera að hugsa um þetta.
ATH að þetta var fyrir tíma álhedda og CNC.
Hann sagði að ég þyrfti amk 5-600hö til að ná þessu takmarki og þyrfti að snúa mótornum 9-10000 snúninga sem myndi þýða endalaust viðhald.

Hann ráðlagði mér að setja 351W hedd á mótorinn og mildann vökva ás og hafa bílinn í lágum 13 háum 12sek það myndi ganga.

Það að vinna 289 heddin fyrir þetta afl er, ja ég ætla ekki að segja ómöglegt en þar þarf að koma til sérfræðingur í portun.
Já og svo komast ekki nema 1,94"in ventlar í þessi hedd þannig að þau flæða engan vegin nóg.

Ford gerði hinns vegar sniðugt trikk á sínum tíma og setti Paxton blásara á 289 hipo vél í 1965 Mustang, lét hann blása eitthvað mjög litlu þar sem vélin var með 10,5:1 þjöppu og bílarnir voru að ná 12,50-12,60sek og vélarnar entust eins vel og aðrar vélar.

Það er rétt að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, en að nota hedd af 289 til að ná 1000hö það er ja ég segi ómöglegt.

Ég spyr ykkur á móti:  Hafið þið skoðað hedd af 289cid mótor, og þá á ég við skoðað þau almennilega.

Ef að þetta eru einhver gullstykki þá á ég tvö sett til sölu fyrir sangjarnt verð :excited:
Title: 289
Post by: AlliBird on December 10, 2007, 13:45:59
En hvað með þessar litlu 4cyl vélar 2,0L ofl sem menn eru að ná einhverjum 4-600hp útúr. Fyrst það er hægt ætti að vera hægt að ná enn meiru úr 8cyl vélum. Eða er þetta ameríska dót bara svona takmarkað og úrelt??
Title: 289
Post by: íbbiM on December 10, 2007, 13:52:06
´þetta ameríska "dót" er mun vanþróaðari búnaður, með færri ventla á cylinder, "undirliggjandi" kambás

og svo eru menn að ná þessu úr litlu vélunum með því að blása inn þá þær
Title: Hö og fleira!
Post by: 429Cobra on December 10, 2007, 14:00:53
Sælir félagar. :)

Það er satt það er hægt að ná hinum ýmsu hestaflatölum út úr mótor, en hér í fyrsta póstinum var verið að tala um allt annað.
Það var um að ná þessu út úr 289cid mótor með standard 289cid 54cc heddum portuðum.
Það er það sem er erfitt eða nánast ómöglegt án "poweradder".

Hvað eru menn að gera við 4cyl mótor til að ná út 4-600hö NA?
Og er slíkur mótor "praktískur" upp á viðhald og endingu að gera.
Og til hvers að vera með þessa litlu V8 USA mótora þegar það kostar minna en uppgerð að "stróka" þá og fá fleiri "cid" og þar með auðvelda það að ná út afli þá helst í formi "torque" sem er bara gott.

Það var einu sinni keppandi sem talað var við af tímaritinu "Hot Rod" sem sagði:
"Horspowers are nice bud torque wins races".

Og miklu torki ná fæstir út úr litlum mótorum nema að nota aflauka ("poweradder").

Ennnnn það er allt hægt ef viljinn (og nægir peningar) er fyrir hendi. 8)
Title: 289
Post by: Kiddi on December 10, 2007, 14:09:27
Já allt amerískt vanþróað og með 2 ventla pr. cylender :roll:

Það er hægt að ná afli út úr öllu, spurning hvar áhugi manna liggur og hvað veskið er þykkt..

Það er soldið skondið að sjá þegar menn eru alltaf að bera saman fjölventla vélar með turbo vs. gamlar vélar sem voru hannaðar á 4.-5. áratug síðustu aldar...

Epli og appelsínur :wink:
Title: 289
Post by: Heddportun on December 10, 2007, 14:48:52
Quote from: "Kiddi"
Já allt amerískt vanþróað og með 2 ventla pr. cylender :roll:

Það er hægt að ná afli út úr öllu, spurning hvar áhugi manna liggur og hvað veskið er þykkt..

Það er soldið skondið að sjá þegar menn eru alltaf að bera saman fjölventla vélar með turbo vs. gamlar vélar sem voru hannaðar á 4.-5. áratug síðustu aldar...

Epli og appelsínur :wink:


Þessar frá 4 og 5 áratugnum eru ennþá lifandi í dag :)