Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: 440sixpack on December 02, 2007, 13:59:04
-
Ákvað svona að leyfa ykkur að fylgjast með projectinu, búið að skipta um gólf, afturbretti, setja upp 4-link fjöðrunina, stytta hásingu, diskabremsur að aftan, og fl.fl.
Næst er að skipta um crossmember fyrir torsion bar stangirnar, skipta út innri brettum og veltigrindina í. Þannig að nóg að gera í jólafríinu.
Kveðja Tóti[/b]
-
vááá þetta er geðveikt verður gaman að sjá þennann bomba niður brautina ..en herna á að koma götuskráningu á hann ? annars til lukku með þetta 8)
-
er búið að áhveða hvernig mótor ?
-
En kvað Cuda var þetta ekki sú gula ?
-
Töff 8)
-
Flott :)
-
mér líst vel á þetta svo er bara vona að þú komir uppá braut :wink:
-
Ég held að það sé engin spurning, að þetta sé langstærsta Project - smíði sem gerð hefur verið á Mopar - musclecar bíl frá upphafi hér á Íslandi.
Þetta er að verða nýsmíði, í stað svona venjulegrar stór- uppgerðar dæmis.
Og það sem ég hef séð sjálfur frá uppgerðinni , er Tóti snillingur að smíða.
Þetta á eftir að vera mega flott, enda verður græjan með Hemi og alles....
-
Hélvíti æsandi..
-
Smá update, Shaker húddið fætt.
-
myndarlegt verður gaman að sja þennan 8)
-
Jæja, og hver segir svo að kreppu-banka-hrunið boði ekki eitthvað gott í atvinnuleysinu. Vinna í hobbí-inu frá 08.00 - 17.30, það mokast hreinlega undan manni verkin. Búið að ákveða litinn "Silfur", meira að segja búið að grófslétta allan bílinn og sprauta nokkra hluti. Innribrettin kominn í og vatnskassabitinn líka, og vélasalurinn tilbúin undir málningu. Allur stýrisgangur nýr eða uppgerður, K-bitinn, efri og neðri klafar uppgert og með nýjum fóðringum, tilbúið til ísetningar. Allt bremsukerfi uppgert og tilbúið til ísetningar.
-
nokkara myndir
-
ein-tvær í viðbót
-
Glæsilegt hjá þér Tóti, er þetta ekki bíll sem Jóhannes Þormar átti í den, var brúnn og síðann flöskugrænn sanseraður.
kv jói
-
Sæll Jói, jú þetta er skelin af bílnum hans Jóa Pot og svo hlutir úr þessum:
-
og þessari
-
rosalega flott og verður gaman að sjá útkomuna
-
Takk fyrir uppl. þessi blái hringir bjöllum hjá mér, græaði 340 í svona í den með þryktum og heitum minnir að hann hafi verið beinskiptur.
Annars til hamingju með flott verkefni.
kv jói
-
Þetta er aldeilis að verða flott hjá þér. Þú ert greinilega mjög duglegur að vinna í cudunni. Kauptu svo bara HEMI-INN af Jón Geir til þess að fullkomna verkið. Ætli Jón Geir segi ekki bara [-X við því. :-({|=
-
Þetta lofar mjög góðu hjá þér =D>
Ég stefni í svipaða átt með minn þegar ég kemst í hann, bara aðeins meira í race áttina.
-
Djöfull er gaman að þessu =D>
-
þetta er flott hjá þér og verður alveg örugglega góður GM rassskellari hjá þér :lol:
-
Magnað !!!!!!!! þarna er bara drauma bíllinn minn í smíðum og ekkert smá mikið búið að gera og græja
-
stýrisgangur og bremsur komið í málaðan vélasalinn
-
nice =D>
-
Bara flott, til hamingju Tóti. 8-)
-
Þetta er æðislegt, en er búið að rífa (eiðileggja) 7 bíla ofan í þennan? Kv.Siggi
-
Er þetta bíllinn hans Tóta....
-
Önnur..
-
Þessi er alvöru :D
-
þetta verður hrikalega voðalega flott =D>
-
Flottur Tóti,
Hvernig gekk Firm Feel ævintýrið ?
-
Hvernig gengur með þennan bíl? Er hann orðinn eða að verða til? :)
-
er þessi seldur eða í eh vinnslu geggjað tæki hér á ferð :worship:
-
Hvað er að frétta af þessu tæki er það ekki langt komið eða?
-
Hvað er að frétta af þessu tæki er það ekki langt komið eða?
Seldur til Finnlands
-
Áfram Ísland =D>
-
Eru til einhverjar myndir af honum eins og hann var þegar hann fór út? 8-)
-
Hvað er að frétta af þessu tæki er það ekki langt komið eða?
Seldur til Finnlands
:-(
-
Hvað er að frétta af þessu tæki er það ekki langt komið eða?
Seldur til Finnlands
Já, meira að segja bílarnir eru farnir að flýja landið. :cry:
-
Æjæj voðalega eru þeir alltaf slappir þessir Mopar gúrúar ha ,alltaf gefist upp aldrei neitt klárað.Oft verið að spá í það hvort sortin fari svona með þá eða er bara ákveðin manngerð sem sækir í þessa sort hmmmmmm.
-
Hvaða meiningar eru þetta Auðunn.. það eru bara til svo margir geðveikir mopar bílar að velja úr að það er erfitt að halda athygli við eitt project :D
En leiðinlegt að þessi skyldi fara úr landi, þarna fóru 3 - 4 af upprunalegu íslands cudunum út á einu bretti :cry:
-
Já þetta er mikil sorg engin spurning.En talandi um það þá eru þeir nú engu að síður,ja flestir ef ekki allir vinir mínir þetta heiðurs fólk.já þetta er ekki gott alveg sammála því.
-
Æjæj voðalega eru þeir alltaf slappir þessir Mopar gúrúar ha ,alltaf gefist upp aldrei neitt klárað.Oft verið að spá í það hvort sortin fari svona með þá eða er bara ákveðin manngerð sem sækir í þessa sort hmmmmmm.
Í fyrsta lagi Auðunn, þá finnst mér nú þetta comment frá þér frekar dapurt, veit ekki betur en að ég hafi gert upp og klárað 1970 RT Challenger (Fjólu).
Í öðru lagi, verð ég að senda seinna commentið til föðurhúsanna, þar sem Hunts tómatsósucamarinn þinn er enn ókláraður eftir 25 ár.
Að lokum, eru kanski sumir bara að hanga á einhverju bílaprojekti sem þeim finnst sniðugt að eiga en hafa misst áhugan og koma ekki til með að gera neitt í því í framtíðinni, Ég vildi frekar að mitt projekt yrði klárað í góðum höndum, heldur en að láta jarða mig í bílnum.
-
Þú ert yndislegur ástarpungur Tóti minn ekkert öðruvísi.En 25 ár hmmm tíminn líður hratt hjá þér vinur,það eru 10 ár síðan ég keppti síðast á honum bara svo það sé á hreinu.En já ekki málið og ágætt að koma því að dellan er ekkert farin úr mér síður en svo.Elginlega aldrei verið meiri.En hvar er hitt cudu kryppeldið þessi í grafarvoginum.
-
Herlufsen yeah that about covers it.