Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: TONI on November 22, 2007, 22:25:23

Title: Fáfræði min
Post by: TONI on November 22, 2007, 22:25:23
Fyrir svona almenna bílakarl langar mig aðeins að forvitnast smá og fá upplýsingar frá ykkur sem eruð lengra komnir.
Hvar eru mörk þess að menn fara að nota alkahol til að fóðra vélarnar, hvað eru menn að taka max út úr vélum á bensíni, hvað eru menn að láta vélarnar þjappa svo vel sé fyrir turbo/blásara, einhver sagði mér að með lægri þjöppu næðist betri nýting út úr nito.
Bara svona vangavelta fyrir svefninn :wink:
Title: Fáfræði min
Post by: Vilmar on November 23, 2007, 08:56:43
þú notar láþjöppustimpla á turbo, supercharged og almennilegar nitrovélar, til að varna forsprengingu.

Ef þú ert með háþjöppu vél, þá áttu í hættu að vélin fari að banka og allt fer í klessu, en þá er náttla hægt að seinka kveikjunni bara enþá meira.
Svo geturu oftast nær ekki blásið jafn miklum þrýsting inná háþjöppumótor miðað við hvað þú gætir á láþjöppumótor

Með alkahólið veit ég ekkert um  :roll:  :lol:
Title: Fáfræði min
Post by: íbbiM on November 23, 2007, 11:03:44
uhh þegar ég var að versla nítró kittið í bílin minn var nú hamrað að á nitrous loves compression
Title: Fáfræði min
Post by: Dodge on November 23, 2007, 12:21:49
Quote
þú notar láþjöppustimpla á turbo, supercharged og almennilegar nitrovélar, til að varna forsprengingu
:D
Title: Fáfræði min
Post by: Dr.aggi on November 23, 2007, 12:42:09
Eiginleikar alkahóls miða við bensín : lengri og hægari bruni,kaldari bruni og lengra brunasvið það er að segja frá því að vera of þunnur yfir í það að verða of ríkur.
Minni hætta á forkveikingum og  er þar að leyðandi öruggara eldsneyti fyrir háþjöppu mótora hvort sem er  með blæstri (boost) eða stimplum.
Mótorinn gengur kaldar,þannig að hita vandamál eru hverfandi.
Hægari og lengri bruni ætti að skappa minni brothættu.
Title: Fáfræði min
Post by: Heddportun on November 23, 2007, 13:38:33
Þrýstingfallið frá kút í vél er það mikið að Nítróið er Kælandi en það er gott fyrir háþjöppu mótora með hitavandamál eða turbo/ N/a vélar til að ná þeim upp á snúning en aðeins upp að áhv marki

Þegar þú ert kominn með RISA skot inn á vélina þá þarftu að lækka þjöppuna til að vélin höndli það svakalega Shock sem fylgir tq af nítróinu

Alcaholið hefur aðra eiginleika en venjulegt bensín,mun hærra hitaþol en það þarf líka mótor sem gengur heitari en venjuleg preppuð vél
Man ekki allveg hvað Stoichio á alky er en um 17:1 eða 19:1
Title: Fáfræði min
Post by: baldur on November 23, 2007, 13:45:35
Stoich á ethanóli er eitthvað nálægt 8:1 og methanól eitthvað um 6:1
Title: baa hvað draslið þolir
Post by: einarg on November 27, 2007, 23:03:11
Var með 14,5 þjöppu,,,,drap hana kannski pínu níður með of heitum ás! en samt alltaf í torfæru var kveikjan á ca 40 gráðum,,,,og vann fínt,,,enga forsprengingar ,,,,ekkert nema aukið afl,,,,
'i sandi notaði ég 2 settt af 250 hp nítró!!! en seinkaði kvekjunni einungis um 5 gráður,,,,niður í semsagt 35 gráður,,,,,dugði til að koma 1900 kílóla flykki í markið á 4,11 best,,,,always around 4,20!!!
kv Einar G
Title: einarg
Post by: TONI on November 28, 2007, 23:16:46
Hvaða eldsneiti varstu að nota?
Title: Re: einarg
Post by: JHP on November 28, 2007, 23:25:08
Quote from: "TONI"
Hvaða eldsneiti varstu að nota?
Held að hann að gangi aðallega á áfengi þessi  :lol: