Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Guðmundur Þór Jóhannsson on November 19, 2007, 22:24:09

Title: Flokkapæling
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on November 19, 2007, 22:24:09
Ég er að reyna finna út úr því hvaða flokk mar á að stefna á að vera í næsta sumar.

Ég er á 4cyl awd turbo bíl.

Það sem að ég hef áhuga á að gera er eftirfarandi

Að geta keyrt á betra bensíni en pumpu bensíni til að fullnýta setupið  - það þýðir það að ég passa ekki í GT eða RS

Ég er með stærri túrbínu heldur en kemur original - þar af leiðandi passa ég ekki í SE skilst mér.

Ég myndi vilja geta keyrt upp á braut og til baka - gerir það að verkum að ég get ekki verið í GF .. eða ?

Bara pælingar svona víst mar hefur tíma til að mögulega breyta til að passa í einhvern flokk :)

kv
Gummi
Title: Flokkapæling
Post by: Gilson on November 19, 2007, 22:43:17
ég held að þú getir alveg verið í GF, það eru allavega götubílar
Title: Flokkapæling
Post by: edsel on November 19, 2007, 23:19:32
á hvernig bíl ertu?
Title: Flokkapæling
Post by: Gilson on November 19, 2007, 23:35:08
hann er á MMC EVO
Title: Flokkapæling
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on November 20, 2007, 13:24:18
Já ég er á MMC EVO.


En sem sagt ég má vera með bílinn á númerum og keppa í GF flokknum ?

kv
Guðmundur
Title: Flokkapæling
Post by: baldur on November 20, 2007, 13:26:05
Það er skylda að vera á númerum í GF.
Title: Flokkapæling
Post by: Valli Djöfull on November 20, 2007, 14:34:20
Hér er meira að segja númerabíll í OF  8)

(http://www.123.is/mr.boom/albums/-2044608144/Jpg/038.jpg)
Title: Flokkapæling
Post by: Kristján Skjóldal on November 20, 2007, 18:19:38
en má 4x4 i GF :?
Title: Flokkapæling
Post by: baldur on November 20, 2007, 18:23:54
Já.
Title: Flokkapæling
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on November 20, 2007, 19:25:42
Ok .. ætli mar verði ekki að reyna stefna á GF .. nema eitthvað breytist í RS eða GT.

kv
Gummi
Title: Flokkapæling
Post by: baldur on November 20, 2007, 19:28:59
Ég myndi ekki byrja að hafa áhyggjur af bensíninu fyrr en þú ert kominn yfir 600 hestöfl. Þetta er bara spurning um að hanna mótorinn fyrir flokkinn :)
Title: Flokkapæling
Post by: fordfjarkinn on November 21, 2007, 14:38:26
Götu þetta og götu hitt. Voðalega er ég orðinn þreittur á þessu númera plötu kjaftæði
Kvartmíluklúbburinn er orðinn að einhverju götubílaklúbb sem hefur það á stefnuskrá sinni að menn útbúi ofurkraftmikkla götubíla sem öskra á að þú hagir þér eins vitleisingur í umferðinni. Í stað þess að gefa mönnum tækifæri að útbúa öflugt keppnisökutæki sem engöngu væri ætlað til aksturs á brautini.
Útbúum fjögra cyl keppnisflokk fyrir þá sem vilja breita bílunum sínum mikið. Flóra keppnistækja yrði öruglega fjölbreittari. Veit nú þegar um tvo sem eru tilbúnir í startholunum.
Það er heldur ekki víst að allir séu tilbúnir að fórna fjölskildubílnum í svona leikaraskap. Það eru heldur ekki allir til í að eiga tvo bíla á númerum, einn venjulegan og einn kepnis.
Kv TEDDI
Title: Flokkapæling
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on November 21, 2007, 17:17:22
Baldur: já kannski eru plönin mín bara doldið meira en 600 hp :)


Það eru reyndar kostir við að vera með bílana á númerum.

Eins og að mar þarf ekki að eiga kerru og stórann bíl til að draga hana til að koma keppnisbílnum á svæðið.

Það er það eina sem að böggar mig við að vera á númerslausu keppnistæki.
Title: Flokkapæling
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on November 21, 2007, 17:18:57
En já, það væri gaman að vera með einhvern flokk sem að hentaði manni betur
Kannski í stað þess að vera með tvo flokka sem eru nánast eins (RS og GT)
Title: Flokkapæling
Post by: Gilson on November 21, 2007, 18:11:38
hvað er aftur besti tíminn þinn á lancernum ?
Title: Flokkapæling
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on November 21, 2007, 18:53:43
11.824 @ 116.58 á þessum sem ég var á í sumar
Title: Flokkapæling
Post by: Gilson on November 21, 2007, 18:58:01
ertu kominn á einhvern nýjan ?  :)
Title: Flokkapæling
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on November 21, 2007, 19:00:15
Ekki kominn nei.

En það eru einhver plön :)