Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Anton Ólafsson on November 12, 2007, 10:23:21
-
Góðan daginn.
Á bílasýningu B.A 1976 var blár 69 Mustang,
Ég á enga mynd af bílnum, en það sést í hann á njög mörgum myndum sem ég á.
Er einhver hérna sem á mynd af gripnum??????????????
-
Sir Anton
Er þetta ekki sama Töngin?
http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=97&pos=98
-
Þetta gæti verið hann, en er þó ekki viss,
Bíllinn sem ég spyr um er að ég held á númmerinu A-1350
Þessi sem þú setur inn var á A5777.
Ferillinn á honum nær því miður ekki nema aftur 21.10.76. en þá er hann farinn úr bænum.
Þetta er ferillinn á A5777 bílnum,
13.07.1990 AÞ245 Almenn merki
30.03.1979 R51901 Gamlar plötur
15.12.1978 R51901 Gamlar plötur
21.10.1976 G7765 Gamlar plötur
-
Ég veit hvaða bíll þetta er..
-
????
-
Getur ekki verið að það sé þessi.
-
nei, þessi er hvítur að innan!
-
Hann var ekki lengi hvítur að innan.
-
Það var A1350 á honum þegar að ég keipti hann af Nonna Speis og ég setti A5777 á hann 351 W 3 gíra ólæstur HRIKALEGUR.
Kveðja Haukur